Wednesday, January 25, 2006

Í miðri viku

Nýja, flotta, öfluga og fallega tölvan mín er æði. Hún malar meira að segja þegar hún er orðin of heit í stað þess að gefa frá sér hið kunnuglega þotuhreyfilhljóð ferðatölvunnar. Ég skellti mér á eins og einn Skype-aðgang og bætti við upplýsingarnar til hægri á þessari síðu. Mig vantar samt ennþá tala-í-gaur en vefmyndavélin ógurlega og varalestur ættu að hrökkva í bili.

Hugleiðing dagsins barst mér í nótt (nei ekki í draumi): Er rétturinn til t.d menntunar nokkuð annað en forréttindi sumra á kostnað annarra? Hef ég rétt á einhverju öðru en að vera látinn í friði á meðan ég virði rétt annarra til þess sama? Hvar eru endimörk hins jákvætt skilgreinda rétts? Liggja þau við menntun? Heilbrigðisþjónustu? Vatnsaðgang? Vega? Farsíma? Eru jákvætt skilgreind réttindi (rétturinn til einhvers) ekki gallað hugtak frá upphafi til enda?

Kannski DV verði mengað með þessu fjasi í þessari viku.

Hressandi "team building" hjá minni deild á föstudaginn. Þynnka á laugardaginn. Systirin í bænum yfir helgina. Hvít snjóbreiða yfir Kaupmannahöfn. Mjögott.

No comments: