Helgin er hafin og sú verður hressandi.
Í dag:
Kaffihús - frændsystkynapartý - partý hjá Hlyn - partý í Þingholtunum? - bærinn (Barinn?).
Á morgun:
Mikill uppsetningardagur með systkynum og mömmu heima hjá mömmu - innflutningspartý - bærinn.
Á gamlársdag:
Borða hjá mömmu - brenna - horfa á flugelda - partý?.
Nýársdagur:
Matur hjá pabba.
Hljómar eflaust ekki mjög þétt planað í eyrum 300%-planaða fólksins en mér þykir nóg um. Lifrin verður kvödd með kveðjuathöfn í kvöld, kreditkortið nær líklega bræðslumarki og líkaminn allur sendur 50 ár fram í tímann.
Friday, December 29, 2006
Thursday, December 28, 2006
Tuðgáttin opnuð
Íslendingar eru ótrúlega duglegir við að sætta sig við eitthvað sem er klárlega ekki vilji þeirra. Fyrir ferðamanninn mig er þetta augljóst hvað varðar ótrúlega margt. Dæmi verða nú tekin:
Áfengisverð og fyrirkomulag áfengissölu
Enginn hefur sérstaklega fyrir því að verja fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi nema sjálf áfengisverslun ríkisins. Þeir sem beinlínis styðja fyrirkomulagið hafa verið þagaðir í hel og í raun bíða bara allir eftir því að ríkið drífi í lagabreytingu og komi áfengi á hillurnar við hlið annarra löglegra neysluvara.
Íslendingar sætta sig samt við ástandið. Þeir láta smala sér inn í þessar sérstöku áfengisverslanir og borga uppsett verð til að eignast vökvann góðan. Í staðinn skera Íslendingar óhikað niður í öðrum útgjaldaliðum, t.d. með því að ferðast minna, endurnýja fataskápinn hægar og borða ódýrar.
Fríhöfnin er svo önnur hlið á sama máli. Fullorðið fólk hlaupandi um og spurja hvað megi kaupa mikið áfengi og tóbak og fyllir rækilega upp í kvótann í hverri ferð. Af hverju leggur fólk þetta á sig og steinþegir svo um fáránleika kerfisins þegar heim er komið? Er þetta falið sjálfshjálparnámskeið fyrir Íslendinga - að láta þeim líða svo sérstökum af því þeir en ekki allir aðrir eiga líter af vodka sem fékkst á 1000 kr?
Opnunartímar skemmtistaða
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir gott næturlíf, þá sérstaklega í Reykjavík. Opnunartímar á virkum dögum eru samt fyrir neðan allar hellur. Þeir eru beinlínis til þess fallnir að þjappa djamminu saman á tvö kvöld í vikunni (með tilheyrandi álagi á allt sem tilheyrir eftirliti og umsjón með næturlífinu), drepa niður löngun ferðamanna til að kíkja í bæinn utan álagstímanna um helgar (látið mig þekkja það!!!) og draga óþarflega úr viðskiptum við miðbæinn sem er varla það besta sem sá bæjarhluti þarf að þola.
Hrósið
Íslendingum til hróss má samt segja að þeir eru mjög kröfuharðir neytendur (a.m.k. í orði), nýjungagjarnir (a.m.k. í verki), alveg óhræddir við að hugsa stórt og ákaflega ánægðir með að vera þjóð vinnandi fólks en ekki samansafn sósíalista að heimta köku sem einhver annar bakaði.
Áfram Ísland!
Áfengisverð og fyrirkomulag áfengissölu
Enginn hefur sérstaklega fyrir því að verja fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi nema sjálf áfengisverslun ríkisins. Þeir sem beinlínis styðja fyrirkomulagið hafa verið þagaðir í hel og í raun bíða bara allir eftir því að ríkið drífi í lagabreytingu og komi áfengi á hillurnar við hlið annarra löglegra neysluvara.
Íslendingar sætta sig samt við ástandið. Þeir láta smala sér inn í þessar sérstöku áfengisverslanir og borga uppsett verð til að eignast vökvann góðan. Í staðinn skera Íslendingar óhikað niður í öðrum útgjaldaliðum, t.d. með því að ferðast minna, endurnýja fataskápinn hægar og borða ódýrar.
Fríhöfnin er svo önnur hlið á sama máli. Fullorðið fólk hlaupandi um og spurja hvað megi kaupa mikið áfengi og tóbak og fyllir rækilega upp í kvótann í hverri ferð. Af hverju leggur fólk þetta á sig og steinþegir svo um fáránleika kerfisins þegar heim er komið? Er þetta falið sjálfshjálparnámskeið fyrir Íslendinga - að láta þeim líða svo sérstökum af því þeir en ekki allir aðrir eiga líter af vodka sem fékkst á 1000 kr?
Opnunartímar skemmtistaða
Íslendingar hrósa sér gjarnan fyrir gott næturlíf, þá sérstaklega í Reykjavík. Opnunartímar á virkum dögum eru samt fyrir neðan allar hellur. Þeir eru beinlínis til þess fallnir að þjappa djamminu saman á tvö kvöld í vikunni (með tilheyrandi álagi á allt sem tilheyrir eftirliti og umsjón með næturlífinu), drepa niður löngun ferðamanna til að kíkja í bæinn utan álagstímanna um helgar (látið mig þekkja það!!!) og draga óþarflega úr viðskiptum við miðbæinn sem er varla það besta sem sá bæjarhluti þarf að þola.
Hrósið
Íslendingum til hróss má samt segja að þeir eru mjög kröfuharðir neytendur (a.m.k. í orði), nýjungagjarnir (a.m.k. í verki), alveg óhræddir við að hugsa stórt og ákaflega ánægðir með að vera þjóð vinnandi fólks en ekki samansafn sósíalista að heimta köku sem einhver annar bakaði.
Áfram Ísland!
Wednesday, December 27, 2006
Saturday, December 23, 2006
Ævintýri og afslappelsi
Þá er maður mættur á Klakann og það tók svolítið á. Ferðalagið hófst með sex klukkutíma seinkun á flugvélinni sem þýddi að ég var ekki lentur fyrr en klukkan sex á fimmtudagsmorgni (þá bæði ölvaður, þunnur, þreyttur og stirður). Fyrir vikið var ég hálfvindlaus í gær. Náði samt að afgreiða eitthvað í jólagjafadeildinni þökk sé honum bróður mínum. Um kvöldið tók við afslöppun með henni móður minni á meðan hávaðasamt rokið úti drap alla lyst til að fara í bæinn og sinna þar hinum mikla fjölda fólks sem var úti á lífinu. Ég er samt nokkuð viss um að það komi djamm eftir þetta djamm.
Í dag þarf ég bara að græja eina til þrjár jólagjafir, hafa uppi á einum svefnpoka, skreyta jólatré, hjálpa örlítið við tiltekt og drekka bjór á Laugarveginum í kvöld. Ekkert til að hafa áhyggjur af.
Í dag þarf ég bara að græja eina til þrjár jólagjafir, hafa uppi á einum svefnpoka, skreyta jólatré, hjálpa örlítið við tiltekt og drekka bjór á Laugarveginum í kvöld. Ekkert til að hafa áhyggjur af.
Thursday, December 21, 2006
Ísland nálgast
Nú styttist í flugið til Íslands. Lending rétt eftir miðnætti (í kringum hálf-eitt leytið). Sennilega er ekki skynsamlegt að plana eitthvað djamm sökum gríðarlega lélegra og lögbundinna lokunartíma í Reykjavík á virkum dögum og ég verð aldrei kominn á höfuðborgarsvæðið fyrr en um 1-2 leytið hvort eð er. Jæja það er í lagi.
Símanúmerið verður væntanlega hið gamla og góða 6948954. Ég held að ég hafi fundið rétt SIM-kort í morgun.
SJÁUMST!
Símanúmerið verður væntanlega hið gamla og góða 6948954. Ég held að ég hafi fundið rétt SIM-kort í morgun.
SJÁUMST!
Hrós dagsins
Eftirfarandi er ekki meint sem kaldhæðni á neinn hátt.
Hrós dagsins frá Daði og Fjóla fyrir mikla og góða gagnrýni á oft og tíðum bloggleg og yfirborðskennd skrif mín á þessa síðu. Aðhald er gott og það er svo sannarlega til staðar hér. Ég býst ekki við því að yfirborðskenndum pirringsskrifum fækki, en kannski ég fjölgi færslum sem eru aðeins efnislegri, ítarlegri og kjötmeiri, og verða kannski til þess að eitthvað gerist, en látum tímann leiða það í ljós.
Hrós dagsins frá Daði og Fjóla fyrir mikla og góða gagnrýni á oft og tíðum bloggleg og yfirborðskennd skrif mín á þessa síðu. Aðhald er gott og það er svo sannarlega til staðar hér. Ég býst ekki við því að yfirborðskenndum pirringsskrifum fækki, en kannski ég fjölgi færslum sem eru aðeins efnislegri, ítarlegri og kjötmeiri, og verða kannski til þess að eitthvað gerist, en látum tímann leiða það í ljós.
Aðgerð!
Innblásinn af rassskelli ætla ég að nefna dæmi um eitthvað sem mér þykir mikið þarfaþing að verði framkvæmt, og gera mitt besta til að útskýra það án þess að setjast í stól þingmanns sem þykist vita hvað er öllum fyrir bestu. Hendi þessu út og sé hvað gerist...
Núllun skatta á fyrirtæki og fjármagn
Um áramótin lækka skattar á vinnulaun á Íslandi, og persónuafslátturinn hækkar. Þetta kemur öllum launþegum til góða og er bara hið besta mál. En af tvennu illu, skattur á hagnað fyrirtækja og skattur á launatekjur einstaklinga, er mikilvægara að hið fyrrnefnda víki, nefninlega skattarnir á hagnað fyrirtækja og um leið á fjármagnstekjur af öllu tagi.
Ástæðurnar eru margar. Skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur er fé sem er dregið út úr þeim hluta hagkerfisins sem byggir upp fyrirtæki og gefur öðrum færi á að auka við sig hlutafé og byggja sig þannig upp. Fjárfestar, kapítalistarnir, eru þeir sem hafa sparifé til ráðstöfunar, og þeir vilja ávaxta það. Með því að skattleggja fjármuni þeirra, kapítalið, og hagnaðinn sem má vænta af fjárfestingum þeirra, er hætt við því að færri leggi út í að fjárfesta - færri vilja leggja fjármuni sína undir þegar skatturinn er hærri. Hið sama má segja um húsnæðisverð - það lækkar þegar eignaskattar eru orðnir hluti af fjárhagsáætluninni. Markaðurinn gefur eftir þegar ríkið sækir fram. Þetta gildir almennt.
Skattar á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur hafa með öðrum orðum þau áhrif að fé leitar síður inn á markaðinn, rennur síður í hlutafé í fyrirtækjum og síður í sparnað almennt. Það sem gerist er að fé leitar í skjól, fjárfestar reyna að verja fjármuni sína gegn skattlagningu. Sumir flytja það til útlanda, aðrir binda það í verðtryggð spariskirteini og hjálpa þannig ríkinu við að auka ráðstöfunarfé sitt og byggja enn eina brúna eða bora enn eitt gatið í fjallið eða dæla því í þær botnlausu hítir sem ríkisreksturinn heldur utan um, heilbrigðiskerfið þar fremst í flokki.
Skattar á fjármagnstekjur valda því með öðrum orðum að fé sem alla jafna myndi leita til fyrirtækja í formi hlutafjár minnkar, og það dregur úr þrótti markaðarins. Sprotafyrirtæki líða fyrst allra - þau reyna að draga til sín áhættufjárfesta sem vænta mikils ágóða í skiptum fyrir mikla áhættu. Stöndug fyrirtæki sem vilja í útrás og uppbyggingu þurfa að sætta sig við minna aðgengi hlutafjár sökum tregðu fjárfesta. Fyrirtæki reyna líka sjálf að minnka skattgreiðslur sínar með því að auka kostnað og þannig minnka hagnað - skjóta sig í fótinn með því að minnka fýsileika sinn sem fjárfestingar í augum fjárfesta, en reyna þó að skila hagnaði í samræmi við það sem það borgar sig miðað við kostnaðinn vegna skattgreiðsla af honum.
