Ætli maður verði ekki að tala létta hjalið á þetta líka svona endrum og sinnum (og benda á flotta mynd af flottri stúlku, t.d. henni Jessicu Ölbu sem er í alveg sérstöku uppáhaldi hjá mér þessa mánuðina).
Maginn er slappur og kroppurinn dofinn enda var drukkið og spjallað til tvö í nótt og farið á fætur kl 7:30 í morgun. Svona lagað hefði ekki verið neitt mál í gamla daga. Þeir dagar eru liðnir. Tilefnið var nú samt gott, eða það að systir mín var í bænum, og mottóið "you only live once" kom mínum gamla skrokki ansi langt.
Miði á þorrablót Íslendingafélagsins er kominn í hús. Nú verður ekki aftur snúið. En af hverju að draga sig á dýrt ball og drekka dýran bjór með einhverri einhverfustu grúppu Kaupmannahafnar, Íslendingum? Þetta er erfið spurning en svarið hlýtur að vera: Ég hlýt ennþá að geta hneykslað samlanda mína!
Mikið lætur hlýnun Jarðar standa á sér núna. Ég þurfti meira að segja að skafa bíl í morgun og ég á ekki einusinni bíl!
Nú er ég búinn að tala við bankann og veit u.þ.b. hvað ég get fengið mikið lánað til íbúðarkaupa og samt lifað af. Nú vantar mig bara að senda einn pappír til bankans og þeir að senda mér skriflegt vilyrði upp á að lána mér og þá er íbúðarkaupaferlið farið af stað á fullu með stefnuna markaða á flutninga í sumar.
Ég held, að þrátt fyrir allt, og þrátt fyrir allt sjálfsdiss Íslendinga um hvað þeir eru félagslega bældir og þunglyndir og hvað allt sé miklu betra í útlöndum, að þá séu hlutir bara ekki svo slæmir á Íslandi.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Til hamingju með þetta gríðarlega framfaraspor á síðunni!
Þá sjáumst við hressir.
kv,
Gyl.fi
Miss you
Post a Comment