Monday, April 10, 2006

Jahérna

Eins og allir sem þekkja mig vita þá les ég varla annað en eitthvað sem tengist stjórnmálum, skrifa varla um annað en stjórnmál (fyrir utan einstaka færslur á þessa síðu), hugsa varla um annað nema rétt á meðan ég er í vinnunni (varla það) eða er í hressandi samræðum við góða vini, og hugsa varla um annað en hvernig á að frelsa heiminn.

Ég var samt að ná ákveðnum hápunkti (lágpunkti?) í þessari fullkomnu andsetu minni. Á bloggsíðu ungfrú heims segir, í góðu glensi:

En ef maður hlýðir ekki skipunum frá sýslumanninum sjálfum.. hverjum þá..? (#)

Góð spurning. Fyrr í dag las ég eftirfarandi orð á gjörólíkum vettvangi (vitaskuld á reikning atvinnuveitandans), í lauslegri þýðingu minni:

Og þó, það sem gagnrýnendur ríkisvaldsins meina er að öllum lögum, meira að segja þeim sem virðast varla vera meira en leiðbeiningar og aðstoð, þarf að framfylgja með valdi. Þau standa fyrir að annaðhvort að hlýða eða missa allt frelsi. (#)

Þar með er búið að tengja hina ágætu fegurðardrottningu Íslands við ofur-stuttbuxna-anarkista-frjálshyggju-ofstækismennina sem skrifa á Mises.org. Hápunkti pólitísks ofstækis míns náð - enn sem komið er!

1 comment:

Anonymous said...

Það er ekki hægt að kommenta á færsluna hér fyrir ofan, svo hérna kommenta ég.

Það er aktually kónguló að skríða á þér núna, haha!

Mjög gott.