Hérna lætur maður að nafni Eiríkur Örn Norðdahl ýmis ófögur orð falla um mig, en spyr sig einnig að því hvað ég hef fyrir mér að kalla Chile kapítalíska vin í annars sósíalískri eyðimörk Suður-Ameríku. Því er sjálfsagt að svara:
Chile er frjálst land á marga vegu. Um það deila fáir. Sjá til dæmis hér og hér.
Bólivía kaus nýlega yfir sig sósíalista sem ætlar að þjóðnýta auðlindir lands síns (og leyfa kókaínræktun svo fólk eigi betur með að gleyma fátækinni sem ekki mun minnka í kjölfarið). Í Venseúela er Hugo Chavez á góðri leið með að senda land sitt aftur til bronsaldar, en getur þó frestað því á meðan hann er enn með olíu til sölu á hinum frjálsa markaði. Í Brasilíu er sósíalisti við völd en þó líklega meira í orði en í verki enda er Brasilía óðum að opna sig fyrir verslun og viðskiptum.
Í rauninni er nóg að kíkja á mælikvarða lítilli ríkisafskipta til að sjá hvað ég er að meina. Vonum nú að Eiki lesi þetta án þess að ég bendi honum á færsluna með pósti, enda hafði hann ekki mikið fyrir því að segja mér frá úthúðun sinni á mér og bað mig ekki um að svara hinni einföldu spurningu sinni.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment