Á síðustu dögum hafa ýmsar skemmtilegar pælingar heyrst og hugsanir komið upp sem gætu haft þónokkur áhrif á þróun næstu ára hjá mér.
Í fyrsta lagi hef ég ákveðið að gerast einstæður faðir. Þetta kemur til af því að ég fæ klígju ofan í maga við tilhugsunina að búa aftur saman með konu/kærustu, en hef engu að síður ákaflega góða tilfinningu fyrir föðurhlutverkinu. Nú er bara að finna eitthvert leigulegið til að kýla á þetta.
Í öðru lagi er vel hugsanlegt að ég taki einhverja lengri skorpu á Íslandi í náinni framtíð. Nei ég er ekki að tala um að flytja "heim", heldur að taka kannski hálfs árs leyfi frá vinnunni úti og vinna á Íslandi á meðan. Kannski næstu Alþingiskosningar verði hafðar í huga þar ef eitthvað hressandi kemur fram á sjónarsviðið þar.
Í þriðja lagi er Ísland alveg eins og ég mundi eftir því, en aðeins betra ef eitthvað er. Fólkið er ennþá fallegt (fallegra er eitthvað er), veðrið er skítur eins og það á að vera og verðlag er himinhátt og yrði við lengri dvöl á skerinu líklegt til þess að gera mig bæði óháðan nikótíni og áfengi. Note to self: Græja smyglara við lengri dvöl á Íslandi. Tek við leynilegum ábendingum á hvaða formi sem er.
Í fjórða lagi hefur DV á morgun verið fyllt með nokkrum orðum um skattsvik, og Fréttablaðspistill verður vonandi skrifaður og prentaður fyrir brottför til DK 3. janúar.
Fleira var það ekki í bili.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Fótbolti hjá Svenna núna!
Ekkert rugl að flytja heim, þú mátt flytja í 6 mánuði þegar ég fer að skrifa verkefnið mitt í einhverju vanhæfu landi eftir 1 ár í fyrsta lagi ;)
Svona, svona. Ekki dæma allt kvennfólk á dönskum hippa sem þú bjóst með. Við erum eins fjölbreyttar og við erum margar. ;)
P.S Takk fyrir síðast. Held ég hafi alveg gleymt að kveðja þig þarna eftir að við dönsuðum í kringum jólatréð og spiluðum mjög langdregið spil. ;D
Daði: Comment-kerfið á þessari síðu er gríðarlega seinvirk leið til að segja mér frá fótbolta. Skamm!
Ingigerður: Ég hef nú búið með nokkrum konum í mismunandi búsetuformum og niðurstaðan er sú sama - einstæður faðir!
Post a Comment