Í dag er greinilega dagur sem á að fara í taugarnar á mér. Samstarfsfélagar eru síkjaftandi í kringum mig, stundum um stress, stundum um eitthvað vinnutengt, stundum um eitthvað úr einkalífinu, stundum sín á milli og stundum í síma. Þökk sé háværri tónlist í heyrnatólum tekst að útiloka lætin en gallinn er sá að það er alltaf einhver að reyna segja mér eitthvað og heldur að ég heyri. Hef þó leiðrétt það hér með.
Mér sýnist í fljótu bragði að hvorki meira né minna en þrír mismunandi menn vilji ákveða hvað ég eigi að gera í vinnunni, og allt á sama tíma helst. Þá er nú gott að vita hver af þeim ræður formlega og bara salta óskir hinna. Gott fyrir taugarnar en ekki samviskuna.
Núna er ég virkilega byrjaður að hlakka til að ákveðinn samstarfsmaður fari heim. Hann er búinn að fjasa í öðrum samstarfsaðila í klukkutíma samfleytt um hvað virkar og hvað virkar ekki innan fyrirtækisins án þess að hugleiða þann möguleika að það fari einfaldlega of mikill tími í að velta því fyrir sér af hverju ekkert gerist og of lítill í að gera eitthvað í því.
Danir eru hér með úrskurðaðir lausir við allt sem heitir skilningur á hagfræði. Lesendabréf í einu sorpblaðanna í dag spyr, "hvor viljum við skattalækkanir eða bætta þjónustu í heilbrigðiskerfinu?", eins og ekkert sé sjálfsagðara! Ef fjáraustur væri lausnin þá væru hundruð Dana ekki að deyja á biðlistum hins opinbera á hverju ári. Ef háir skattar væru ávísun á háar skatttekjur þá væru Danir líklega með ríki sem gæti stundað fjáraustur á öllum sviðum, en ekki bara þeim sem það stundar fjáraustur á í dag.
Umræður á Íslandi eru nú oft á lágu plani líka, með eða án minnar þátttöku.
Jólahlaðborð vinnunnar er á föstudaginn og menn að orðnir ansi heitir fyrir því. Í fyrra var gríðarlegt fjör enda hefur ótakmarkað magn af bjórum, skotum og víni í 6-7 klukkutíma oft góð áhrif á stemminguna.
3 milljónir danskra króna á metra. Það er metið.
Heildarútblástur koldíoxíðs í Bretlandi á ári svarar til þess sem útblástur koldíoxíðs eykst um í Kína - á ári! Að lesa um "nauðsyn" þess að Bretland ausi reglum og grænum sköttum yfir sjálfa sig til að minnka orkunotkun (og skerða lífskjör) er broslegt í því samhengi. Nær væri að snarauka framboð olíu á heimsmarkaði og gera hana aftur samkeppnishæfa við skítugu brúnkolin sem Kínverjar eru sífellt að auka notkunina á til að knýja orkuver sín.
Armed Gays Don't Get Bashed.
Offshore!
Ég heyrði fyndna sögu um daginn: Sovéskir embættismenn ákváðu einhvern tímann, á verðlagsstjórnarfundi, að barnamatur væri góður og ætti þar með að vera ódýr en vodka væri vondur og ætti þess vegna að vera dýr. Niðurstaðan? Hvergi barnamat að fá, og vodki á boðstólnum alls staðar! Lexían? Hugsi nú hver fyrir sig, en biðlistar á sjúkrahúsum versus allt morandi í lúxusbílum og jeppum á Íslandi ættu að vera gagnleg vangavelta til að hafa í huga.
Jæja nóg fjas. Heim vil ek!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
Dæmi um Kína og brún-kolin er afspyrnu dapurt því Kínverjar eru 9. mesta þjóðin í heimi í notkun á Brúnkolum með lönd eins og Þýskaland og Bandaríkin fyrir ofan sig.
Þetta snýst um að skapa fordæmi, það er eitthvað sem Frjálshyggjan getur ekki útskýrt; peningar hljóta að leiða menn að því að bjarga heiminum einhvern tíman, það liggur í augum uppi, eða var það þannig að heimur ekki versnandi fer.
Ég er búinn að gleyma hvað er vinsælast þennan mánuðinn í frjálshyggjunni.x
Já, ég véfengi það ekki að í dag er Kína í x-sta sæti brúnkolanotenda í heiminum. Kína er samt eitt hraðast vaxandi hagkerfi heimsins, 3x hraðari vöxtur en það sem kallast "góðæri" í USA og 4x það sem ESB kallar "vöxt" yfirleitt.
Ef fordæmið er það að hækka verðið á ódýrustu orkugjöfunum miðað við það verð sem er búið að skrúfa aðra orkugjafa upp í þá sé ég ekki hvar sá eltingaleikur endar öðruvísi en með endanlegri alheimsríkjandi verðstýringu á orkulindum, og sú verðlagsstýring endar eins og aðrar; með skorti og svartamarkaðsstarfsemi, í versta falli á stöðnun eða hjöðnun. Ég er þó hugsanlega að láta söguna og hugsjónina blinda mér sýn núna.
Vinsælast þennan mánuðinn hjá frjálshyggjunni; efnahagslegt frelsi - mismunurinn á súru regni og hlutlausu.
Einhversstaðar las/heyrði ég að Kína væri sú þjóð í heiminum sem notaði mest af kolum. Man ekki hvar það var, en minnir að heimildin sé úr þætti á CCTV 9.
Er þetta tóm steypa eða ?? Er verið að eltast við smáaura með því að nefna brúnkol sérstaklega en ekki "kol" (sem innifela brún-/stein-/ og viðarkol og hvað þetta nú allt heitir...).
Þrándur
Fordæmið er að reyna að vernda umhverfið, og þú veist það, þetta kemur verðstýringu ekkert við. Ekki frekar en að neyða kolaver í evrópu að setja upp skiljur til að koma í veg fyrir Arsenic í andrúmsloftinu.
En auðvita átti bara að leyfa fyrirtækinu að ráða hvort það myndi setja Arsenic skiljur upp, eða fólk gat bara flutt eða haldið sig innan dyra. Þú hefur jú rétt til að gera það sem þú villt á þinni lóð.
Þrándur: Brún kol er versta tegund orku, mig minnir að fyrir hvert kíló af brúnkolum losnar um 8 til 11 kíló af koltvíoxungi út í andrúmsloftið, hefur lágt orkugildi og er því ALDREI fluttur milli landa því það borgar sig ekki að keyra hann og eyða orku í það (bíll-lest-ganga). Brún kol = slæm kol.
Þýskaland, Bandaríkin, Pólland, Tékkland er þar allra verst.
Post a Comment