Voðalega eru rokklög sem heita "Kókaín" (á máli flytjenda) góð.
Nú eru allir á vinnustaðnum í frekar háum gír. Fyrir utan föstudagsfiðringinn vikulega er tilhlökkun til julefrokost í kvöld orðin áþreifanleg. Hann mun kosta um milljón danskra króna (heyrði ég útundan mér) og þátttakendur verða tæplega 100 talsins. Ekki slæmt hlutfall ef rétt reynist. Tíu sinnum lægri fjárhæð væri heldur ekki slæm.
Gróft plan næstu daga: Þynnka á morgun, vinna sunnudag, mánudag, þriðjudag, jólagjafakaup á miðvikudag og flug til Íslands um kvöldið. Mjögott.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment