Friday, August 04, 2006

Fjas á föstudegi

Morgunstund gefur gull í mund svo sannarlega. Var sofnaður fyrir kl 21 í gærkvöldi og mættur til vinnu rétt um kl 7 í morgun og ekki vottur af þreytu í mér. Ég verð hreinlega að taka fleiri svona daga. Hætta snemma, eyða síðdeginu í eitthvað afslappandi (t.d. kaupa ryksugu, fara í bankann, kíkja til sjóntækjafræðings og drekka bjór).

Orðið "deit" (óháð stafsetningu) er hér með gert útlægt sökum hátíðleika.

Kannski ég mæti til vinnu á morgun. Það var svo friðsælt hérna seinast þegar ég mætti á laugardegi og gerði það að verkum að vikan varð örlítið afslappaðri með örlítið grynnri verkefnabunka.

Til að útskýra Frakka-óþol mitt: Ég er meira og minna fastur í verkefni hjá hálf-frönskum viðskiptavin (verktaki) sem aftur er viðskiptavinur fransks fyrirtækis (olíufélag). Frakkarnir hjá þessum fyrirtækjum eru í miklum slag þessa mánuðina sem aðallega snýst um að halda aftur af upplýsingum sem hinum vantar og krefjast þess að skýrslur og skjöl komi út í ákveðinni röð sem er síðan gerð ómöguleg því ef skýrslu A vantar upplýsingar en skýrslu B ekki þá getur skýrsla B ekki komið út ef kúnninn vill fyrst fá að lesa skýrslu A.

Frakkar elska skrifræði og ég þoli það ekki. Þeim er í sjálfu sér sama hvaða vandamál koma upp eða hvaða flækjum þarf að greiða úr; þeir vilja bara fá skýrslu A áður en þeir fá skýrslu B.

Ég gæti haldið endalaust áfram en niðurstaðan er sú að Frakkar eru búnir að sýna mér í verki hvers vegna þeir eru búnir að eyðileggja efnahag sinn og samfélag (ef franskir verkfræðingar eru eins og ég hef upplifað þá kemur mér ekki á óvart að Frakkar almennt séu 10x verri).

Fyrir forvitna um "vísinda"umræðu gróðurhúsaáhrifanna vil ég endilega benda á þessa lesningu og þessa (osfrv osfrv) og endurtaka eftirfarandi orð áhrifamikils maðurinn-er-að-hita-jörðina-fræðings: ""We have 25 or so years invested in the work. Why should I make the data available to you, when your aim is to try and find something wrong with it?"

Allt lesefni sem ég bendi á er af sömu síðu en það ætti bara að gera lesninguna enn fróðlegri fyrir þá sem treysta á fjölmiðla til að segja sér fréttir af gróðurhúsavaldandi áhrifum mannsins.

Núna verð ég eiginlega að drífa mig af vinnustaðnum áður en stjóri leggur enn eitt verkefnið á borðið mitt áður en hann fer sjálfur í frí. God weekend!

3 comments:

Anonymous said...

Stefnumót 11. ágúst 2006

Sóttur á flugvöllinn af fallegri konu í stuttu pilsi.

Skolar flugþreytuna af þér í Bláa Lóninu með fallegri konu í efnislitlum sundfötum.

Hendir draslinu þínu heim til „mömmu“, fallega konan felur sig einhvers staðar á meðan.

Sjænar þig til og kemur í hápólitískt partí til Ólafs Ragnars (Afganistan ekki forseta).

Jói Ben said...

Mmm... Fjóla... Ég þekki þig ekki neitt, en... Mmm... Má ég koma líka?

Geir said...

Þið eruð svo ágæt öll.