Friday, July 29, 2005

Kannski ekki

Þá er loksins kominn föstudagur. Loksins? Vikan hefur beinlínis horfið.

Ímeil frá stjóranum í gær sagði:
Ifølge dit [...]program og almindelig gængs praksis skal vi holde en 3 måneders samtale 14 dage før prøvetidens ophør, så vi kan nå at fyre dig mens stadig er billigt.
Sem betur fer kom öllu meira hughreystandi texti í næstu línu og uppsagnaróttinn því ósköp lítill núna.

Mér sýnist strandferðir í Ítalíu vera orðnar með öllu ómögulegar núna sökum pempíuháttar og reglugerðafargans. Hvað varðar mig um það sosem? Ef mér dytti í hug að ferðast til að liggja í sólbaði þá held ég það yrði til Króatíu.

Ætli sé hægt að búa til .bat-skrá fyrir Win XP sem varpar ákveðinni möppu á ákveðnu drifi yfir í ákveðið drif með tiltekið nafn (t.d. að 'C:\Rassamyndir\Closeups' varpist yfir í 'R:\')? Þessu væri gaman að komast að. Eru engir alvörunördar að lesa?

2 comments:

Burkni said...

Hvernig væri að senda svona fyrirspurnir beint á oddsson.com ? :)

Geir said...

Auðvitað, snjallræði!