Friday, December 01, 2006

MacDonals = kommúnismi?

Samstarfsmaður minn í dag mælti eftirfarandi snilldarathugasemd:

"Jeg synes MacDonalds er en slags kommunisme, alle har råd til at spise dårlig mad."

Fyrir dönskuþursa útleggst þetta nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:

Mér sýnist MacDonals vera einhvers konar form á kommúnisma, allir hafa efni á lélegum mat.

Hressandi og opnar augu mín á ýmsu sem viðgekkst í Sovétríkjunum þar sem allir höfðu jafnan aðgang að því sem við köllum lélegt og vont í frjálsu markaðssamfélagi.

5 comments:

-Hawk- said...

Ekki allir hafa efni á að borða MacDonald.

Anonymous said...

Ég held að fólkið í Sovétríkjunum sálugu hefði prísað sig sælt með Big Mac í hægri og kók í vinstri.

Anonymous said...

Mér finnst þessi athugasemd starfsfélaga þíns fyndin, á sama tíma og hún er frekar léleg.

En það er mín skoðun.

Þrándur

Geir said...

Hún er amk gríðarlega opin fyrir mistúlkunum

Anonymous said...

Þetta þykir mér nú ansi einsleit og fordómafull sýn eins og oft má sjá hjá ungum og óhörðnuðum mönnum. Hrokinn hleypur með margan manninn í gönur. McDonalds hefur ekkert með kommúnisma að gera heldur þveröfugt! Hér er á ferð hlutgervingur úrkynjunar og hnignunar frjálsrar samkeppni. Þess lélegri sem varan er þess meira græðir seljandinn. Það verður alltaf banamein kapítalismans; grðgin. Aðeins með stéttlausu samfélagi næst jafnræði meðal manna. Ég, ólíkt ungum hægrimönnum, hef í alvöru komið til Sovétríkjanna sálugu. Ég fór í sumarleyfi með móður minni sumarið 1985, til Sofia í Búlgaríu. Það voru dýrlegir dagar enda allt þar til fyrirmyndar í alla staði. Móðir mín fékk meira að segja þar tennur sem duga henni ennþann dag í dag. Ég hvet ykkur, ungu menn, til að kynna ykkur staðreyndir og reyna að sjá það jákvæða og bjarta í hlutum frekar en að einblýna sífellt á neikvæðni. Sleppum hæðni og skætingi. Þegar öllu er á botninn hvolft þá eru Sovétríkin líklega mesta hugmyndafræðilega bylting sem hefur átt sér stað í mannkynssögunni minnisvarði og staðfesting á yfirburðum mannsandans yfir örlögum sínum. Ég hvet ykkur til að lesa verk Leníns og skoða þessa hluti með óhlutdrægu hugarfari. Þið eruð greindir menn og greindur maður hlýtur að vera kommúnisti í eðli sínu. Hinir geta farið á MacDonalds. Lifið heilir.
Georg Bjarnfreðarson, stjórnmálafræðingur, sálfræðingur, uppeldisfræðingur, kennari og eylífðarstúdent í skóla lífsins.