Skattar á fjármagnstekjur hafa líka skaðleg áhrif á hinn almenna launþega sem vill leggja fyrir. Ríkið býður núna upp á að leggja aukalega fyrir í séreignarlífeyrissjóð og draga framlagið frá skattstofni. Að leggja meira fyrir í lífeyrissjóð er samt bara ein leið af mörgum til að leggja fyrir, og með því að veita skattahlunnindi fyrir því en ekki öðru er orðin til neyslustýring - tilbúin leið til að laða fólk í sparnað. Þar að auki gefur þetta lífeyrissjóðum óþarflega mikið vald sökum þess hve mikið fé þeir fá í sjóði sína (því svo margir eru að reyna forðast skattlagningu á sparnað sinn). Í stað þess að einstaklingar fjárfesti í fyrirtækjum og geri kröfu um arðgreiðslur þá er þetta vald sett í hendur örfárra stórra lífeyrissjóða sem þannig verða stórir spilarar á hlutabréfamarkaði á meðan einstaklingar sitja heima og vona að sjóðirnir taki réttar ákvarðanir fyrir sína hönd. Ríki í ríkinu ef svo má segja. Ekki bætir úr skák að bankar hafa oft fjárfestingar lífeyrissjóða á sinni könnu og þannig eru orðin til hagsmunatengsl sem eru ekki endilega alltaf í hag lífeyrisþega.
Af þessum ástæðum og fleirum finnst mér ljóst að skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja séu lítið annað en neyslustýring sem letur fyrirtæki til að skila hagnaði, minnkar vald einstaklingsins á hlutabréfamarkaði, eykur vald lífeyrissjóða og banka, dregur úr fjárfestingum, veldur því að fjárfestar fjárfesti minna og skjóti fé sínu frekar undan skattayfirvöldum í staðinn, dregur úr möguleikum fyrirtækja til að afla sér hlutafjár, minnkar möguleika nýrra fyrirtækja á að laða til sín áhættufjármagn, minnkar samkeppni um fjármagn og þar með samkeppnina um að ávaxta það sem best, gerir stjórnmálamenn óþarflega stóra leikmenn á markaði því þeir eru jú þeir sem fá skattana til ráðstöfunar í samkeppnislausan ríkisreksturinn, minnkar vægi einstaklingsins á markaði og vald hans yfir eigin sparnaði og dregur úr hvata hans til að spara og fjárfesta, og síðast en ekki síst: Dregur úr þrótti hins frjálsa markaðar til að skapa auð, störf og bæta framlegð, og ver fyrirtæki fyrir því að þurfa berjast um takmarkað vinnuafl, og þar með hægir á hækkun launa sem annars myndi fylgja aukinni samkeppni um starfsfólk.
Það er seinasti punkturinn sem er sá mikilvægasti. Skattar á fjármagn og hagnað fyrirtækja veldur því að tækifærin sem við einstaklingarnir höfum til að láta fyrirtæki slást um okkur með hærri launum, bættum aðbúnaði og betri vinnu eru færri en ella. Með því að afnema skatta á fjármagn og hagnað fyrirtækja er verið að gera okkur einstaklingana verðmætari, og það hlýtur að vera eitthvað til að stefna að.
Núllun skatta á fyrirtæki og fjármagn
Um áramótin lækka skattar á vinnulaun á Íslandi, og persónuafslátturinn hækkar. Þetta kemur öllum launþegum til góða og er bara hið besta mál. En af tvennu illu, skattur á hagnað fyrirtækja og skattur á launatekjur einstaklinga, er mikilvægara að hið fyrrnefnda víki, nefninlega skattarnir á hagnað fyrirtækja og um leið á fjármagnstekjur af öllu tagi.
Ástæðurnar eru margar. Skattar á fyrirtæki og fjármagnstekjur er fé sem er dregið út úr þeim hluta hagkerfisins sem byggir upp fyrirtæki og gefur öðrum færi á að auka við sig hlutafé og byggja sig þannig upp. Fjárfestar, kapítalistarnir, eru þeir sem hafa sparifé til ráðstöfunar, og þeir vilja ávaxta það. Með því að skattleggja fjármuni þeirra, kapítalið, og hagnaðinn sem má vænta af fjárfestingum þeirra, er hætt við því að færri leggi út í að fjárfesta - færri vilja leggja fjármuni sína undir þegar skatturinn er hærri. Hið sama má segja um húsnæðisverð - það lækkar þegar eignaskattar eru orðnir hluti af fjárhagsáætluninni. Markaðurinn gefur eftir þegar ríkið sækir fram. Þetta gildir almennt.
Skattar á hagnað fyrirtækja og fjármagnstekjur hafa með öðrum orðum þau áhrif að fé leitar síður inn á markaðinn, rennur síður í hlutafé í fyrirtækjum og síður í sparnað almennt. Það sem gerist er að fé leitar í skjól, fjárfestar reyna að verja fjármuni sína gegn skattlagningu. Sumir flytja það til útlanda, aðrir binda það í verðtryggð spariskirteini og hjálpa þannig ríkinu við að auka ráðstöfunarfé sitt og byggja enn eina brúna eða bora enn eitt gatið í fjallið eða dæla því í þær botnlausu hítir sem ríkisreksturinn heldur utan um, heilbrigðiskerfið þar fremst í flokki.
Skattar á fjármagnstekjur valda því með öðrum orðum að fé sem alla jafna myndi leita til fyrirtækja í formi hlutafjár minnkar, og það dregur úr þrótti markaðarins. Sprotafyrirtæki líða fyrst allra - þau reyna að draga til sín áhættufjárfesta sem vænta mikils ágóða í skiptum fyrir mikla áhættu. Stöndug fyrirtæki sem vilja í útrás og uppbyggingu þurfa að sætta sig við minna aðgengi hlutafjár sökum tregðu fjárfesta. Fyrirtæki reyna líka sjálf að minnka skattgreiðslur sínar með því að auka kostnað og þannig minnka hagnað - skjóta sig í fótinn með því að minnka fýsileika sinn sem fjárfestingar í augum fjárfesta, en reyna þó að skila hagnaði í samræmi við það sem það borgar sig miðað við kostnaðinn vegna skattgreiðsla af honum.
Skattar á fjármagnstekjur hafa líka skaðleg áhrif á hinn almenna launþega sem vill leggja fyrir. Ríkið býður núna upp á að leggja aukalega fyrir í séreignarlífeyrissjóð og draga framlagið frá skattstofni. Að leggja meira fyrir í lífeyrissjóð er samt bara ein leið af mörgum til að leggja fyrir, og með því að veita skattahlunnindi fyrir því en ekki öðru er orðin til neyslustýring - tilbúin leið til að laða fólk í sparnað. Þar að auki gefur þetta lífeyrissjóðum óþarflega mikið vald sökum þess hve mikið fé þeir fá í sjóði sína (því svo margir eru að reyna forðast skattlagningu á sparnað sinn). Í stað þess að einstaklingar fjárfesti í fyrirtækjum og geri kröfu um arðgreiðslur þá er þetta vald sett í hendur örfárra stórra lífeyrissjóða sem þannig verða stórir spilarar á hlutabréfamarkaði á meðan einstaklingar sitja heima og vona að sjóðirnir taki réttar ákvarðanir fyrir sína hönd. Ríki í ríkinu ef svo má segja. Ekki bætir úr skák að bankar hafa oft fjárfestingar lífeyrissjóða á sinni könnu og þannig eru orðin til hagsmunatengsl sem eru ekki endilega alltaf í hag lífeyrisþega.
Af þessum ástæðum og fleirum finnst mér ljóst að skattar á fjármagnstekjur og hagnað fyrirtækja séu lítið annað en neyslustýring sem letur fyrirtæki til að skila hagnaði, minnkar vald einstaklingsins á hlutabréfamarkaði, eykur vald lífeyrissjóða og banka, dregur úr fjárfestingum, veldur því að fjárfestar fjárfesti minna og skjóti fé sínu frekar undan skattayfirvöldum í staðinn, dregur úr möguleikum fyrirtækja til að afla sér hlutafjár, minnkar möguleika nýrra fyrirtækja á að laða til sín áhættufjármagn, minnkar samkeppni um fjármagn og þar með samkeppnina um að ávaxta það sem best, gerir stjórnmálamenn óþarflega stóra leikmenn á markaði því þeir eru jú þeir sem fá skattana til ráðstöfunar í samkeppnislausan ríkisreksturinn, minnkar vægi einstaklingsins á markaði og vald hans yfir eigin sparnaði og dregur úr hvata hans til að spara og fjárfesta, og síðast en ekki síst: Dregur úr þrótti hins frjálsa markaðar til að skapa auð, störf og bæta framlegð, og ver fyrirtæki fyrir því að þurfa berjast um takmarkað vinnuafl, og þar með hægir á hækkun launa sem annars myndi fylgja aukinni samkeppni um starfsfólk.
Það er seinasti punkturinn sem er sá mikilvægasti. Skattar á fjármagn og hagnað fyrirtækja veldur því að tækifærin sem við einstaklingarnir höfum til að láta fyrirtæki slást um okkur með hærri launum, bættum aðbúnaði og betri vinnu eru færri en ella. Með því að afnema skatta á fjármagn og hagnað fyrirtækja er verið að gera okkur einstaklingana verðmætari, og það hlýtur að vera eitthvað til að stefna að.
Wednesday, December 20, 2006
Fjas út í eitt
George W. Bush var kjörinn forseti árið 2000 og fram á árið 2004 jókst útblástur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum um 2,1%. Á sama tíma jókst útblásturinn um 4,5% í Evrópusambandsríkjunum 15. Það væri gaman að heyra hvað vinstripressan í Evrópu kallar Evrópusambandsríkin nú þegar það liggur fyrir að þau hafa aukið útblásturinn tvöfalt meira en Bush. Þetta gerðist þrátt fyrir meiri hagvöxt og tvöfalt meiri fólksfjölgun í Bandaríkjunum en Evrópu á þessum tíma. (#)Alltaf gaman að geta slengt fram tölum sem ganga þvert á goðsagnir umræðunnar en að sama skapi alveg innihaldslaust. Menn geta jú valið og hafnað tölum. Tölurnar sem ég valdi núna hefðu t.d. ekki birst hérna ef þær hefðu verið á hinn veginn. Þá væri goðsögnin sönn og ekkert gaman.
Ýmsir mælikvarðar efnahagslegs frelsis (1 2 3) væru sömuleiðis vopn í höndum vinstris frekar en hægris ef hægt væri að sýna fram á að líf lengjast og batna þegar efnahagsfrelsi er traðkað niður af ríkinu. Vinstrimenn reyna í staðinn bara að labba í kringum þá neikvæðu mynd sem ákveðin tegund tölfræði sýnir hugmyndafræði þeirra í ,t.d. með því að blanda saman hugtökunum "fátækt" og "jöfnuður" með því að nefna Gini-stuðulinn sem einhvers konar mælikvarða á lífskjör og velsæld). Einnig að misskilja t.d. það sem raun og veru er mælt þegar reynt er að troða efnahagsfrelsi inn í tölulegan kvarða. Dæmi:
Land A er með galopið hagkerfi, engar viðskiptahömlur, engar reglur, enga opinbera staðla, engar opinberar kröfur á eitt né neitt í viðskiptum, sterkt dómsvald, vel varinn eignarrétt. Fær fullt hús stiga á mælikvarða efnahagsfrelsis hvað þetta varðar. Leggur hins vegar 99% skatt á öll fyrirtæki og fær botneinkunn þar.
Land B er með víggirt landamæri. Ekkert fer inn eða út, hvorki fjármagn né varningur. Allt sem er framleitt innan landamæranna er háð ströngustu skilyrðum og er umvafið miklu skrifræði. Fær lélegustu einkunn hvað þetta varðar. Hins vegar er 0% skattur á fyrirtæki. Toppeinkunn þar.
