Bloggerinn virðist vera eitthvað duttlungafullur þessa dagana svo ég nota tækifærið yfir morgunkaffibollanum fyrir eins og eina færslu.
Núna var ég að fá ósköp notalegt verkefni í vinnunni, eða starf "mentors" fyrir þann nýja sem byrjar í minni deild um mánaðarmótin. Mitt hlutverk verður að drekka kaffi, segja frá tölvukerfinu og hvernig hlutir á vinnustaðnum virka, kynna viðkomandi fyrir eitthvað af samstarfsfólkinu (svei því þar sem ég er lélegasti nafnamunari í heimi) og vera til staðar ef spurningar koma upp. Þægindaverkefni eins og þau verða þægilegust. Greinilegt að það á núna að treysta manni fyrir nýliðanum og kannski er ástæðan sú að ég komst skammlaust frá því að sitja undir ókeypis áfengi við hliðina á stjórnarformanninum (fráfarandi hér, núverandi hér) á sínum tíma.
Skínandi nýja tölva mín ætti að vera komin vel á veg í kerfinu núna. Ég hlakka til, svo ekki sé meira sagt. Hver ætlar að fá fyrsta nektarsjóvið með hjálp innbyggðu netmyndavélarinnar sem fylgdi mér að mér óvörum þar til eftir að ég var búinn að panta?
DV hefur engin viðbrögð sýnt við því tilboði sem ég gaf um að hefja skrif á nýju (gegn einu léttvægu skilyrði). Þeir um það.
Undur og stórmerki gerðust um daginn þegar Mannréttindadómstóll Evrópu úrskurðaði skylduaðild að verkalýðsfélagi, gegn því að halda vinnu á ákveðnum vinnustöðum, ólöglega. Auðvitað brást sósíalíska verkalýðsbáknið í Danmörku ókvæða við (á meðan önnur verkalýðsfélög fögnuðu), og kvaðst nú lenda í erfiðleikum með að tryggja erlendu vinnuafli í Danmörku "dönsk kjör". Hjal vinstrisins um "samræmd kjör" virðist ganga þvert á landamæri og nú orðið eina hálmstráið til að þvinga mismunandi einstaklinga undir sama hattinn án þess að spyrja leyfis fyrst. Ætli "samræmd löggæsla" verði einhvern tímann að röksemdarfærslu fyrir tilvist ríkisvalds?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment