Thursday, July 28, 2005

HREIN pólitísk og kaldhæðin færsla!

Varúð! Pólitík!

Hvernig fær maður fólk til að sóða ekki út götur og almenningsgarða og nota ruslatunnur og ganga vel um? Mismunandi fólk bregst við mismunandi skilaboðum og því þarf tvenns konar skilti til að tryggja góða umgengni.

Til frjálshyggjumannsins: Sýndu eigum annarra sömu virðingu og þínir vinir sýna þinni eign þegar þeir koma í heimsókn á þitt heimili.

Til sósíalistans: Gakktu um eins og þú gengur um heima hjá vini þínum þegar mamma hans stendur yfir þér tilbúin að refsa fyrir sóðalega umgengni.

Þessi tvískipting ætti að skila sér í tandurhreinum götum og miklum sparnaði í gatnahreinsun og viðhaldi. Allir ánægðir ekki satt?

2 comments:

-Hawk- said...

Og íhaldsmannsins:

Ekki rusla út, því mannstu... afi þinn gerði það ekki.

:)

Geir said...

Snilld!

..og til KRISTNA íhaldsmannsins:

Ekki sóða út því Jesú gerði það ekki.