Thursday, February 09, 2006

Kvikindið í manni

Ég þarf að labba eftir u.þ.b. 20 metra gangi til að ná í kaffi. Á leiðinni mætir maður yfirleitt einhverjum að labba í gagnstæða átt (með kaffibolla í hönd auðvitað). Stundum getur þessi hittingur orðið svolítið vandræðalegur þegar menn keppast sín á milli um að horfa mátulega mikið í augun á manni og mátulega mikið framhjá. Menn hafa að öllu jöfnu auðvitað ekkert að segja hvorn við annan enda ekkert sérstakt tilefni annað en kaffiþorsti sem hvatti til hittingsins. Samt mætast þeir.

Kvikindið í mér hefur verið að gera nokkrar samfélagslegar tilraunir með í þessum aðstæðum. Ein er sú að horfa grafalvarlegur - jafnvel reiður - á þann sem labbar á móti. Yfirleitt fæ ég furðulegan svip á móti; einhverja tilraun til að taka hinu illa augnaráði með léttri lund, brosa jafnvel.

Önnur tilraun felst í því að virka voðalega glaður, segja "go' morgen" á morgnana með bros á vör og labba rösklega framhjá. Engin spenna, aldrei spurning um hvert á að horfa, og yfirleitt brosað á móti og svarað í sama dúr til baka.

Þriðja tilraunin er að vera þvílíkt ofvirkur og jafnvel stressaður, labba mjög hratt, stefna beint í kaffið, hunsa allt sem er í vegi mínum. Þetta vekur yfirleitt jákvæð viðbrögð ef einhver því umhyggjusamir samstarfsmenn spurja mann hvort maður hafi mikið að gera og segja að "det er jo bare arbejde" til að fá mann til að róa sig.

En þetta var sumsé samfélagstilraun mín.

2 comments:

Anonymous said...

ætlaru að hitta mig álaugardaginn????

Geir said...

Komdu bara í pre-Þorrablótspartý, Gammel Kongevej 49, frá ca kl 18-19 og til ca 22:30-22:45, eða stingdu upp á tíma fyrr um daginn (via gmail)