Þá eru nákvæmlega 6 klst þar til flugvél lendir á Kastrup með tvo mikla höfðingja innanborðs. Næstu dagar verða tvímælalaust mjög litaðir af því. Jafnvel svo litaðir að ég mun eiga erfitt með að lýsa þeim eftir á. Ölvun er á dagskránni og jafnvel eitthvað örlítið ferðalag til fjarlægrar eyju (Fjónar).
Eitthvað andleysi í vinnunni núna eftir hasar framan af degi. Ég er líklega kominn í frí núna, andlega!