Hvernig ætla menn sér að bera þessi tvö lönd saman og fá einhverja skynsamlega niðurstöðu? Það er ekki hægt. Samt er það gert. Vegna þess að það er gert trúa sumir að skattbyrði Svíþjóðar sé ekki til vandræða fyrir hagkerfið þar, af því efnahagsfrelsi "mælist" þar mikið. Einnig eru þeir margir sem skilja ekkert í því af hverju Danmörk og Ísland "mælast" of með svipað mikið efnahagsfrelsi þegar svo margt skilur hagkerfi landanna að. Það er vegna þess að Ísland skorar hærra en Danmörk í skattbyrði en lægra í frelsi til viðskipta við útlönd og þannig útjafnast munurinn. Svo er verið að bera þessi lönd saman með einni tölu!
Sveiattan segi ég. Meira segi ég samt ekki í bili.
Tuesday, December 19, 2006
Ertu sleipur í dönsku?
http://www.liberator.dk/art-detail.asp?A_Id=797
Hressandi lesning. Ég kalla mig meðhöfund en lengra nær það ekki.
Hressandi lesning. Ég kalla mig meðhöfund en lengra nær það ekki.
Handahófskenndar hugleiðingar í amstri dagsins
Mánudagur:
Í dag er pappírsvinnudagur mikill í vinnunni. Þreyta og pappírsvinna er ekki góður kokkteill.
Lýðskrum dagsins?
Nú virðist "félagsmiðstöðin" Ungdomshuset í Kaupmannahöfn endanlega hafa tapað því almenningsáliti sem það hafði eftir ofbeldisfull og eyðileggjandi mótmæli á laugardaginn. Mjög gott.
Nú leitar atvinnuveitandi minn að nýrri manneskju í móttökuna. Ég býð mig kannski fram í ráðningarnefndina. Mitt mottó yrði þá: Allt nema fagleg ráðning!
Hvor hópurinn fær fleiri og hærri styrki: Sá sem baular í kór með stjórnmálamönnum, eða hinn sem gerir það ekki?
Heimasíða dagsins: IceAgeNow.com, upphafið að næstu maðurinn-er-að-breyta-loftslagi-Jarðar-hrinu fjölmiðla. Ég bíð vægast sagt spenntur.
Þá er kannski að koma tími fyrir smá aktion í Kaupmannahöfn.
Alzheimer er viðurstyggilegur sjúkdómur.
Átakið "Gera Ole stressaðan" virðist vera nálgast markmið sitt: Að gera Ole stressaðan.
Forritarar í iðnaði sveigjanlegra röra (e. flexible pipes) eru ekki mjög frumlegir þegar kemur að nafngift. Á mínum vinnustað er notast við forritin Flexcom, Orcaflex, Bflex (þar sem einn af undirhlutunum kallast Pflex), Pipeflex, Eflex og aðstoðarforritið Scypeflex. Mikið flex í gangi sem sagt, en minni kynþokki.
Þá hafa eftirlegukindurnar á vinnustaðnum, ég meðtalinn, pantað pizzu sem ætti að koma von bráðar. Ljómandi, hvetjandi, nærandi og seðjandi allt í senn. Framleiðni hefur samt verið af gríðarlega skornum skammti í dag, að hluta vegna eðlis verkefna og hluta vegna lítils nætursvefns, en nú tekur galsinn við!
Þriðjudagur:
Það er nú meira hvað sumar vefsíður eru hægar, og fara íslensku fréttasíðurnar þar fremstar (aftastar réttara sagt) í flokki.
Litli pirraði stuttbuxnastrákurinn í mér fer núna í smá ham...
Einstaklingar slást. Ríkisstjórnir fara í stríð.
Einstaklingar stunda frjáls viðskipti. Ríkisstjórnir skattleggja.
Einstaklingar semja sín á milli. Ríkisstjórnir setja lög og reglur.
Einstaklingar veita aðstoð. Ríkisstjórnir stofnanavæða vandamál.
Einstaklingar hafa réttindi sem takmarkast eingöngu af athafnafrelsi og eignarétti annarra einstaklinga. Ríkisstjórnir búa ekki við slíkar takmarkanir.
Mikið í gangi á skrifstofunni í dag. Allt að farast úr stressi og álagi en samt ræður jólaskapið ríkjum. Skemmtileg blanda sem hugsanlega skýrist af flóðbylgju piparhneta (pebernødder), piparkaka, sælgætis og ávaxta, auk jólaskrauts og kertaljóss (þó ekki í mínu nágrenni!).
"Ertu búinn að fitna?" var spurning sem ég fékk um daginn. Já vetrarforðinn er kominn á. Hið besta mál segi ég.
Hvernig veit maður að ákveðinn einstaklingur á a.m.k. þrekvaxna kærustu?
Fyrsta vísbending: Þegar saga sem hann segir, og hefur kærustuna sem aðalsöguhetju, inniheldur setninguna, "..og svo pantaði hún bara stærsta borgarann eins og venjulega...".
Önnur vísbending: Sjálfur einstaklingurinn telst seint með grennri mönnum.
Jæja heimferð nú eftir þokkalega framlegð í dag.
Í dag er pappírsvinnudagur mikill í vinnunni. Þreyta og pappírsvinna er ekki góður kokkteill.
Lýðskrum dagsins?
Nú virðist "félagsmiðstöðin" Ungdomshuset í Kaupmannahöfn endanlega hafa tapað því almenningsáliti sem það hafði eftir ofbeldisfull og eyðileggjandi mótmæli á laugardaginn. Mjög gott.
Nú leitar atvinnuveitandi minn að nýrri manneskju í móttökuna. Ég býð mig kannski fram í ráðningarnefndina. Mitt mottó yrði þá: Allt nema fagleg ráðning!
Hvor hópurinn fær fleiri og hærri styrki: Sá sem baular í kór með stjórnmálamönnum, eða hinn sem gerir það ekki?
Heimasíða dagsins: IceAgeNow.com, upphafið að næstu maðurinn-er-að-breyta-loftslagi-Jarðar-hrinu fjölmiðla. Ég bíð vægast sagt spenntur.
Þá er kannski að koma tími fyrir smá aktion í Kaupmannahöfn.
Alzheimer er viðurstyggilegur sjúkdómur.
Átakið "Gera Ole stressaðan" virðist vera nálgast markmið sitt: Að gera Ole stressaðan.
Forritarar í iðnaði sveigjanlegra röra (e. flexible pipes) eru ekki mjög frumlegir þegar kemur að nafngift. Á mínum vinnustað er notast við forritin Flexcom, Orcaflex, Bflex (þar sem einn af undirhlutunum kallast Pflex), Pipeflex, Eflex og aðstoðarforritið Scypeflex. Mikið flex í gangi sem sagt, en minni kynþokki.
Þá hafa eftirlegukindurnar á vinnustaðnum, ég meðtalinn, pantað pizzu sem ætti að koma von bráðar. Ljómandi, hvetjandi, nærandi og seðjandi allt í senn. Framleiðni hefur samt verið af gríðarlega skornum skammti í dag, að hluta vegna eðlis verkefna og hluta vegna lítils nætursvefns, en nú tekur galsinn við!
Þriðjudagur:
Það er nú meira hvað sumar vefsíður eru hægar, og fara íslensku fréttasíðurnar þar fremstar (aftastar réttara sagt) í flokki.
Litli pirraði stuttbuxnastrákurinn í mér fer núna í smá ham...
Einstaklingar slást. Ríkisstjórnir fara í stríð.
Einstaklingar stunda frjáls viðskipti. Ríkisstjórnir skattleggja.
Einstaklingar semja sín á milli. Ríkisstjórnir setja lög og reglur.
Einstaklingar veita aðstoð. Ríkisstjórnir stofnanavæða vandamál.
Einstaklingar hafa réttindi sem takmarkast eingöngu af athafnafrelsi og eignarétti annarra einstaklinga. Ríkisstjórnir búa ekki við slíkar takmarkanir.
Mikið í gangi á skrifstofunni í dag. Allt að farast úr stressi og álagi en samt ræður jólaskapið ríkjum. Skemmtileg blanda sem hugsanlega skýrist af flóðbylgju piparhneta (pebernødder), piparkaka, sælgætis og ávaxta, auk jólaskrauts og kertaljóss (þó ekki í mínu nágrenni!).
"Ertu búinn að fitna?" var spurning sem ég fékk um daginn. Já vetrarforðinn er kominn á. Hið besta mál segi ég.
Hvernig veit maður að ákveðinn einstaklingur á a.m.k. þrekvaxna kærustu?
Fyrsta vísbending: Þegar saga sem hann segir, og hefur kærustuna sem aðalsöguhetju, inniheldur setninguna, "..og svo pantaði hún bara stærsta borgarann eins og venjulega...".
Önnur vísbending: Sjálfur einstaklingurinn telst seint með grennri mönnum.
Jæja heimferð nú eftir þokkalega framlegð í dag.
Sunday, December 17, 2006
Hverju missti ég af?
Síðan hvenær eru Stalín, Maó, Kastró, Hitler, Frankó, Tító og Mussólíní ekki alræmdustu einræðisherrar samtímans? Pinochet er vissulega meðlimur þessa ófrýnilega hóps en efstastiginu nær hann varla.
Fjasað á sunnudegi
Það er svo óendanlega margt sem hægt er að fjasa yfir. Og út af fyrir sig er ekkert við slíku fjasi að segja, það er oft skiljanlegt og líklega taka allir þátt í því upp að vissu marki. Hins vegar verður fjasið að töluvert alvarlegu vandamáli þegar menn láta sér ekki nægja að fjasa, eða kvarta, eða jafnvel að samþykkja eitthvað á húsfélagsfundum. Þegar skortur á umburðarlyndi er orðinn svo alger að menn eiga sér þá ósk heitasta að lögum verði breytt til að þeir geti gengið á rétt annarra og bannað þeim að reykja, sjóða skötu, setja á sig ilmvatn, eða hvað það nú er sem mönnum dettur í hug, þá er rétt að fara að vara sig. (#)Heyr heyr! Annars á ég nú eitthvað örlítið fjas á bls 12 í Fréttablaðinu í dag - sjá hér (vefblað) eða hér (bara greinin). Gríðarlega ósexý skrif (og mynd!) en líka fyrst og fremst ætlað einum lesanda.
Neisko, var atvinnulaust ungt fólk sem hefur til í ákveðnu húsi (ranglega nefnt "félagsmiðstöð") í Kaupmannahöfn með vesen í nótt? Vitaskuld með tilheyrandi yfirgangi lögreglu sem vill ekki að rúður séu brotnar og almenningi ógnað. Mikið er erfitt að vera atvinnulaus iðjuleysingi núorðið.
Helgarplön mín voru ekki mikil og merkileg. Aðallega að sofa út og gera lítið. Náði að láta rýja á mér kollinn í gær (og ekki var klipparinn að spara skærin!) og lít á það sem gott dagsverk. Í dag ætlaði ég kannski að skreppa í búðir eftir jólagjöfum eða uppí vinnu en ég held ég geri hvorugt. Reyni kannski að taka til! Já, kannski það. Nægur verður hasarinn samt í vikunni þar til ég flýg á Klakann á fimmtudagskvöld, sama hvað ég geri í dag. Því er um að gera að gera ekkert á meðan ég get.
Núna lítur loksins út fyrir að veturinn sé að koma til Kaupmannahafnar með lækkandi hitastigi og hugsanlega einhverjum snjó. Þótt ekki væri nema til að drepa daglegar "fréttir" í blöðunum um nýútkomnar skýrslur um loftlagsbreytingar af mannavöldum verður það gríðarlegur léttir. Ég fæ þá líka fleiri tækifæri til að vera í ógurlega þykku stormúlpunni minni án þess að hreinlega svitna í henni. Já og kasta snjóbolta inn um opnar svalir nágranna sem spila háa tekknótónlist á kvöldin. Gott mál í alla staði.
En sem sagt, ég lendi á Íslandi á fimmtudagskvöldinu (réttara sagt aðfararnótt föstudags kl 00:20+seinkun!) og í augnablikinu er planið að fara á djammið fljótlega eftir það. Verður eitthvað annað í gangi en próflokaball háskólanema á Hótel Íslandi með Sálinni?
Wednesday, December 13, 2006
Milton Friedman snýtir sér í íslenskum vinstrimönnum
Tuesday, December 12, 2006
Úr aðsendri grein í Nyhedsavisen
Kampen for de fattige har ført til lige så mange uretfærdigheder som kampen for at beholde status quo. Pinochet stod bag en række koncentrationslejre, men det gjorde Che Guevara - helten på millioner af t-shirts og plakater verden over - også.Hvað ætli þessir pjakkar segi við svona tali um hetjuna sína Che?
