Ísland er ekki búið að svíkja, hvorki fólkið né landið. Það er þá helst ég sem er búinn að svíkja en það angrar mig lítið í bili.
Ég skil ekki þetta kvart og kvein út af íslenska sumrinu - hér er búið að vera rjómablíða síðan ég lenti á föstudaginn! Undantekningin er örfáar skúrir og smá rok um daginn en ekkert til að æsa sig yfir.
Það er von fyrir Flokkinn, kannski!
Þótt Íslendingar rakki land sitt og landa mikið niður þá verð ég bara að segja eftirfarandi: Ísland er svalara og fallegra en Danmörk nokkurn tímann. Gallar Íslands tengjast því fyrst og fremst hvað það er fámennt sem hefur vissulega áhrif á hugarfar og einnig atvinnulífið. En Ísland er kúúúúl.
Kannski var ég að bjarga tölvu mömmu frá hægum dauða núna. Gott hjá mér. Hótel Mamma er frábært hótel. Getur einhver sagt mér af hverju ég flutti að heiman til að byrja með?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Þú fluttir að heiman til að geta hömpað stelpurnar í friði.
Eða sumsé, til að geta verið í friði frá foreldrum í langtímasambandi. Svokallað "þroskamerki" þótt lítill þroski sé þar á ferð.
Eða til að líta ekki út eins og Ítali.
eða..
Þetta þótti allavegana geysisniðugt á sínum tíma.
Ekki, nei?
Þrándur
Allt góðar kenningar. Þetta með Ítalann hefur vinninginn hjá mér. Ég geri margt til að vera sem ólíkastur fólki sem talar móðurmál af latneskum uppruna.
Mér skildist að þú hefðir verið rekinn af heiman! Sennilega fyrir að horfa of mikið á systur þína og koma með of ungar konur heim, en þetta er bara sagan á götunni!
Þær voru nú ekki mjög margar of ungar. Reyndar man ég bara eftir einni - systur þinni!
Þetta er lögreglan í Bangkok. Við ætlum að biðja þig að koma í yfirheyrslu vegna ótiltekins glæps.
Yen
Yfirvarðstjóri
Post a Comment