Monday, December 19, 2005

Hjálp!

Nú hef ég lagt mikið upp úr því að reyna lesa allan fjárann um meinta hitnun jarðar og áhrif mannsins á hana, en samt tekst dönskum dagblöðum í sífellu að slá mig utan undir með einhverju sem "allir" vita en ég hef aldrei heyrt um. Dæmi:
Der er bred enighed blandt forskerne om, at 2/3 dele af den globale opvarmning er menneskeskabt, mens den sidste tredjedel er skabt af naturen selv. (#)
Sumsé, "almennt samkomulag" um að maðurinn er valdur af 2/3 af hitnun jarðar, en afgangurinn er náttúran sjálf að verki. Nú tekst varla að mæla þessa hitnun og hvað þá greina hitasveiflur í andrúmsloftinu á síðustu 30 árum frá þeim sem hafa átt sér stað á síðustu 100, 500 og 1000 árum. Hvernig fara menn þá að því að skipta meintri varla mælanlegri hitnun síðustu 30 ára upp í þrjá hluta og úthluta náttúrunni einum en manninum tveimur?

Hjálp óskast til að skýra þessi töfrabrögð út.

5 comments:

Anonymous said...

2/3 er að sjálfsögðu falleg tala, hærri en hálfur og einfalt talnabrot sem flestir þekkja. Því er niðurstaðan augljós.

Hvernig dettur þér í hug að efast um þetta?

Þrándur

Burkni said...

Ímyndum okkur um stund að það muni skila umtalsverðri aukningu á gróða í hendur á einkaaðilum að viðurkenna gróðurhúsaáhrif og taka á þeim (byggt á sömu gögnum og liggja fyrir í dag) og á frjalshyggja.is væri það mál málanna.

Hver væri þá afstaða þín, Geir?

Burkni said...

PS Ég skal alveg taka undir það að það getur vel verið að talan 2/3 sé víðs fjarri sannleikanum, enda mikil óvissa í þessum útreikningum eins og allir vita. Held að rétt gildi sé þó aðeins fjær núllinu en margir vilja meina.

Geir said...

Það að eitthvað skili einkaaðilum gróða og sé skoðun meirihluta félagsmanna í einhverju félagi sem ég í augnablikinu tilheyri hefur vonandi lítil áhrif á afstöðu mína.

Það að lífskjörum almennings sé fórnað á bál heimsendaspádóma og mjög vafasamra fullyrðinga sem aftur byggjast á mjög varlega afgerandi niðurstöðum mjög óafgerandi mælinga er hins vegar eitthvað sem ég læt vefjast fyrir mér.

Hin afstaðan, að hafa einhverja skoðun AF ÞVÍ hún grefur undan mætti einkafyrirtækja "sem græða" er mér aftur mjög í móti skapi.

Burkni said...

Auðvitað ber að mynda sér skoðun á hverju máli byggt á staðreyndum hvers máls, ekki á skoðunum annarra, og allra síst e-a misgáfulegra hagsmunahópa.

Það gleður mig mjög ef þú notast við ofangreinda aðferð við myndun skoðana og enn frekar ef þú berð hagsmuni jarðarbúa fyrir brjósti.

Hitt er annað mál að mér þykir þú oft ansi snöggur að taka upp málstaði sem bera keim af hagsmunum eignamikilla aðila vestan hafs ... og þetta er eitt af þeim!