Monday, August 21, 2006

Stiklur

Ég verð víst að skrifa eitthvað hjá mér svona upp á minningavarðveisluna.

Líkaminn er í hakki núna og efast ég um að áfengi muni snerta mínar varir í dágóðan tíma (eða þar til ég er hættur að kúka á ca 3 klst fresti og búinn að hósta úr mér tjöruleðjunni í lungunum). Að sjálfsögðu var djamm á föstudaginn og að sjálfsögðu á menningarnóttina en lítill svefn (t.d. í sófa Gauta milli kl 8 og 11 á sunnudagsmorgun) og mikið þamb seinustu daga (t.d. miðviku- og fimmtudagskvöld) hefur nú loks tekið sinn toll.

Annars eru seinustu dagar búnir að vera ákaflega ágætir. Margt öðruvísi en planað, en ekkert við því að gera. Annað nýtt á planinu, og bara hægt að kalla það jákvætt. Nú er bara að einbeita sér að hvíld í sem ódrukknustum félagsskap á seinustu frídögunum svo maður byrji ekki vinnuvikuna á að óska sér hvíldar og frídags.

3 comments:

-Hawk- said...

Þetta lítur ekki út fyrir að þú ætlir að skella þér á Ölympics. Þín verður saknað.

Anonymous said...

og hvað.. hittiru ekkert katrínu??;)

Geir said...

Jú mikil ósköp. Það var ljómandi!