Sunday, December 17, 2006

Hverju missti ég af?

Síðan hvenær eru Stalín, Maó, Kastró, Hitler, Frankó, Tító og Mussólíní ekki alræmdustu einræðisherrar samtímans? Pinochet er vissulega meðlimur þessa ófrýnilega hóps en efstastiginu nær hann varla.

5 comments:

Anonymous said...

Eins og oft áðurÞ ég skil ekkert hvað þú ert að blanda þessum annars ágætu mönnum inn í þetta því það er hvergi í þessari grein talað um að Pinochet sé verri einræðisherra en þeir sem þú telur upp.

Vissulega eru hinir alvondir, morðingjar og allt það en greinin snýst ekki um þá; helst lítur þetta út eins og útúrsnýningur frá skrifunum sjálfum miðað við hvernig þú setur þetta fram.

Anonymous said...

Fyrirsögnin segir það .....Alræmdasti einræðisherra samtímans.....

Hitler hálfpung og Maó myndi ég setja efsta á lista, ef lista ætti að gera!!!!

Geir said...

Já þetta með fyrirsögnina í efsta stigi fannst mér einhvern veginn vera svo samanburðarlegt, eins og kallinn sé sigurvegari í vondukallakeppninni að mati Múrverjans, og ég ekki alveg að kaupa það.

Anonymous said...

Ég set greinilega algerlega aðra skilgreiningu í orðið samtímans en þú.

Sá eini af þeim sem ég myndi telja til samtímans er Kastró, sem bæði á lífi og við völd.

Aftur á móti ef þú hefðir ætlað að fara beint í fyrirsögnina þá hefðu hefði verið svo auðvelt að finna dæmi til að styðja mál þitt í stað þess að draga löngu dauða og fallna einræðisherra inn í þetta.

Minni listi: (Skv. þeirri skilgreiningu að samtími er eitthvað sem er núna eða nýlega, það er nýbúnir að vera við völd eða nýlega á lífi)

1. al-Bashir
2. Than Shwe
3. Mugabe
4. Kim Jonh-il
5. Foday Sankoh
6. Teodoro Obiang
7. Soeharto
8. Charles G. Taylor
9. Jonas Savimbi
10.Pinochet

Ég er ekki sammála múrnum, en þú fórst auðveldustu leiðina í að gagnrýna þá, í stað þess að rýna betur í hvað þeir eru að segja.

Fyrirsögnin er aðkallandi en ekkert minnsta frekar á það í greininni, og fyrir það á að gagnrýna ríkulega en með réttum rökum.

Að hlaupa alltaf til Stalín, Lenín og Maó (sem er hætt að kenna í Kína núna) er of auðvelt.

Ef þú samþykir að Albert Einstein sé merkilegasti maður samtímans þá stenst aftur á móti þín skilgreining á samtímans, en eins og oft áður, þegar einn sér glæsikerru sér annar druzlu.

Geir said...

Það er naumast.