Við [í Vinstri-grænum] erum ekki tilbúin til að styðja stórfelldar landslagsbreytingar í þágu nýrra virkjana, einkum og sér í lagi þegar haft er í huga að við erum rík þjóð og getum vel þrifist án þessara virkjana. (#)Eru Vinstri-grænir þá tilbúnir að berjast fyrir því sem eykur auð Íslendinga án þess að það krefjist iðnaðar og virkjana sem framleiða orku fyrir hann? Til dæmis einkavæða fyrirtæki, lækka skatta, rýmka reglugerðir, minnka opinber afskipti af efnahagslífinu, afnema landbúnaðarstyrki og fjarlægja tolla og aðrar viðskiptahindranir?
Það yrði nú aldeilis saga til næsta bæjar, en líklega saga sem verður seint sögð.
2 comments:
Er kronan og island a leid til anskotans einmitt ut af virkjun sem margir vilja meina ad muni aldrei borga sig vegna nidurgreidds rafmagns til ad fa mengunn inn i landid?
-dadi
Kannski vondur vítahringur þar á ferð: 100 milljarða lán sett inn í hagkerfið, fé í umferð eykst, neysla eykst, vextir settir upp, hár vaxtamunur Íslands og USA/Evrópu laðar að spákaupmenn og aðra fjárfesta, magn peninga í umferð eykst ekk frekar, vextir hækka meira, neysla eykst, vextir hækka, slæm skýrsla frá Danske Bank slær á traust spákaupmanna, fé flýr land, króna veikist, verðlag hækkar... en hvur veit.
Post a Comment