Wednesday, December 07, 2005

Óvanalegur skilningur

Múrinn er bara alveg óvenjulega skilningsríkur á ofurafli ríkisvaldsins í dag:
Hætt er við að venjulegum Íslendingum svelgdist nokkuð á við að sjá olíu til sölu á þessu verði. Meðalverð á lítra af olíu í Bandaríkjunum var í kringum 40 krónur hinn 20. nóvember síðastliðinn þannig að þeir sem fá ódýra kyndingarolíu frá Venezúela greiða væntanlega um 24 krónur fyrir lítrann. Hér á landi er verðið vel yfir 100 krónum á hverri einustu bensínstöð.
Þarna er útskýrt hver er munurinn á lítið skattlagðri olíu (í boði manns sem heldur þegnum sínum fast í klóm fátæktar og ömurlegra lífsskilyrða) og olíu sem er okrað á í nafni almenningsvagna, mengunarverndar og andúðar á einkabílnum. En Múrinn dregur ekki mörkin þarna:
En þótt það geti verið gaman að hafa fleiri perur í kringum sig og það í ýmsum litum þá er rétt að hafa eitt hugfast. Þótt það hafi verið ríkisstjórnin sem kveikti á aukaperunum þá borgum við rafmagnið fyrir þær allar.
Þarna kemur hinn óvenjulegi skilningur í ljós hjá Múrs-manni að eyðsla ríkisins á skattfé er greidd af - nei, ekki þeim "ríku" eða "efnuðu" - heldur mér og þér. Tónlistarhúsið er í boði þín. Sendiráðið í Japan var greitt af þér. Lambakjötið sem þú borðar og risarækjurnar sem þú borðar ekki eru í boði þín. Að Múrinn sé að fatta svona lagað eru stórtíðindi í íslenskri stjórnmálaumræðu.

4 comments:

Anonymous said...

Datt inn á þessa síðu, gaman að lesa til tilbreytingar skrif eftir hugsandi mann.
Takk takk Berglind.

Geir said...

Dylgjur! DYLGJUR segi ég!

Anonymous said...

Nákæmlega bara dylgjur.... kveðja Sigrún

Geir said...

Svei lenti síða í minni umsjá aftur á póstlista kvennahreyfingar?