Ég má til með að hrósa mér fyrir afköst og yfirferð í vinnunni í dag og í gær. Þetta kemur umheiminum að vísu lítið við, en þar sem þessi heimasíða er svolítil brú á milli minna einkahugsana og umheimsins þá læt ég bara flakka.
Nú er ég búinn að losa mig við hinn viðbjóðslega vafra Firefox og kominn í Operuna mína aftur eftir langt hlé. Í einstaka neyðartilfellum (t.d. tilfelli Gmail) er það svo gamli góði Internet Explorer sem fær að ráða. Ég skil ekki þessa einlægu ást á Firefox þótt ég sjái auðvitað marga kosti við þann vafra umfram hinn steinrunna IE.
Ég þyrfti eiginlega að skrifa grein sem tengist sveitastjórnarmálum á einhvern hátt. Þetta er vandasamt verk enda um yfirmátaleiðinlegt viðfangsefni að ræða. Mér finnst sveitafélög vera jafnnauðsynlegur hluti af samfélaginu og háskólastofnun sem sérhæfir sig í kynjafræðum og slík stofnun verður seint efni í grein hjá mér. En kannski einhver geti veitt sveitafélagstengdan innblástur? Það væri ekki verra.
Ég var víst búinn að lofa (í fjarveru áhuga nokkurs á slíku) fyrir- og eftir-klippingu myndum af mér. Það kemur.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Sveitafélagi innblásturinn er ókláruð pæling um samkeppni innan landsins um fólk með sem hagkvæmasta rekstri sveitafélagsins svo útsvarið, hluti tekjuskattsins, verði sem lægst, ásamt samkeppni um fasteignaskatta og slíkt.
Post a Comment