Update: Let's find out!
Monday, December 11, 2006
Langblogg á mánudagskveldi
Daninn er að rækta úr mér Íslendinginn í stórum stíl núna. Ég er byrjaður að fara heim á skikkanlegum tíma og samviskulaust "sulta" mörg verkefni sem margir bíða eftir að verði leyst af því ég er búinn að vinna mína tíma þann daginn. Hræðilegt ástand satt að segja! Verð að taka mig saman í andlitinu (þarna fengu margir brandara í hausinn) og byrja vinna yfir mig aftur. Annað er auðvitað bara rugl.
Jæja, þá fór maður loksins yfirum með mörgum orðum, tenglaregni og harðorðum fullyrðingum. Tíminn mun leiða í ljós hver viðbrögðin verða.
Að allt öðru...
Nú vita allir Íslendingar að Baugur og félagar helltu sér út í dagblaðastríðið í Danmörku. Færri vita líklega að viðskiptahugmynd Fréttablaðins - að dreifast í hús endurgjaldslaust á hverjum morgni - tók Danina með buxurnar gjörsamlega niðrum sig. Tvö blöð spruttu upp úr þurru þegar þetta fréttist og Fréttablað Danmerkur (Nyhedsavisen) byrjaði því tilvist sína í bullandi samkeppnisumhverfi. Áhrifin hafa verið stórkostleg. Áður fyrr stóð valið á milli tveggja "götublaða" (sem er bara dreift í strætó og á lestarstöðvum), bæði troðfull af endursögnum frá fréttaskáldsögufyrirtækinu Ritzau. Í raun tvö blöð með sömu fréttirnar (þó örlítið mismunandi áherslur á mikilvægi þeirra og örlítið mismunandi sérflokkar innan þeirra). Núna hafa fæðst þrjú ný blöð sem vilja í raun og veru finna eitthvað fréttnæmt sjálf og skrifa sínar eigin fréttir. Ég hef blaðað í þeim öllum og finnst þau öll vera töluvert betri en götublöðin. Fyrir hægrisinnaðan pjakk eins og mig finnst mér Fréttablað Danmerkur þó standa upp úr. Þeir eru gagnrýnir og kokgleypa ekki alveg jafnhratt því sem læðist úr munni stjórnmálamanna. Enginn er fullkominn en Fréttablað Danmerkur er að mínu mati nær því en þessi vinstrisinnaða leðja sem flæðir út úr snípsleikjum Ritzau. Þá er það skjalfest.
Orðin "krútt" og "yndi" streyma núna inn á athugasemdir á þessari síðu. Ég krefst þess að þessi orð séu hundsuð og að ég verði áfram þessi ofursvali og harði nagli sem allir vita að ég er.
Ný matmálsstefna í hádeginu: Hætta að drekka vatn í miklum mæli.
Jólagjöf vinnunnar var færð okkur í dag. Valið stóð á milli þriggja gjafa og ég valdi þá sem samanstendur af 6x66cl Blue Mountain Stout auk einhvers trékassa undir þá (merkjavara, að sjálfsögðu). Þetta fjáraustur í jólagjafir er auðvitað eitthvað sem telst til frádráttar af bæði mínum launum og hagnaði fyrirtækisins, en ef þeir halda að svona gjafaregn haldi í starfsmenn og laði aðra að þá þeir um það. Fyrir mitt leyti held ég ekki. Vonandi fengu þeir a.m.k. vænan afslátt af bjórnum í skiptum fyrir auglýsingagildið, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvar ég ætti að kaupa fleiri ef ég ánetjaðist bragðinu (og 6,6% styrkleikanum).
Voðalega hljómaði þetta samt neikvætt og nöldurslegt? Það var kannski ekki ætlunin. Jú, að vissu leyti samt. Jæja, engin niðurstaða hér og nú.
Dexter þáttur 11 dottinn inn og sængin kallar. Yfir og út!
Jæja, þá fór maður loksins yfirum með mörgum orðum, tenglaregni og harðorðum fullyrðingum. Tíminn mun leiða í ljós hver viðbrögðin verða.
Að allt öðru...
Nú vita allir Íslendingar að Baugur og félagar helltu sér út í dagblaðastríðið í Danmörku. Færri vita líklega að viðskiptahugmynd Fréttablaðins - að dreifast í hús endurgjaldslaust á hverjum morgni - tók Danina með buxurnar gjörsamlega niðrum sig. Tvö blöð spruttu upp úr þurru þegar þetta fréttist og Fréttablað Danmerkur (Nyhedsavisen) byrjaði því tilvist sína í bullandi samkeppnisumhverfi. Áhrifin hafa verið stórkostleg. Áður fyrr stóð valið á milli tveggja "götublaða" (sem er bara dreift í strætó og á lestarstöðvum), bæði troðfull af endursögnum frá fréttaskáldsögufyrirtækinu Ritzau. Í raun tvö blöð með sömu fréttirnar (þó örlítið mismunandi áherslur á mikilvægi þeirra og örlítið mismunandi sérflokkar innan þeirra). Núna hafa fæðst þrjú ný blöð sem vilja í raun og veru finna eitthvað fréttnæmt sjálf og skrifa sínar eigin fréttir. Ég hef blaðað í þeim öllum og finnst þau öll vera töluvert betri en götublöðin. Fyrir hægrisinnaðan pjakk eins og mig finnst mér Fréttablað Danmerkur þó standa upp úr. Þeir eru gagnrýnir og kokgleypa ekki alveg jafnhratt því sem læðist úr munni stjórnmálamanna. Enginn er fullkominn en Fréttablað Danmerkur er að mínu mati nær því en þessi vinstrisinnaða leðja sem flæðir út úr snípsleikjum Ritzau. Þá er það skjalfest.
Orðin "krútt" og "yndi" streyma núna inn á athugasemdir á þessari síðu. Ég krefst þess að þessi orð séu hundsuð og að ég verði áfram þessi ofursvali og harði nagli sem allir vita að ég er.
Ný matmálsstefna í hádeginu: Hætta að drekka vatn í miklum mæli.
Jólagjöf vinnunnar var færð okkur í dag. Valið stóð á milli þriggja gjafa og ég valdi þá sem samanstendur af 6x66cl Blue Mountain Stout auk einhvers trékassa undir þá (merkjavara, að sjálfsögðu). Þetta fjáraustur í jólagjafir er auðvitað eitthvað sem telst til frádráttar af bæði mínum launum og hagnaði fyrirtækisins, en ef þeir halda að svona gjafaregn haldi í starfsmenn og laði aðra að þá þeir um það. Fyrir mitt leyti held ég ekki. Vonandi fengu þeir a.m.k. vænan afslátt af bjórnum í skiptum fyrir auglýsingagildið, þótt ég hafi ekki hugmynd um hvar ég ætti að kaupa fleiri ef ég ánetjaðist bragðinu (og 6,6% styrkleikanum).
Voðalega hljómaði þetta samt neikvætt og nöldurslegt? Það var kannski ekki ætlunin. Jú, að vissu leyti samt. Jæja, engin niðurstaða hér og nú.
Dexter þáttur 11 dottinn inn og sængin kallar. Yfir og út!
Helgi nú á enda er
Gríðargóð helgi nú að baki. Hún verður að hluta tekin í stikkorðum:
Ingimar er ómótstæðilegur, Ósk sömuleiðis, Stebbi er sífallegur (nýyrði dagsins), Tívolí er svo ágætur staður, julefrokost var með eindæmum skemmtilegur (gylltur kjóll á Document Controller já takk), Signe og Ole og ölvun og Wall Street, Danir drekka lítið og hægt en verða mjög fullir og hressir, engin Kolla Solla, sunnudags-Moose er ágætur, fallega fólkinu fjölgar senn.
Nóg af þessu.
Mikið var ég að koma mér í leiðinlega aðstöðu millimannsins um helgina, en sumt verður samt að gerast og gerast með minni hjálp, með fullu samþykki mínu eða ekki.
Önnur og mun ánægjulegri hjálp var þegin af mér rétt í þessu. Sumu fólki er bara hrein ánægja að gera greiða. Jafnvel svo að það að ég megi gera greiðann er greiðasemi við mig.
Framundan er löng vinnuvika og næsta helgi verður þurr segi ég.
Klipping nálgast.
Nóttin er komin. Bless í bili.
Ingimar er ómótstæðilegur, Ósk sömuleiðis, Stebbi er sífallegur (nýyrði dagsins), Tívolí er svo ágætur staður, julefrokost var með eindæmum skemmtilegur (gylltur kjóll á Document Controller já takk), Signe og Ole og ölvun og Wall Street, Danir drekka lítið og hægt en verða mjög fullir og hressir, engin Kolla Solla, sunnudags-Moose er ágætur, fallega fólkinu fjölgar senn.
Nóg af þessu.
Mikið var ég að koma mér í leiðinlega aðstöðu millimannsins um helgina, en sumt verður samt að gerast og gerast með minni hjálp, með fullu samþykki mínu eða ekki.
Önnur og mun ánægjulegri hjálp var þegin af mér rétt í þessu. Sumu fólki er bara hrein ánægja að gera greiða. Jafnvel svo að það að ég megi gera greiðann er greiðasemi við mig.
Framundan er löng vinnuvika og næsta helgi verður þurr segi ég.
Klipping nálgast.
Nóttin er komin. Bless í bili.
Wednesday, December 06, 2006
Gula slangan
Tuesday, December 05, 2006
Þriðjudagur til þreytu
Í dag er greinilega dagur sem á að fara í taugarnar á mér. Samstarfsfélagar eru síkjaftandi í kringum mig, stundum um stress, stundum um eitthvað vinnutengt, stundum um eitthvað úr einkalífinu, stundum sín á milli og stundum í síma. Þökk sé háværri tónlist í heyrnatólum tekst að útiloka lætin en gallinn er sá að það er alltaf einhver að reyna segja mér eitthvað og heldur að ég heyri. Hef þó leiðrétt það hér með.
Mér sýnist í fljótu bragði að hvorki meira né minna en þrír mismunandi menn vilji ákveða hvað ég eigi að gera í vinnunni, og allt á sama tíma helst. Þá er nú gott að vita hver af þeim ræður formlega og bara salta óskir hinna. Gott fyrir taugarnar en ekki samviskuna.
Núna er ég virkilega byrjaður að hlakka til að ákveðinn samstarfsmaður fari heim. Hann er búinn að fjasa í öðrum samstarfsaðila í klukkutíma samfleytt um hvað virkar og hvað virkar ekki innan fyrirtækisins án þess að hugleiða þann möguleika að það fari einfaldlega of mikill tími í að velta því fyrir sér af hverju ekkert gerist og of lítill í að gera eitthvað í því.
Danir eru hér með úrskurðaðir lausir við allt sem heitir skilningur á hagfræði. Lesendabréf í einu sorpblaðanna í dag spyr, "hvor viljum við skattalækkanir eða bætta þjónustu í heilbrigðiskerfinu?", eins og ekkert sé sjálfsagðara! Ef fjáraustur væri lausnin þá væru hundruð Dana ekki að deyja á biðlistum hins opinbera á hverju ári. Ef háir skattar væru ávísun á háar skatttekjur þá væru Danir líklega með ríki sem gæti stundað fjáraustur á öllum sviðum, en ekki bara þeim sem það stundar fjáraustur á í dag.
Umræður á Íslandi eru nú oft á lágu plani líka, með eða án minnar þátttöku.
Jólahlaðborð vinnunnar er á föstudaginn og menn að orðnir ansi heitir fyrir því. Í fyrra var gríðarlegt fjör enda hefur ótakmarkað magn af bjórum, skotum og víni í 6-7 klukkutíma oft góð áhrif á stemminguna.
3 milljónir danskra króna á metra. Það er metið.
