Það er meira hvað svimandi þreyta getur verið hressandi. Mér líður eins og ég sé á einhverju dópi - sljór, í góðu skapi og pakkfullur af koffíni. Kannski ég sofi lengur næstu nætur en fyrri nætur. Þó ekki...
Nú er vinnan heldur betur komin á fullt eða að komast á fullt. Nú stefnir í yfirvinnu og læti. Ég hafði verið varaður við en ég hélt að þetta væru bara sögusagnir. Svo reynist ekki vera. Puð er stuð.. vonandi!
Íslendingar í Kaupmannahöfn vita annaðhvort ekki hvar neitt er utan miðbæjarins eða eru með öll heitustu kaffihúsin á hreinu. Ýki ég?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment