Sunday, April 30, 2006

Sunnudagstilvitnunin

Á Vesturlöndum hefur samfélagsþróun undanfarinna alda verið í átt að minni stéttaskiptingu og meira jafnrétti. Þessi þróun hefur að einhverju leyti verið knúin áfram af samkeppni í efnahagslífinu. Kerfisbundið misrétti, kynja, kynþátta eða stétta kemur ekki aðeins í veg fyrir að allir séu metnir að verðleikum. Það kemur líka í veg fyrir að hæfileikar allra nýtist og er því óhagkvæmt, dregur úr samkeppnishæfni og hagvexti.
Atli Harðarson er alltaf sprækur.

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er góð athugasemd hjá Atla -- að rasismi og karlrembustefna er óhagkvæm efnahagslega. En hins vegar er ég ekki svo viss um að markaðurinn geti með tímanum útrýmt misjöfnum tækifærum. Það er, eftir allt saman, til fólk sem er svo fordómafullt að það væri bókstaflega til í að græða minna til að komast hjá því að ráða það fólk sem fordómar þeirra beinast gegn. Og ef fordómarnir eru ríkjandi, þá getur jafnvel frjálslyndur bisnessmaður lent í þeirri stöðu að það sé hagkvæmast fyrir hann að ráða ekki t.d. blökkumenn, því aðrir starfsmenn hans eru rasistar og vilja ekki vinna undir (eða jafnvel með) blökkumönnum.

En það er samt satt að markaðskerfi hlýtur að ýta undir "besti maðurinn í starfið" mottóið. Ef ég væri hluthafi í fyrirtæki, þá myndi ég auðvitað pressa á slíkt -- "the only colour the investor cares about is green".