Tuesday, July 19, 2005

Regn.. almennilegt regn!

Og þá kom úrhellið í Danmörku og því er spáð út vikuna. Auðvitað er hressandi að fá smá vatn af himnum en fyrr má nú vera - heil vika? Já þegar sólin skín þá skín hún og þegar rignir þá rignir (þó auðvitað aldrei á íslenskan mælikvarða).

Er ég geðveikur að draga morgunnetrápið frá líkamlegum mætingartíma mínum? Sumsé, mætti 7:30, netráp til 8:00, og svo byrja ég ekki að telja vinnutímana fyrr en þá. Ég held nú að það sé óþarfi en... það er eitthvað en... við þetta.

Ég vissi að hlutfallið væri hátt en jahérnahér.. 61% allra fullorðinna Dana eru háðir opinberri framfærslu! Nú veit ég ekki alveg hvort þetta þýði fullkomlega háðir eða eitthvað minna enda ólesinn enn sem komið er, en ef þetta er "öryggisnetið" sem er barist fyrir þegar reynt er að réttlæta blóðuga skattbyrðina þá er ég hræddur um að öryggisnetið sé orðinn köngulóarvefur sem enginn losnar úr. (Úbbs gleymdi að segja varúð pólitík! en ójæææja!)

Já svona úr því ég er á pólitísku línunni: Svarið er nei, opinberir styrkir skapa ekki störf heldur eyða þeim úr þeim hluta atvinnulífsins sem greiðir skatta og flytja yfir í þann hluta sem þiggur skatta (mínus væg þóknun til handa ríkinu). Vonandi er þá sú mýta úr sögunni.


No comments: