Tuesday, February 14, 2006

Fyrir háttinn

Miðað við hvað fótboltaleiksáhorf á sveittum bar er mikil and-hössl-hátíð karlkynsins þá er alveg ótrúlega mikil gredda á svæðinu. Ætli móðir náttúra hafi haft "karlakvöld" í huga með þessu? Sumsé að gefa karlmönnum eðlislæga þörf til að hittast með eigin kyni, stunda einhverja algjörlega ókynlífstengda athöfn saman til þess eins að geta sent logandi graða karlmennina aftur endurnærða út í kvenkynsblandað samfélagið?

Ég sá einhverja æðislegustu auglýsingu í heimi í kvöld. Fallegt kvenfólk að slást, kyssast og svo slást aðeins meira. Hvað er "French connection" eiginlega?

Svenni er strax orðinn helgar-þyrstur. Ætli rólega helgin sé þá ekki á bak og brott hér með?

4 comments:

Anonymous said...

French Connection er fatalína og einnig ca. 30 ára spennumynd.
-Gauti

Anonymous said...

Til viðbótar við French Connection er styttingin UK (þ.e. á fatalínunni).

French Connection U.K. er síðan skammstafað FCUK, en þessir stafir saman minna á eitthvað allt annað.

Þrándur anti-tískulögga.

Anonymous said...

Fyrir áhugasama má benda á að hægt er að sjá auglýsinguna hérna - vegir internetsins er margir og góðir.

Svenni

Geir said...

GÓÐUR!!!!!!!!!!!!!