Heildarútblástur koldíoxíðs í Bretlandi á ári svarar til þess sem útblástur koldíoxíðs eykst um í Kína - á ári! Að lesa um "nauðsyn" þess að Bretland ausi reglum og grænum sköttum yfir sjálfa sig til að minnka orkunotkun (og skerða lífskjör) er broslegt í því samhengi. Nær væri að snarauka framboð olíu á heimsmarkaði og gera hana aftur samkeppnishæfa við skítugu brúnkolin sem Kínverjar eru sífellt að auka notkunina á til að knýja orkuver sín.
Armed Gays Don't Get Bashed.
Offshore!
Ég heyrði fyndna sögu um daginn: Sovéskir embættismenn ákváðu einhvern tímann, á verðlagsstjórnarfundi, að barnamatur væri góður og ætti þar með að vera ódýr en vodka væri vondur og ætti þess vegna að vera dýr. Niðurstaðan? Hvergi barnamat að fá, og vodki á boðstólnum alls staðar! Lexían? Hugsi nú hver fyrir sig, en biðlistar á sjúkrahúsum versus allt morandi í lúxusbílum og jeppum á Íslandi ættu að vera gagnleg vangavelta til að hafa í huga.
Jæja nóg fjas. Heim vil ek!
Mér sýnist í fljótu bragði að hvorki meira né minna en þrír mismunandi menn vilji ákveða hvað ég eigi að gera í vinnunni, og allt á sama tíma helst. Þá er nú gott að vita hver af þeim ræður formlega og bara salta óskir hinna. Gott fyrir taugarnar en ekki samviskuna.
Núna er ég virkilega byrjaður að hlakka til að ákveðinn samstarfsmaður fari heim. Hann er búinn að fjasa í öðrum samstarfsaðila í klukkutíma samfleytt um hvað virkar og hvað virkar ekki innan fyrirtækisins án þess að hugleiða þann möguleika að það fari einfaldlega of mikill tími í að velta því fyrir sér af hverju ekkert gerist og of lítill í að gera eitthvað í því.
Danir eru hér með úrskurðaðir lausir við allt sem heitir skilningur á hagfræði. Lesendabréf í einu sorpblaðanna í dag spyr, "hvor viljum við skattalækkanir eða bætta þjónustu í heilbrigðiskerfinu?", eins og ekkert sé sjálfsagðara! Ef fjáraustur væri lausnin þá væru hundruð Dana ekki að deyja á biðlistum hins opinbera á hverju ári. Ef háir skattar væru ávísun á háar skatttekjur þá væru Danir líklega með ríki sem gæti stundað fjáraustur á öllum sviðum, en ekki bara þeim sem það stundar fjáraustur á í dag.
Umræður á Íslandi eru nú oft á lágu plani líka, með eða án minnar þátttöku.
Jólahlaðborð vinnunnar er á föstudaginn og menn að orðnir ansi heitir fyrir því. Í fyrra var gríðarlegt fjör enda hefur ótakmarkað magn af bjórum, skotum og víni í 6-7 klukkutíma oft góð áhrif á stemminguna.
3 milljónir danskra króna á metra. Það er metið.
Heildarútblástur koldíoxíðs í Bretlandi á ári svarar til þess sem útblástur koldíoxíðs eykst um í Kína - á ári! Að lesa um "nauðsyn" þess að Bretland ausi reglum og grænum sköttum yfir sjálfa sig til að minnka orkunotkun (og skerða lífskjör) er broslegt í því samhengi. Nær væri að snarauka framboð olíu á heimsmarkaði og gera hana aftur samkeppnishæfa við skítugu brúnkolin sem Kínverjar eru sífellt að auka notkunina á til að knýja orkuver sín.
Armed Gays Don't Get Bashed.
Offshore!
Ég heyrði fyndna sögu um daginn: Sovéskir embættismenn ákváðu einhvern tímann, á verðlagsstjórnarfundi, að barnamatur væri góður og ætti þar með að vera ódýr en vodka væri vondur og ætti þess vegna að vera dýr. Niðurstaðan? Hvergi barnamat að fá, og vodki á boðstólnum alls staðar! Lexían? Hugsi nú hver fyrir sig, en biðlistar á sjúkrahúsum versus allt morandi í lúxusbílum og jeppum á Íslandi ættu að vera gagnleg vangavelta til að hafa í huga.
Jæja nóg fjas. Heim vil ek!
Monday, December 04, 2006
Helgarannállinn
Þá er ljómandi helgi senn á enda og um að gera og taka saman einhverja punkta um hana.
Ingi Gauti kíkti í bæinn og vermdi svefnsófann góða í tvær nætur. Hann var hress alla helgina. Annað verður ekki sagt.
Burkni og Unnur eru í bænum og því fylgdi að sjálfsögðu snæðingur á veitingahúsi, Tívolíferð með töluverðri glöggdrykkju, SBS eftirhermur og yfirleitt mikill hressleiki. Ég þakka fyrir að hafa verið píndur í ýmis tæki sem almennt virka ekki mjög heillandi á mig. Styrmir og Anna voru einnig hress. Barbarnir voru hressir. Richard var hress. Hver var ekki hress segi ég nú bara?
Svarið: Ég, daginn eftir. 14 tíma svefn náði þó að bjarga því sem bjargað verður.
Nöfn frá djamminu: Maria á Pilegården og Søren frá Brewpub.
Próflokadjamm með háskólanemum 21. desember, daginn sem ég lendi á Íslandi (reyndar seint um kvöldið). Ég ætla út á lífið það kvöld. Gildir hið sama ekki um alla?
Á morgun verður tekinn stuttur dagur og öldrykkja hafin óvenjusnemma, en endar líka snemma.
Móður minni óska ég til hamingju með daginn og sjálfum óska ég mér til hamingju með morgundaginn (sem er reyndar hafinn núna).
Ingi Gauti kíkti í bæinn og vermdi svefnsófann góða í tvær nætur. Hann var hress alla helgina. Annað verður ekki sagt.
Burkni og Unnur eru í bænum og því fylgdi að sjálfsögðu snæðingur á veitingahúsi, Tívolíferð með töluverðri glöggdrykkju, SBS eftirhermur og yfirleitt mikill hressleiki. Ég þakka fyrir að hafa verið píndur í ýmis tæki sem almennt virka ekki mjög heillandi á mig. Styrmir og Anna voru einnig hress. Barbarnir voru hressir. Richard var hress. Hver var ekki hress segi ég nú bara?
Svarið: Ég, daginn eftir. 14 tíma svefn náði þó að bjarga því sem bjargað verður.
Nöfn frá djamminu: Maria á Pilegården og Søren frá Brewpub.
Próflokadjamm með háskólanemum 21. desember, daginn sem ég lendi á Íslandi (reyndar seint um kvöldið). Ég ætla út á lífið það kvöld. Gildir hið sama ekki um alla?
Á morgun verður tekinn stuttur dagur og öldrykkja hafin óvenjusnemma, en endar líka snemma.
Móður minni óska ég til hamingju með daginn og sjálfum óska ég mér til hamingju með morgundaginn (sem er reyndar hafinn núna).
Friday, December 01, 2006
MacDonals = kommúnismi?
Samstarfsmaður minn í dag mælti eftirfarandi snilldarathugasemd:
"Jeg synes MacDonalds er en slags kommunisme, alle har råd til at spise dårlig mad."
Fyrir dönskuþursa útleggst þetta nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:
Mér sýnist MacDonals vera einhvers konar form á kommúnisma, allir hafa efni á lélegum mat.
Hressandi og opnar augu mín á ýmsu sem viðgekkst í Sovétríkjunum þar sem allir höfðu jafnan aðgang að því sem við köllum lélegt og vont í frjálsu markaðssamfélagi.
"Jeg synes MacDonalds er en slags kommunisme, alle har råd til at spise dårlig mad."
Fyrir dönskuþursa útleggst þetta nokkurn veginn á eftirfarandi hátt:
Mér sýnist MacDonals vera einhvers konar form á kommúnisma, allir hafa efni á lélegum mat.
Hressandi og opnar augu mín á ýmsu sem viðgekkst í Sovétríkjunum þar sem allir höfðu jafnan aðgang að því sem við köllum lélegt og vont í frjálsu markaðssamfélagi.
Wednesday, November 29, 2006
Pólitísk hugleiðing
Þessi færsla er hrein pólitík með örlitlu persónulegu ívafi. Hún gæti samt snert taugar hjá þeim sem vilja ekkert af pólitík vita.
Í byrjun næsta apríl verða reykingar bannaðar á öllum "opinberum" stöðum í Danmörku - veitingahúsum, börum (yfir 40 fermetrum), skemmtistöðum og svo framvegis. Þó verður leyft að koma upp sérstökum reykherbergjum en það var málamiðlun sem verður líklega afnumin innan fárra ára.
Á Íslandi munu svipuð lög taka gildi rétt eftir næstu Alþingiskosningar og Ísland þar með komið í hóp með löndum eins og Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Skotlandi hvað þetta varðar.
Ég er á báðum áttum varðandi þessa löggjöf. Ég hef ekkert á móti því að dvelja á stöðum sem leyfa ekki reykingar - ég fer í bíó, á bókasöfn, vinn á reyklausri skrifstofu og sit í strætó. Ég var í Noregi um daginn og fór út á lífið og fannst ekki eins og líf mitt hefði verið eyðilagt með reykleysinu innandyra (reyndar var mjög þægilegt að fara út að reykja - margir staðir með tjöld utan við útidyrnar, nóg af öskubökkum þar og hitalampar til að ylja manni).
Það sem fer í taugarnar á mér er vanmáttur reykleysingja til að gera rekstraraðilum skemmtistaða það ljóst að reykleysi mun draga þá og seðlaveski þeirra að, og séu reykingar leyfðar þá muni þeir halda sig fjarri, eða a.m.k. ekki dvelja eins lengi. Sjálfur reykingamaðurinn ég læt alveg eiga sig að fara inn á suma staði sökum reykingamökks - ég þarf mitt súrefni!
Þessi vanmáttur langstærsta hluta neytenda - þeirra reyklausu - er sennilega hægt að útskýra af eftirfarandi ástæðum: Ríkið á að græja málin, reykmökkur í ölvunarástandi ónáðar ekki fyrr en daginn eftir í þynnkunni þegar föt og hár lykta af tjöru og nikótíni, reykingar eru svo sjálfsagður hlutur í ýmsu umhverfi að það tekur því ekki að malda í móinn fyrr en viðkomandi er kominn heim og getur skrifað reiðigreinar í blöðin, og, að sjálfsögðu, reykingafólk er svo skemmtilegt að fjarvera þess gerir stað hreinlega leiðinlegan!
Reynslan af lögboðnu reykingabanni er ekki svo slæm fyrir rekstraraðila skemmtistaða og veitingahúsa. Sagan segir að í upphafi haldi reykingamenn sig fjarri en reyklaust fólk streymir að. Smátt og smátt lætur reykingafólkið svo sjá sig aftur og venur sig hreinlega á að fara út til að kveikja sér í einni. En hvers konar lexíu á að draga af þessu? Að almenningur muni ekki passa upp á heilsu sína og virða aðra fyrr en hermenn mæta á staðinn og skikka alla til að fara í gymmið og sitja námskeið í kurteisi? Að fólk sé sauðfé áður en hirðirinn mætir til að reka það á og af fjalli? Mér sýnist það.
Lögbann á reykingar á almannafæri innandyra mun líklega ekki hafa neikvæð áhrif á mig. Ég mun kveikja mér í færri sígarettum, spara pening, bæta heilsuna og menga loftið minna (þar til viðrekstur verður bannaður líka). En þrátt fyrir allt þetta praktíska þá finnst mér réttlætið vera fótum troðið með löggjöf sem þessari (einkaeigendur húsnæðis í einkaeigu fá fyrirmæli um hvað þeir mega, leyfa og gera á sinni einkaeign) og af þeirri tilfinningu verður varla hægt að fá mig. Ef hermaður mætti heim til mín daglega til að segja mér að stunda æfingar á eigin gólfi, mér til hagsbóta, þá myndi það leiða til sömu tilfinningar, þótt niðurstaðan yrði heilbrigðari líkami og það allt.
