Monday, January 09, 2006

Helgarhugleiðingin

Þriggja daga helgi lokið. Eftir sitja timburmenn, brunasár ofan við vinstri augnbrún, rýrari bankareikningur, systir í Danmörku, óvenjulega ánægjulegt fimmtudagskvöld og föstudagur og langur verkefnalisti af óvinnutengdum verkefnum fyrir vikuna. Heilsan hefur verið betri en það lagast af sjálfu sér eftir því sem líkaminn reglar svefn og losar sig við seinustu leifar af óhófi helgarinnar.

Þorrablót Íslendingafélagsins er handan við hornið. Ég þangað!

Depeche Mode-tónleikar handan við hornið með tilheyrandi bylgju góðra manna til Danmerkur. Ég þangað! Eru hefðbundin sæti og stæði uppseld úr því tónleikahaldarar eru byrjaðir að selja afsláttarsæti með skertu útsýni?

Ég er alveg gríðarlega ánægður með að vera búinn að eignast myndavél aftur. Af hverju var ég ekki búinn að kaupa eina fyrir löngu síðan? Hélt ég virkilega að myndavél væri ekki nógu nauðsynleg græja til að eiga? Mér skjátlaðist þar. Núna þarf ég hins vegar að ákveða hvernig ég vil birta myndirnar og í hve miklu umfangi þær verða almennt aðgengilegar. Eigum við ekki að reyna að hafa svolitla stjórn á þessu?

No comments: