Saturday, February 11, 2006

Færsla 2/2 (blaður): Þorrablótsdagur

Heima, stíflaður af hori, frekar myglaður satt að segja. Í kvöld er þorrablót Íslendingafélagsins eftir örlítið kofafyllerí heima hjá mér með góðu fólki. Ég er að velta fyrir mér hvort ég nenni að skreppa til tyrkjans míns og láta klippa lubbann. En það er erfitt að hugsa sér til hreyfings þegar maður hefur það ágætt á náttbuxunum heima og vorkennir sér í ofan á lagt örlítið fyrir veikindi.

Fréttablaðið er dularfullur pappír um þessar mundir. Ég er að skrifa greinar fyrir þá eins og venjulega, og þeir eru að standa við sínar skuldbindingar á móti, en ég er alveg hættur að sjá nokkuð birtast. Mér var reyndar bent á það af góðum pilti að ég er farinn að skrifa sífellt harðorðari greinar og nota ógeðþekk orð eins og "ránsfengur" og "þýfi" um skattpeninga og uppnefna alla sósíalista "sósíalista" í stað þess að nota nútímalegu orðin (jafnaðarmaður, félagshyggjumaður, jafnvel vinstrimaður en það er meira að segja út líka). Þessu ætla ég að breyta. Maður verður jú að vera geðþekkur þótt ég telji að t.d. heimtufrekja sé engu geðþekkari en að kalla fólk sínum - að mínu mati - réttu nöfnum.

En já ég held ég láti klippa lubbann. Fyrir og eftir myndir sjálfsögð bloggfærsla í framhaldinu.

2 comments:

Anonymous said...

Já, þetta líkar mér. Það er list að klæða innihald í réttar umbúðir, því með réttum umbúðum má stýra fjöldanum. Mví þiður!

Ef þú nærð að nota orðin "gjaldfrjáls", "samneyslusjóðir", "velferðarríki" og "umhyggjuþjóðfélag" í einni og sömu greininni - og sú grein nær birtingu - gef ég þér bjórkippu.

Þrándur

Geir said...

Díll