Ég er þó fyrst og fremst illa svekktur - svekktur yfir því að neytendur skuli ekki geta sagt skoðun sína og þar með búið til framboð eftir viðskiptum þeirra. Þetta vald neytandans - almennings - er nákvæmlega það sem hefur tryggt mikið, öruggt og snöggt framboð af góðum varningi og góðri þjónustu. Ef þetta vald er nú sett í hendur stjórnmálamanna er hættan sú að tregðan á markaðinum verði aukin gríðarlega. Fórn af því tagi mun leiða til miklu verri afleiðinga en óhreins lofts á skemmtistöðum, á meðan beðið er eftir löggjöf til að græja málin. Stjórnmálamenn rífast miklu meira innbyrðis en eigendur Vegamóta og Kaffi Súfus hafa nokkurn tímann eytt púðri í, þótt reykingapólitík þeirra sé gjörólík.
Reykingabannið er ekki endilega neikvætt í sjálfu sé. Tilurð þess er mér samt gríðarlega á móti skapi.
Í byrjun næsta apríl verða reykingar bannaðar á öllum "opinberum" stöðum í Danmörku - veitingahúsum, börum (yfir 40 fermetrum), skemmtistöðum og svo framvegis. Þó verður leyft að koma upp sérstökum reykherbergjum en það var málamiðlun sem verður líklega afnumin innan fárra ára.
Á Íslandi munu svipuð lög taka gildi rétt eftir næstu Alþingiskosningar og Ísland þar með komið í hóp með löndum eins og Noregi, Írlandi, Svíþjóð og Skotlandi hvað þetta varðar.
Ég er á báðum áttum varðandi þessa löggjöf. Ég hef ekkert á móti því að dvelja á stöðum sem leyfa ekki reykingar - ég fer í bíó, á bókasöfn, vinn á reyklausri skrifstofu og sit í strætó. Ég var í Noregi um daginn og fór út á lífið og fannst ekki eins og líf mitt hefði verið eyðilagt með reykleysinu innandyra (reyndar var mjög þægilegt að fara út að reykja - margir staðir með tjöld utan við útidyrnar, nóg af öskubökkum þar og hitalampar til að ylja manni).
Það sem fer í taugarnar á mér er vanmáttur reykleysingja til að gera rekstraraðilum skemmtistaða það ljóst að reykleysi mun draga þá og seðlaveski þeirra að, og séu reykingar leyfðar þá muni þeir halda sig fjarri, eða a.m.k. ekki dvelja eins lengi. Sjálfur reykingamaðurinn ég læt alveg eiga sig að fara inn á suma staði sökum reykingamökks - ég þarf mitt súrefni!
Þessi vanmáttur langstærsta hluta neytenda - þeirra reyklausu - er sennilega hægt að útskýra af eftirfarandi ástæðum: Ríkið á að græja málin, reykmökkur í ölvunarástandi ónáðar ekki fyrr en daginn eftir í þynnkunni þegar föt og hár lykta af tjöru og nikótíni, reykingar eru svo sjálfsagður hlutur í ýmsu umhverfi að það tekur því ekki að malda í móinn fyrr en viðkomandi er kominn heim og getur skrifað reiðigreinar í blöðin, og, að sjálfsögðu, reykingafólk er svo skemmtilegt að fjarvera þess gerir stað hreinlega leiðinlegan!
Reynslan af lögboðnu reykingabanni er ekki svo slæm fyrir rekstraraðila skemmtistaða og veitingahúsa. Sagan segir að í upphafi haldi reykingamenn sig fjarri en reyklaust fólk streymir að. Smátt og smátt lætur reykingafólkið svo sjá sig aftur og venur sig hreinlega á að fara út til að kveikja sér í einni. En hvers konar lexíu á að draga af þessu? Að almenningur muni ekki passa upp á heilsu sína og virða aðra fyrr en hermenn mæta á staðinn og skikka alla til að fara í gymmið og sitja námskeið í kurteisi? Að fólk sé sauðfé áður en hirðirinn mætir til að reka það á og af fjalli? Mér sýnist það.
Lögbann á reykingar á almannafæri innandyra mun líklega ekki hafa neikvæð áhrif á mig. Ég mun kveikja mér í færri sígarettum, spara pening, bæta heilsuna og menga loftið minna (þar til viðrekstur verður bannaður líka). En þrátt fyrir allt þetta praktíska þá finnst mér réttlætið vera fótum troðið með löggjöf sem þessari (einkaeigendur húsnæðis í einkaeigu fá fyrirmæli um hvað þeir mega, leyfa og gera á sinni einkaeign) og af þeirri tilfinningu verður varla hægt að fá mig. Ef hermaður mætti heim til mín daglega til að segja mér að stunda æfingar á eigin gólfi, mér til hagsbóta, þá myndi það leiða til sömu tilfinningar, þótt niðurstaðan yrði heilbrigðari líkami og það allt.
Ég er þó fyrst og fremst illa svekktur - svekktur yfir því að neytendur skuli ekki geta sagt skoðun sína og þar með búið til framboð eftir viðskiptum þeirra. Þetta vald neytandans - almennings - er nákvæmlega það sem hefur tryggt mikið, öruggt og snöggt framboð af góðum varningi og góðri þjónustu. Ef þetta vald er nú sett í hendur stjórnmálamanna er hættan sú að tregðan á markaðinum verði aukin gríðarlega. Fórn af því tagi mun leiða til miklu verri afleiðinga en óhreins lofts á skemmtistöðum, á meðan beðið er eftir löggjöf til að græja málin. Stjórnmálamenn rífast miklu meira innbyrðis en eigendur Vegamóta og Kaffi Súfus hafa nokkurn tímann eytt púðri í, þótt reykingapólitík þeirra sé gjörólík.
Reykingabannið er ekki endilega neikvætt í sjálfu sé. Tilurð þess er mér samt gríðarlega á móti skapi.
Tuesday, November 28, 2006
Andlaus en eigi óhress
Eitthvað innblástursleysi að hrjá mig á þessari síðu þessar vikurnar en ég geri tilraun til að blaðra út í eitt og vona að eitthvað læsilegt komi út úr því.
Vinnan er gríðarhressandi þessa dagana og í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir því. Verkefni sem hafa hangið yfir mér í marga mánuði virðast vera nálgast endalok sín, julefrokost í næstu viku hefur kynt í góðri stemmingu meðal samtarfsfólksins og veðrið er ánægjulega laust við rigningu og rok (en ekki alveg við kulda). Þegar allt þetta kemur saman er góður andi í liðinu.
Glitnir er einhvers konar fávitabanki að mér finnst. Ég mun a.m.k. ekki þora í viðskipti við þá. Þá er það skjalfest. (Ég segi þetta þrátt fyrir að ákveðnar auglýsingar frá Glitni herja nú á landsmenn, en ekki vegna þess!)
Endurupptaka á greinaskriftum hefur lengi verið á döfinni en ég virðist eiga voðalega erfitt með að komast í gang eftir margra mánaða hlé (að örfáum smápistlum undanskildum). Mörg uppköst hafa fæðst en ekkert náð að komast alla leið í þónokkurn tíma. Kannski er ástæðan sú að margir virðast vera tilbúnir að ræða við mig beint um það sem ég fylli venjulega greinar af (sem er tiltölulega nýtt) og þannig fjarlægt þorsta minn til að predika fagnaðarerindi mitt meðal ókunnugra. Skrýtið að mér finnst og ekki eitthvað sem ég hefði búist við. Kannski vantar mig bara sjálfboðaliða úr rauða hernum (í alhæfingarskilningi mínum á þeim her) til að lesa yfir það sem ég er að berja saman og reyna drepa skriftir mínar áður en þær fæðast á prenti. Hver er til? Af nægu er að taka!
Framundan er gríðarhressandi helgi. Strætófyrirsæta Íslands og frú koma til Köben og á döfinni er almennt svínarí, Tívolí, glögg og enn meira svínarí. Barbarnir eru vonandi hressir líka og ákveðinn Óskarsson lætur vonandi sjá sig. Ég get ekki annað en hlakkað til!
Óáhugaverð staðreynd dagsins um sjálfan mig: Á morgun verða föt þvegin!
Djöfull get ég stundum hljómað málhaltur í dönsku ritmáli. Sem betur fer er mér alveg nákvæmlega sama hvað Baunum finnst um mína perka-íslensku. Annars mundi ég ekki skrifa orð á hrognamálinu þeirra.
Mmmmmmmmmm.... Jenna Jameson.
Second Life er alveg magnað kvikindi (að ég held). Ég hef ekki prófað það (ennþá) en lesið örfréttir um það sem birtast í einu dagblaða Kaupmannahafnar. Ein þeirra segir meðal annars frá tilraun sem varð gerð til að leggja skatt á "íbúa" þessa heims, sem aftur var mætt með harðri mótspyrnu og endaði með því að engin skattlagning tókst. Félagsfræðileg tilraun á heimsmælikvarða! Sennilega fyrsta skattauppreisn Vesturlandabúa síðan þeir voru skildir eftir í húsarústunum eftir stærstu styrjöld ríkisstjórna heimsins fyrr og síðar, Seinni heimstyrjöldina. Ég ætla skrá mig og prófa. Núna.
Úff meira vesenið að skrá sig í þetta en hafðist. Efast samt um að ég endist við að spila þetta. Það, eða ég verð forfallinn fíkill. Svoleiðis er það yfirleitt með mig. Væri samt til í eina skattauppreisn eða svo.
Ákveðinn vinnuþjarkur kemur mér til hugar núna. Gangi þér vel að berjast og þetta reddast! Við vitum það alveg.
Vinnan er gríðarhressandi þessa dagana og í sjálfu sér engin sérstök ástæða fyrir því. Verkefni sem hafa hangið yfir mér í marga mánuði virðast vera nálgast endalok sín, julefrokost í næstu viku hefur kynt í góðri stemmingu meðal samtarfsfólksins og veðrið er ánægjulega laust við rigningu og rok (en ekki alveg við kulda). Þegar allt þetta kemur saman er góður andi í liðinu.
Glitnir er einhvers konar fávitabanki að mér finnst. Ég mun a.m.k. ekki þora í viðskipti við þá. Þá er það skjalfest. (Ég segi þetta þrátt fyrir að ákveðnar auglýsingar frá Glitni herja nú á landsmenn, en ekki vegna þess!)
Endurupptaka á greinaskriftum hefur lengi verið á döfinni en ég virðist eiga voðalega erfitt með að komast í gang eftir margra mánaða hlé (að örfáum smápistlum undanskildum). Mörg uppköst hafa fæðst en ekkert náð að komast alla leið í þónokkurn tíma. Kannski er ástæðan sú að margir virðast vera tilbúnir að ræða við mig beint um það sem ég fylli venjulega greinar af (sem er tiltölulega nýtt) og þannig fjarlægt þorsta minn til að predika fagnaðarerindi mitt meðal ókunnugra. Skrýtið að mér finnst og ekki eitthvað sem ég hefði búist við. Kannski vantar mig bara sjálfboðaliða úr rauða hernum (í alhæfingarskilningi mínum á þeim her) til að lesa yfir það sem ég er að berja saman og reyna drepa skriftir mínar áður en þær fæðast á prenti. Hver er til? Af nægu er að taka!
Framundan er gríðarhressandi helgi. Strætófyrirsæta Íslands og frú koma til Köben og á döfinni er almennt svínarí, Tívolí, glögg og enn meira svínarí. Barbarnir eru vonandi hressir líka og ákveðinn Óskarsson lætur vonandi sjá sig. Ég get ekki annað en hlakkað til!
Óáhugaverð staðreynd dagsins um sjálfan mig: Á morgun verða föt þvegin!
Djöfull get ég stundum hljómað málhaltur í dönsku ritmáli. Sem betur fer er mér alveg nákvæmlega sama hvað Baunum finnst um mína perka-íslensku. Annars mundi ég ekki skrifa orð á hrognamálinu þeirra.
Mmmmmmmmmm.... Jenna Jameson.
Second Life er alveg magnað kvikindi (að ég held). Ég hef ekki prófað það (ennþá) en lesið örfréttir um það sem birtast í einu dagblaða Kaupmannahafnar. Ein þeirra segir meðal annars frá tilraun sem varð gerð til að leggja skatt á "íbúa" þessa heims, sem aftur var mætt með harðri mótspyrnu og endaði með því að engin skattlagning tókst. Félagsfræðileg tilraun á heimsmælikvarða! Sennilega fyrsta skattauppreisn Vesturlandabúa síðan þeir voru skildir eftir í húsarústunum eftir stærstu styrjöld ríkisstjórna heimsins fyrr og síðar, Seinni heimstyrjöldina. Ég ætla skrá mig og prófa. Núna.
