Hressandi helgi lokið og margt sem ég ætti að muna sem ég man ekki, sumt sem ég man sem ég vildi síður muna og eitthvað man ég sem ég vil muna. Hor og kvef á föstudaginn er nú orðið að hori og hálsbólgu og mikið er nú óþægilegt að sitja hér í vinnunni og reyna ræskja sig sem hljóðlegast en svona verður það bara að vera í bili.
Núna loksins er komin vika sem er ekki skipulögð út í ystu æsar. Kannski ég geti loksins sett upp hillur, greitt skuldir, farið snemma að sofa, sagt upp korti, sótt um kort, pantað flug og svona eitt og annað sem ég hef látið sitja á hakanum undanfarið.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment