Thursday, July 07, 2005

Hverjum að kenna?

Þá gerðist það - hryðjuverkaárás á London - og nú er að bíða rólegur eftir því að vinstriliðið hendi út samsæriskenningum sínum sem munu að miklu leyti snúast um hvað Bandaríkjamenn hafa gert mikið rangt, hvað Bretar eru miklir taglhnýtingar þeirra og hvernig heimurinn yrði allur miklu betri ef góðu gæjarnir leggðu niður vopnin og gæfu eftir öllum kröfum ofsatrúarmanna og brjálæðinga sem sjálfir væru gráir fyrir járnum.

Mikið er samt leiðinlegt þegar svona árásir eru gerðar. Mikið afskaplega. Vonandi nást fíflin sem í hlut eiga og vonandi fá þau ekki ókeypis far til lúxushótelsins í Gvantanamóflóa í karabíska hafinu, sem ótrúlegt er satt er nefndur sem dæmi um slæman stað þegar ég efast um að innfæddir á Kúbu hafi það betra.

6 comments:

Unknown said...

Jamm, hræðilegir atburðir. Á enn eftir að heyra frá tveimur félögum sem ég þekki sem eru í London...
En er það sjúkt að ég get ekki fengið lagið "Panic" með The Smiths úr heilanum í allan dag frá því ég heyrði þetta...?

Unknown said...

P.S. Þetta er ekki kaldhæðni í mér sko...

Anonymous said...

Farðu til Kúbu og tjáðu þig svo um örbrigðina þar!

Geir said...

Raggi: Segðu frá ef og þegar þú heyrir frá þeim!

Daði: Glætan ég ætli alla leið til Sviss til að tjá mig um velmegunina þar!

Unknown said...

Einn þeirra var með konu og barni enn uppá hóteli en hin var bara sofandi heima hjá sér. Þannig það reddaðist hjá þeim. Svo var ég að heyra að vinur mágkonu minnar svaf yfir sig, missti af einni lestinni og hljóp á eftir henni. Það dugði ekki til og rétt á eftir sprakk hún. Eru ekki annars fullt af svona sögum í gangi.

Burkni said...

Hmmm ég hefði nú ekki búist við því að þér þætti eðlilegt að eyða skattpeningum í hernað ... þó það sé náttúrlega að sjálfsögðu eðlilegra en að eyða þeim í heilbrigðiskerfi og menntun!