Ísland á miðvikudaginn. Ótrúlega stuttur tími á dagatalinu. Ótrúlega langur tími miðað við það sem þarf að klárast áður en ég sit í flugvél á leið á Klakann.
Julefrokost með vinnunni á föstudaginn var ánægjulegur viðburður og ölvaður svo ekki sé meira sagt. Þökk sé kerfinu sem var notað til að blanda fólki saman á borðin (svo klíkumyndun sé í lágmarki) þá lenti ég við hliðina á stjórnarformanni fyrirtækjasamsteypunnar sem á helminginn í fyrirtækinu sem ég vinn hjá. Ég held ég hafi sloppið nokkuð skrámulaus frá þeim samskiptum.
Er ekki ljóst að allir sem partýi geta valdið munu halda partý á tímabilinu 22.des-2.jan.?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Partý á jóladag í Goðheimum! ;)
Hóhóhó segi ég nú bara við því, nema auðvitað að fjarvera mín í fyrra hafi valdið stólaskiptum í þeirri deild.
Post a Comment