Monday, April 03, 2006

Helgarsprokið

Helgarferðin til Íslands var þéttur, hressandi og skemmtilegur pakki sem verður fyrst og fremst afgreiddur með stikkorðategundinni enda margt að muna en lítil þolinmæði til að skrifa:

Klúbbur 110 - Gautateiti - bær - vakna hjá Gauta - blundur - Arnar (færð skyrtuna og beltið aftur þegar þú ert í DK) - Burkni og snilldarbrúðkaup - drekka, borða, drekka meira - bær - Þóra - drekka meira - vakna hjá Hersteini - Ómar og gjafakaup og ferming og Jói frændi - ónýtur í maganum - sofa í 3 tíma - og ég er ennþá ónýtur í maganum. Hvað var í þessum fermingarkökum eiginlega?

Ég náði ekki að hitta alla, og ég náði ekki að hitta marga aðra nógu oft né nógu lengi. Þetta fylgir svona helgum samt, og maður getur bara vonað að úr öllu rætist með hækkandi sól.

Vorferðalöngum er bent á að Kaupmannahöfn er óðum að hlýna

No comments: