Wednesday, December 20, 2006

Fjas út í eitt

George W. Bush var kjörinn forseti árið 2000 og fram á árið 2004 jókst útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum um 2,1%. Á sama tíma jókst útblásturinn um 4,5% í Evrópusambandsríkjunum 15. Það væri gaman að heyra hvað vinstripressan í Evrópu kallar Evrópusambandsríkin nú þegar það liggur fyrir að þau hafa aukið útblásturinn tvöfalt meira en Bush. Þetta gerðist þrátt fyrir meiri hagvöxt og tvöfalt meiri fólksfjölgun í Bandaríkjunum en Evrópu á þessum tíma. (#)
Alltaf gaman að geta slengt fram tölum sem ganga þvert á goðsagnir umræðunnar en að sama skapi alveg innihaldslaust. Menn geta jú valið og hafnað tölum. Tölurnar sem ég valdi núna hefðu t.d. ekki birst hérna ef þær hefðu verið á hinn veginn. Þá væri goðsögnin sönn og ekkert gaman.

Ýmsir mælikvarðar efnahagslegs frelsis (1 2 3) væru sömuleiðis vopn í höndum vinstris frekar en hægris ef hægt væri að sýna fram á að líf lengjast og batna þegar efnahagsfrelsi er traðkað niður af ríkinu. Vinstrimenn reyna í staðinn bara að labba í kringum þá neikvæðu mynd sem ákveðin tegund tölfræði sýnir hugmyndafræði þeirra í ,t.d. með því að blanda saman hugtökunum "fátækt" og "jöfnuður" með því að nefna Gini-stuðulinn sem einhvers konar mælikvarða á lífskjör og velsæld). Einnig að misskilja t.d. það sem raun og veru er mælt þegar reynt er að troða efnahagsfrelsi inn í tölulegan kvarða. Dæmi:

Land A er með galopið hagkerfi, engar viðskiptahömlur, engar reglur, enga opinbera staðla, engar opinberar kröfur á eitt né neitt í viðskiptum, sterkt dómsvald, vel varinn eignarrétt. Fær fullt hús stiga á mælikvarða efnahagsfrelsis hvað þetta varðar. Leggur hins vegar 99% skatt á öll fyrirtæki og fær botneinkunn þar.

Land B er með víggirt landamæri. Ekkert fer inn eða út, hvorki fjármagn né varningur. Allt sem er framleitt innan landamæranna er háð ströngustu skilyrðum og er umvafið miklu skrifræði. Fær lélegustu einkunn hvað þetta varðar. Hins vegar er 0% skattur á fyrirtæki. Toppeinkunn þar.

Hvernig ætla menn sér að bera þessi tvö lönd saman og fá einhverja skynsamlega niðurstöðu? Það er ekki hægt. Samt er það gert. Vegna þess að það er gert trúa sumir að skattbyrði Svíþjóðar sé ekki til vandræða fyrir hagkerfið þar, af því efnahagsfrelsi "mælist" þar mikið. Einnig eru þeir margir sem skilja ekkert í því af hverju Danmörk og Ísland "mælast" of með svipað mikið efnahagsfrelsi þegar svo margt skilur hagkerfi landanna að. Það er vegna þess að Ísland skorar hærra en Danmörk í skattbyrði en lægra í frelsi til viðskipta við útlönd og þannig útjafnast munurinn. Svo er verið að bera þessi lönd saman með einni tölu!

Sveiattan segi ég. Meira segi ég samt ekki í bili.

5 comments:

Anonymous said...

Orðræða........


Ég vil að þú breytir hugsunarhætti þínum frá orðræðunni og að aðgerðum. Ég veit að þú ert ekki með lausnir eða neitt þannnig en málið er að þú ættir frekar að fjasa um skref í rétta átt staðinn fyrir að vera alltaf með útópíun-orðræðu-fjas.

Geir said...

Mér dettur nú í hug að álíta árás mína á talnasöfnun sem árás á orðræðuna og hvatningu til þess að auka áhersluna á það sem er raunverulega í gangi hjá einstaklingum frekar en að hrúga mannkyninu saman í hópa sem aðgreinast með landamærum. En það er nú bara álit.

Annars er maður sosem alltaf með aðgerir, td. keypti ég bjór í dag og renndi þar með frekari stoðum undir rekstur bjórframleiðanda sem uppfyllir kröfur mínar sem neytanda.

Geir said...

Aðgerðir eru samt ágætar. Til að auka frelsi einstaklinga til að grípa til hvaða aðgerða sem þeir vilja er nauðsynlegt að gera eftirfarandi:
- Lækka skatta
- Fækka ríkisstofnunum
- Einkavæða ríkisfyrirtæki
- Lempa lög og fækka þeim
Flóðbylgja aðgerða fer svo eftir vilja og getu þeirra sem vilja grípa til slíkra.

Jess! Ég er orðinn aktívisti!

Anonymous said...

Enn orðræða..........þú gúffar ekkert kökuna í einum bita, þarft að skera hana í sneiðar og tyggja hvern bita.......og kyngja.... og passa þig á að fylla magann ekki of til þess að æla henni ekki upp - þá er allt unnið fyrir gíg (nema að þú sért bulemíu orðræðu fyrirsæta)!!!

Við ræddum þetta um daginn, nóg af þessu frjálshyggju-fjasi.....einblína á eitthvað ákveðið málefni og láta verkin tala!!!!! Þú minnir mig stundum á Gow!!

Anonymous said...

Samt krútt sem mér líkar vel við, hehe! Já og yndi.