Sunday, June 18, 2006

Sunnudagsskvaldur

Ákveðið reynslulögmál er að fæðast á þessari síðu: Því fleiri sem langar færslur eru, því færri eru athugasemdirnar við hverja þeirra (einnig þær styttri). Ég veit sjálfur hvað langar færslur geta oft virst fráhrindandi og því kemur þessi niðurstaða lítið á óvart, og fagna henni raunar því minnkandi lesendahópur gefur aukið hugrekkis-svigrúm fyrir opinskárri skrif.

Ég og Baldur sambýlingur misskildnum eitthvað útflutningspartý íbúðarinnar í gær sem var kannski bara allt í lagi því ég var á báðum áttum með stemmingu (fyrst og fremst þá líkamlegu). Þeir Østerbro-bræður Palli og Tommi (hljómar eins og nöfn úr lélegri barnabók?) eru alltaf hressir.

Í gær fékk ég afhenta lykla að lítilli stúdíó-íbúð á Amager og hér með tilkynnist það þá að ég er orðinn íbúðareigandi í Danmörku. Seinasti pappírinn rétt svo náði í undirskrift í gær áður en langar og e.t.v. óafturkallanlegar seinkanir hefðu komist á ferlið svo þetta stóð tæpt.

Búið að gerast ansi hratt - svo hratt að ég trúi því eiginlega ekki enn. Ég skoðaði plássið þann 24. maí (í um korter), og núna um þremur vikum seinna er öll skriffinnska frágengin og undir bönkum og öðrum slíkum stofnunum komið að frelsa eitt lán á kostnað annars. Ég held ég hinkri samt með að flytja inn á meðan við rýmum út úr íbúðarflæminu sem ég deili núna með 5 öðrum manneskjum.

Núna tekur við skyldaður hjólatúr. Ágætt í heiðskýrunni og 20 stigunum.

6 comments:

-Hawk- said...

Til hamingju

Anonymous said...

Lykke

Þrándur

Anonymous said...

Hommi... tjelling og auli. Í einu orði sagt, svikari!

Hvar er Krak eða google.maps hlekkurinn?

Og hvenær er innflutningspartýið?

Drekaflugan said...

Hérna kemur eitt komment. Til hamingju með íbúðina! Á ég að fara kalla þig granni, þeas ná-granni?
hvernig fór með miða á Hróa? Ég lenti í sama veseni en plöggaði mig bara í vinnu á hátíðinni...

KV
Gunnar Páll

Gauti said...

Til hamingju Geir! Ekki láta þig svo vanta á Roskilde!

Geir said...

Takk - takk - fokk'off, og fljótlega - hæ granni! - takk, þetta reddast.