Það tók þá tvo til þrjá daga að losna við þynnkuna að þessu sinni. Ellin stimplaði sig því formlega inn á sunnudaginn.
Hvað gefur maður múttu sinni í jóla+afmælisgjöf?
Ég er að hugsa um að hætta lesa dönsk dagblöð. Íhaldssemin og hjarðhyggjan er slík að ég fer í vont skap við að lesa um hana. Á þessum 15 mánuðum sem ég hef verið vinnandi maður í Danmörku kemur mér alltaf svo stórkostlega á óvart að sjá Dani heimta hærri skatta, meiri forsjárhyggju, fleiri ríkisrekin átaksverkefni og feitari félagslegar ávísanir í dagblöðunum, en þegar á vinnustaðinn er komið virðist fólk almennt skilja hvað raunveruleikinn gengur út á (sem ég, að sjálfsögðu, tel mig hafa fullan skilning á). Gildir þá voðalega litlu hvort um hreingerningar-, póstburðar- eða verkfræðifyrirtæki er að ræða. En svo klúðra þeir þessu auðvitað í kosningum og 15% Dana kjósa flokka sem hafa þjóðnýtingu framleiðslutækjanna enn á stefnuskránni.
Julefrokost á laugardaginn verður hressandi flótti frá sósíaldemókratískri hjarðhyggju Danans.
Food!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Er það íhaldssemi að vilja hærri skatta? Það kemur ekki heim og saman við nýjustu greinin á ihald.is: http://www.ihald.is/roller/comments/ihald/Weblog/island_i_dag
Íhaldssemi í orðabókarskilningi orðsins. Enginn má nefna þá breytingu að lækka skatta og vilja halda í ástand hárra skatta eða hærri skatta.
Post a Comment