Úff meira vesenið að skrá sig í þetta en hafðist. Efast samt um að ég endist við að spila þetta. Það, eða ég verð forfallinn fíkill. Svoleiðis er það yfirleitt með mig. Væri samt til í eina skattauppreisn eða svo.
Ákveðinn vinnuþjarkur kemur mér til hugar núna. Gangi þér vel að berjast og þetta reddast! Við vitum það alveg.
Monday, November 27, 2006
Sunnudagshugleiðingin
Þá er komið sunnudagskvöld og þótt fátt sé að frétta er ýmislegt að hræra í hausnum á manni.
Ég fékk að gera nokkuð sem ég vonaðist til að fá að gera en vænti mótstöðu gegn. Vonandi að ég nýtist til einhvers en það kemur í ljós á næstu dögum.
Fótbolti með Börbunum var hressandi þótt niðurstaðan hafi ekki verið alveg sú besta að þeirra mati. O'Learys er svo ágætur staður.
Ég eyddi u.þ.b. hálftíma í vinnunni í dag sem verða að miklu fleiri klukkutímum í sparnaði á vinnu en ég get séð fyrir. Húrra fyrir því framtaki! Að öðru leyti fór helgin að mestu leyti í drepa uppsafnaða svefnþörf. Fögur fyrirheit breytast því í ófögur svik.
Tölvan mín er byrjuð að sína ellimerki, strax! Svei því.
Næsta helgi mun líklega verða harður pakki. Nöfn eins og Burkni og Eiki steik standa upp úr. Smáatriðin eiga enn eftir að koma í ljós, en þau verða vonandi öll framkvæmd með áfengi í blóði, eða adrenalín, eða hvoru tveggja.
Síðan hvenær telst alveg rosalega kynæsandi og kynþokkafull mannesakja ekki með? Er ég að misskilja eitthvað?
Ég er engu nær um hvenær Tívolíkortið mitt rennur út. Dugir þó yfir jólin komst ég að. Had to be there moment.
Ákveðin sendiherradóttir er sjaldséð eintak um þessar mundir. Ég stefni að því að bæta úr því.
Ákveðið bað má mjög gjarnan enda fljótlega!
Þá vitum við það: Fyrrverandi formaður Heimdallar á best heima í Samfylkingunni og þar með vera úr myndinni sem einhver sem einhver tekur mark á.
Baðið endaði. Húrra fyrir því!
Ég held ég sé kominn með ágæta stjórn á vinnufélögunum núna. Þeir sem höfðu hátt áður eru byrjaðir að þegja og aðrir byrjaðir hlýða. Örfáir gemlingar eftir en ég græja þá með tíð og tíma.
Nýji James Bond lítur ágætlega út í stolnu útgáfunni sem ég var að fá í hús. Ég held ég sjái samt myndina á breiðtjaldi fyrst áður en ég sé hana á mínum litla tölvuskjá. Góðar myndir eiga skilið góða umgjörð. Hið andstæða gildir um lélegar myndir.
Númer Eika hér með skjalfest og nóttin hrópar á svefn. Yfir og út.
Ég fékk að gera nokkuð sem ég vonaðist til að fá að gera en vænti mótstöðu gegn. Vonandi að ég nýtist til einhvers en það kemur í ljós á næstu dögum.
Fótbolti með Börbunum var hressandi þótt niðurstaðan hafi ekki verið alveg sú besta að þeirra mati. O'Learys er svo ágætur staður.
Ég eyddi u.þ.b. hálftíma í vinnunni í dag sem verða að miklu fleiri klukkutímum í sparnaði á vinnu en ég get séð fyrir. Húrra fyrir því framtaki! Að öðru leyti fór helgin að mestu leyti í drepa uppsafnaða svefnþörf. Fögur fyrirheit breytast því í ófögur svik.
Tölvan mín er byrjuð að sína ellimerki, strax! Svei því.
Næsta helgi mun líklega verða harður pakki. Nöfn eins og Burkni og Eiki steik standa upp úr. Smáatriðin eiga enn eftir að koma í ljós, en þau verða vonandi öll framkvæmd með áfengi í blóði, eða adrenalín, eða hvoru tveggja.
Síðan hvenær telst alveg rosalega kynæsandi og kynþokkafull mannesakja ekki með? Er ég að misskilja eitthvað?
Ég er engu nær um hvenær Tívolíkortið mitt rennur út. Dugir þó yfir jólin komst ég að. Had to be there moment.
Ákveðin sendiherradóttir er sjaldséð eintak um þessar mundir. Ég stefni að því að bæta úr því.
Ákveðið bað má mjög gjarnan enda fljótlega!
Þá vitum við það: Fyrrverandi formaður Heimdallar á best heima í Samfylkingunni og þar með vera úr myndinni sem einhver sem einhver tekur mark á.
Baðið endaði. Húrra fyrir því!
Ég held ég sé kominn með ágæta stjórn á vinnufélögunum núna. Þeir sem höfðu hátt áður eru byrjaðir að þegja og aðrir byrjaðir hlýða. Örfáir gemlingar eftir en ég græja þá með tíð og tíma.
Nýji James Bond lítur ágætlega út í stolnu útgáfunni sem ég var að fá í hús. Ég held ég sjái samt myndina á breiðtjaldi fyrst áður en ég sé hana á mínum litla tölvuskjá. Góðar myndir eiga skilið góða umgjörð. Hið andstæða gildir um lélegar myndir.
Númer Eika hér með skjalfest og nóttin hrópar á svefn. Yfir og út.
Wednesday, November 22, 2006
Nóvemberannáll
Nóvember er mánuður sem ég gleymi seint, meðal annars þökk sé nóvemberannálnum sem núna verður skjalfestur.
Í dag er ég einn heima í fyrsta skipti í að verða tvær vikur í einn af fáum dögum í þessum mánuði.
Gestagangurinn hófst með Elísabetu í byrjun mánaðarins þar sem hún millilenti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Sviss. Stúlkuna hafði ég ekki séð í einrúmi í töluverðan tíma, gott ef ekki síðan samstarfssumar okkar hjá Orkuveitunni endaði fyrir mörgum árum. Hún kom færandi hendi með áfengi og tóbak, keypti hálfa H&M og var í alla staði hress og frábær. Henni ætla ég ekki að týna í mannhafinu.
Daginn eftir mætir Fjóla í bæinn, sumarklædd og með rauða ferðatösku. Ekki amalegt að fá að hýsa tvær fallegar kvenverur sömu nóttina og rumska við þær masa saman daginn eftir.
Túristarúnturinn var tekinn af mikilli afslöppun og í miklum rólegheitum og honum vil ég ekki gleyma. Fjólu fékk ég að draga í bæinn til að hitta Barbana og drekka marga bjóra og var mikið fjör. Í fyrsta sinn sá ég manneskju fá tiltal frá löggunni fyrir að í fyrsta lagi hjóla ljóslaus, í öðru lagi hjóla sikksakkandi á miðri götu og í þriðja lagi hjóla sikksakkandi fyrir löggubíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.
Mjög ágæt helgi sem endaði með Afríkufjör Fjólu.
Móðir mín lendir svo á fimmtudeginum. Hún er svo afskaplega ágæt og alveg miklu meira en það. Þrátt fyrir mótmæli mín var hún staðráðin í að kaupa eitthvað í búið handa mér (í nafni afmælisgjafa) og fann upp á helling af hlutum sem mig vantaði án þess að ég vissi það fyrirfram. Bjórar voru drukknir heima og að heiman, jazztónleikar sóttir og mikið spjallað og ég þakka henni kærlega fyrir heimsóknina! Megi hún móðir mín komast sem oftast til mín og/eða ég til hennar.
Á mánudeginum flýg ég til Noregs og er þar í fjóra daga til að sitja námskeið á vegum vinnunnar (eða þannig séð). Minning þess tíma pakkast saman í örfáa frasa (og slæmra minninga um verðlag Stavanger, Noregi): Offshore! Halvtreds tusind tons! Offshore! Josh!
Skömmu eftir lendingu og heimkomu á fimmtudeginum mæta Barbarnir heim til mín (ég skulda þér ennþá fyrir hrekkinn Daði!). Ekki er hægt að segja annað en þeir hafi komið færandi hendi og nokkrir bjórar strax komnir niður þegar Sverrir mætir á staðinn, beint frá Kastrup. Drykkja og gleði og La Fontaine allt þar til ég eyðilagði skemmtunina með því að draga mig (og um leið Sverri) úr leik til að freista þess að ná nokkrum vinnutímum daginn eftir.
Eftir stuttan vinnudag á föstudaginn tekur við bæjarrölt með Sverri og svo stutt heimkoma til að koma fyrir verslunarafrakstri hans. Síðan var haldið á Kastrup til að taka á móti Aggú og Örvari. Aggú heldur á aðrar slóðir það kvöld en ánægjulegt kofafyllerí var þó haldið heima hjá mér. Afganginn af kvöldinu ræði ég ekki.
Laugardagurinn var svo vitaskuld enn meira sötur og jafnvel enn skemmtilegri bær. Nöfn eins og Signe og Kolla á Lergravsparken eru enn í fersku minni (á alveg fullkomlega alklæddan og siðprúðan hátt).
Mönnum eins og Ingimar og Börbunum þakka ég kærlega fyrir helgina.
Á sunnudeginum er piltum fylgt á flugvöllinn og við tekur þynnka og annað sem fylgir stífum pakka.
Á mánudeginum kemur Fjóla aftur heim frá Afríku og fór svo í morgun. Hún á skilið skammir fyrir það hvernig hún skildi íbúðina mína eftir sig! Allt uppvaskað og raðað og umslag hér og miði þar og hausinn á mér í tómu tjóni þótt íbúðin sé í toppstandi! Já, þú veist að þú mátt ekki gera svona lagað, Íslendingur!
Lýkur þar með nóvemberannál.
Í dag er ég einn heima í fyrsta skipti í að verða tvær vikur í einn af fáum dögum í þessum mánuði.
Gestagangurinn hófst með Elísabetu í byrjun mánaðarins þar sem hún millilenti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Sviss. Stúlkuna hafði ég ekki séð í einrúmi í töluverðan tíma, gott ef ekki síðan samstarfssumar okkar hjá Orkuveitunni endaði fyrir mörgum árum. Hún kom færandi hendi með áfengi og tóbak, keypti hálfa H&M og var í alla staði hress og frábær. Henni ætla ég ekki að týna í mannhafinu.
Daginn eftir mætir Fjóla í bæinn, sumarklædd og með rauða ferðatösku. Ekki amalegt að fá að hýsa tvær fallegar kvenverur sömu nóttina og rumska við þær masa saman daginn eftir.
Túristarúnturinn var tekinn af mikilli afslöppun og í miklum rólegheitum og honum vil ég ekki gleyma. Fjólu fékk ég að draga í bæinn til að hitta Barbana og drekka marga bjóra og var mikið fjör. Í fyrsta sinn sá ég manneskju fá tiltal frá löggunni fyrir að í fyrsta lagi hjóla ljóslaus, í öðru lagi hjóla sikksakkandi á miðri götu og í þriðja lagi hjóla sikksakkandi fyrir löggubíl sem var að koma úr gagnstæðri átt.
Mjög ágæt helgi sem endaði með Afríkufjör Fjólu.
Móðir mín lendir svo á fimmtudeginum. Hún er svo afskaplega ágæt og alveg miklu meira en það. Þrátt fyrir mótmæli mín var hún staðráðin í að kaupa eitthvað í búið handa mér (í nafni afmælisgjafa) og fann upp á helling af hlutum sem mig vantaði án þess að ég vissi það fyrirfram. Bjórar voru drukknir heima og að heiman, jazztónleikar sóttir og mikið spjallað og ég þakka henni kærlega fyrir heimsóknina! Megi hún móðir mín komast sem oftast til mín og/eða ég til hennar.
Á mánudeginum flýg ég til Noregs og er þar í fjóra daga til að sitja námskeið á vegum vinnunnar (eða þannig séð). Minning þess tíma pakkast saman í örfáa frasa (og slæmra minninga um verðlag Stavanger, Noregi): Offshore! Halvtreds tusind tons! Offshore! Josh!
