Tuesday, January 24, 2006

Súmmað út

Nú segir ein ágæt fröken:
Pappírsgámar eru þannig útbúnir að það er nánast útilokað að ganga um þá nema með ærinni fyrirhöfn og óþægindum nema tveir séu við verkið.(#)
Sérstakir gámar fyrir sérstakt rusl eru engin nýjung (hafa t.d. fylgt iðnaðarsamfélaginu frá fyrsta degi). Hins vegar er söguleg nýjung fólgin í því að safna sérstaklega saman fullkomlega verðlausu og auðvelt urðanlegu rusli og rúnta með það fram og til baka um bæinn með ærnum tilkostnaði (skattgreiðenda).

Hin ágæta fröken kvartar yfir fyrirhöfn og vill enn fleiri söfnunarstaði fyrir pappírinn sinn, væntanlega á kostnað annarra en í raun á eigin reikning og annarra hugsanlega ekki eins borgunarglaðra. Hún ætti frekar að biðja sveitafélagið sitt að lækka útsvarið (t.d. með því að fækka sérstökum ruslrúntum og spara þannig) svo hún þurfi ekki að vinna eins lengi fyrir laununum og geti þess í stað notað sinn eigin frítíma til að burðast með ákveðið rusl á ákveðna staði.

Eða er e.t.v. pólitískt nútímalegra og geðþekkara að heimta að allir hlýði manni af því maður er að segja hið pólitískt rétta og vinsæla?

4 comments:

Burkni said...

Er ekki bara pólitiskt nútímalegt að afgreiða allt sem maður nennir ekki sjálfur að spá í sem e.k. rangfærslur og vinstrihjal?

Geir said...

En nú hef ég einmitt mikið spáð í endurvinnslu (og hendi t.d. sjálfur ekki batteríum í almenna ruslið) og veit sem er að það er til góð og gagnleg og oft nauðsynleg endurvinnsla en einnig endurvinnsla sem actually leiðir til meiri sóunar en hún sparar. Umræddur pappír er þar tvímælalaus efnilegur toppkandídat.

Burkni said...

Merkilegt - ég þekki umhverfisfræðinga (nei, ekki flokksbundna í Sovéska kommúnistaflokkinn og ekki í konjaksklúbb Fídels Kastró) sem eru ekki sammála þér um það.

Geir said...

Lesefni ALLTAF vel þegið, og alveg sérstaklega lesefni sem fjallar um kosti hins nútímalega fyrirkomulags á ruslarúntinum.