Skömmu eftir lendingu og heimkomu á fimmtudeginum mæta Barbarnir heim til mín (ég skulda þér ennþá fyrir hrekkinn Daði!). Ekki er hægt að segja annað en þeir hafi komið færandi hendi og nokkrir bjórar strax komnir niður þegar Sverrir mætir á staðinn, beint frá Kastrup. Drykkja og gleði og La Fontaine allt þar til ég eyðilagði skemmtunina með því að draga mig (og um leið Sverri) úr leik til að freista þess að ná nokkrum vinnutímum daginn eftir.
Eftir stuttan vinnudag á föstudaginn tekur við bæjarrölt með Sverri og svo stutt heimkoma til að koma fyrir verslunarafrakstri hans. Síðan var haldið á Kastrup til að taka á móti Aggú og Örvari. Aggú heldur á aðrar slóðir það kvöld en ánægjulegt kofafyllerí var þó haldið heima hjá mér. Afganginn af kvöldinu ræði ég ekki.
Laugardagurinn var svo vitaskuld enn meira sötur og jafnvel enn skemmtilegri bær. Nöfn eins og Signe og Kolla á Lergravsparken eru enn í fersku minni (á alveg fullkomlega alklæddan og siðprúðan hátt).
Mönnum eins og Ingimar og Börbunum þakka ég kærlega fyrir helgina.
Á sunnudeginum er piltum fylgt á flugvöllinn og við tekur þynnka og annað sem fylgir stífum pakka.
Á mánudeginum kemur Fjóla aftur heim frá Afríku og fór svo í morgun. Hún á skilið skammir fyrir það hvernig hún skildi íbúðina mína eftir sig! Allt uppvaskað og raðað og umslag hér og miði þar og hausinn á mér í tómu tjóni þótt íbúðin sé í toppstandi! Já, þú veist að þú mátt ekki gera svona lagað, Íslendingur!
Lýkur þar með nóvemberannál.
Sunday, November 19, 2006
Þynnkuskitan að baki
Þá er nú liðinn alveg skelfilega langur tími síðan seinasta færsla var sett hingað og það er auðvitað alveg óásættanlegt.
Noregur var ljúfur. Atvinnurekandinn samt að eyða alltof miklu miðað við það sem hann fær til baka. Norskur bjór er dýr en norskar stelpur eru yndi. Nammi hreinlega.
Örvar, Sverrir og Aggú eru núna í loftinu á leið til Íslands. Þeir eru það fallegasta og besta í heimi. Ég þakka þeim kærlega fyrir tímann okkar saman!
Fjólan kemur á morgun. Ég hlakka til þótt tíminn sé skammur og hasarinn mikill.
Ef ég væri atvinnurekandi minn þá mundi ég veita mér tiltal fyrir viðveruóstöðugleika og léleg afköst á seinustu 2 vikum, en sem betur fer er ég ekki atvinnurekandi minn.
Leggja sig núna og vera hress í kvöld eða harka af mér þynnkuna og fara snemma að sofa? Við sjáum til...
Noregur var ljúfur. Atvinnurekandinn samt að eyða alltof miklu miðað við það sem hann fær til baka. Norskur bjór er dýr en norskar stelpur eru yndi. Nammi hreinlega.
Örvar, Sverrir og Aggú eru núna í loftinu á leið til Íslands. Þeir eru það fallegasta og besta í heimi. Ég þakka þeim kærlega fyrir tímann okkar saman!
Fjólan kemur á morgun. Ég hlakka til þótt tíminn sé skammur og hasarinn mikill.
Ef ég væri atvinnurekandi minn þá mundi ég veita mér tiltal fyrir viðveruóstöðugleika og léleg afköst á seinustu 2 vikum, en sem betur fer er ég ekki atvinnurekandi minn.
Leggja sig núna og vera hress í kvöld eða harka af mér þynnkuna og fara snemma að sofa? Við sjáum til...
Sunday, November 12, 2006
Noregur kallar
Þá er móðurhelginni alveg að ljúka og eftir sitja lifrarskemmdir vegna kaffi- og öldrykkju á víxl í að verða þrjá sólarhringa. Ljómandi. Engin leið að ætla sér að borga neitt með móður sína með sér í verslunum og alls kyns hlutir hafa nú ratað inn á heimilið: Hnífasett (sem þýðir að Daði getur líklega ekki komið í heimsókn aftur), pottur, Reyka-vodki, íslenski fáninn á litlum stalli og allskyns hlutir sem ekki hafa verið hér áður. Íbúðin líka töluvert hreinni eftir tilkomu mömmu og borðplötur og hreinlega heilu borðin að láta sjá sig í fyrsta skipti síðan ég flutti inn.
Á morgun er vinnuferð til Noregs. Flugmiðar, hótel og annað komið á sinn stað og við tekur þétt dagskrá frá mánudegi til fimmtudags. Síminn minn verður líklega sambandslaus og ekki ætlar fyrirtækjasíminn að ná sambandi við dreifikerfi Sonofon þannig að tölvupóstur verður líklega það eina sem ég sé á milli öldrykkju og fyrirlestrarsetu. Þá veit alþjóð það.
Mál málanna virðist vera gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann stal fé og fékk dóm fyrir það á meðan aðrir stjórnmálamenn stela fé en fá ekki dóm. Ég fæ samt vont bragð í munninn við að hugsa til þess að hann setjist aftur á Alþingi. Þeir sem stela fé löglega eru a.m.k. að stela því löglega. Ólöglegur þjófnaður er ekki réttlátari en má afsaka því þingmenn halda að þeir séu að gera eitthvað rétt og siðlegt (en eru ekki).
Næsta helgi er þéttpökkuð svo ekki sé meira sagt og fjörið byrjar á fimmtudagskvöldið. Á ég að halda (innflutnings)teiti fyrir útvalda? Eitthvað þarf að gera við allt þetta tópas- og opal-áfengi sem safnar ryki í hillunni minni.
Á morgun er vinnuferð til Noregs. Flugmiðar, hótel og annað komið á sinn stað og við tekur þétt dagskrá frá mánudegi til fimmtudags. Síminn minn verður líklega sambandslaus og ekki ætlar fyrirtækjasíminn að ná sambandi við dreifikerfi Sonofon þannig að tölvupóstur verður líklega það eina sem ég sé á milli öldrykkju og fyrirlestrarsetu. Þá veit alþjóð það.
Mál málanna virðist vera gott gengi Árna Johnsen í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hann stal fé og fékk dóm fyrir það á meðan aðrir stjórnmálamenn stela fé en fá ekki dóm. Ég fæ samt vont bragð í munninn við að hugsa til þess að hann setjist aftur á Alþingi. Þeir sem stela fé löglega eru a.m.k. að stela því löglega. Ólöglegur þjófnaður er ekki réttlátari en má afsaka því þingmenn halda að þeir séu að gera eitthvað rétt og siðlegt (en eru ekki).
Næsta helgi er þéttpökkuð svo ekki sé meira sagt og fjörið byrjar á fimmtudagskvöldið. Á ég að halda (innflutnings)teiti fyrir útvalda? Eitthvað þarf að gera við allt þetta tópas- og opal-áfengi sem safnar ryki í hillunni minni.
Thursday, November 09, 2006
Móðirin kemur
Þá eru bara 18 tímar eða svo í hana móður mína. Helgin fer í allt sem tilheyrir móðurheimsókn; kaffihús, öldrykkja, spjall og rölt. Ekkert stress, engin sérstök plön og eintóm "hygge". Ég hlakka til.
Noregsvinnuferðin komst í mikið uppnám í dag. Ég komst að því að það átti að senda okkur af stað rétt eftir hádegi á sunnudeginum sem er skelfing (mér var í upphafi tjáð að ég væri að fara á "frá mánudegi til fimmtudags"). Ég bað því um láta að draga mig út úr dæminu nema ég fengi fluginu breytt til mánudagsmorguns og kemst að því á morgun hvernig það fer. Glætan að ég ætli að hanga á norsku kaffihúsi á sunnudegi þegar ég get verið að spjalla við hana móður mína á dönsku kaffihúsi. Svo illa uppalinn er ég ekki.
Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með sjálfan mig eftir vinnudag dagsins. Eins einfalt og þursahelt og Visual Basic getur oft verið þá getur það líka verið algjörlega yfir minn skilning hafið. Bless bless sex klukkutímar í dag.
Note to self: Vera alltaf með lágmarksframfærslu af reiðufé í vasanum. Danskt kortakerfi virkar engu betur en danskt lestarkerfi.
Burknur hafa boðað komu sína til Köben fyrstu helgina í desember og það vekur upp mikla tilhlökkun enda er þetta með eindæmum hressandi félagsskapur, þessi hjú. Þau eru að ég held einu hjónin sem ég þekki sem eiga ekki að sækja um skilnað hið fyrsta.
Mér tókst að lauma inn örlítilli frjálshyggju (á íslenskan mælikvarða) inn í félagsfræðiritgerð ónefnds háskólanema. Ekki spurja mig hvernig.
Ljón hafa gott bragðskyn. Því miður, fyrir suma ferðalanga.
Voðalega hressist MSNið við þegar ég er byrjaður að hugleiða svefn undir hlýrri sæng. Sem betur fer eru verkefni vinnudagsins á morgun frekar heilalaus (að einu undanskildu) svo fórnin við að eiga mannleg samskipti umfram eiturhressan morgundag er lítil.
Ég bít mig alltaf í tunguna þegar ég sýg sjálfan mig inn í umræðu sem endar líklega aldrei þannig að báðir aðilar geti fundið sameiginlegan flöt.
Af hverju finnst mér þetta vera skemmtilegt áhorfs?
Veðurfar Köben er tvískipt um þessar mundir: Heiðskýrt, logn og ííííískalt, eða rigning, rok og hlýtt. Maður saknar næstum því Íslands á haustin/vorin/sumrin/veturnar í seinna tilvikinu!
Talandi um veður, ég þekki myndarlegasta veðurfréttamann Íslandssögunnar. Húrra fyrir því!
Að banna fíkniefni er eins og að gefa mafíósa þróunaraðstoð til að fullkomna verklag sitt.
Mikið hlýtur að vera þægilegt að vera í stjórnarandstöðu. Fyrst er að styðja á-þeim-tíma-vinsælt málefni og hljóta hrós fyrir. Þegar deilur byrja að blossa upp vegna þess, og þegar árangur lætur á sér standa, þá er manni í lófa lagt að skipta um skoðun og vera þá sá sem hefur "rétt" fyrir sér á meðan sitjandi stjórnvöld súpa seyðið af upphaflegu ákvörðuninni.
Lítil tilvitnun, bara fyrir mig: "Now the unhappy libertarian voters are threatening Republican congressional seats in the Mountain West. Republicans will warn about the high taxes voters can expect from a Democratic Congress, and that will keep some libertarian voters in the GOP camp. But war, corruption, overspending, and an excess of social conservatism will cause many others to stay home or vote Democratic."
En ætli það sé ekki kominn háttatími núna og rúmlega það.
Noregsvinnuferðin komst í mikið uppnám í dag. Ég komst að því að það átti að senda okkur af stað rétt eftir hádegi á sunnudeginum sem er skelfing (mér var í upphafi tjáð að ég væri að fara á "frá mánudegi til fimmtudags"). Ég bað því um láta að draga mig út úr dæminu nema ég fengi fluginu breytt til mánudagsmorguns og kemst að því á morgun hvernig það fer. Glætan að ég ætli að hanga á norsku kaffihúsi á sunnudegi þegar ég get verið að spjalla við hana móður mína á dönsku kaffihúsi. Svo illa uppalinn er ég ekki.
Ég lýsi yfir miklum vonbrigðum með sjálfan mig eftir vinnudag dagsins. Eins einfalt og þursahelt og Visual Basic getur oft verið þá getur það líka verið algjörlega yfir minn skilning hafið. Bless bless sex klukkutímar í dag.
Note to self: Vera alltaf með lágmarksframfærslu af reiðufé í vasanum. Danskt kortakerfi virkar engu betur en danskt lestarkerfi.
Burknur hafa boðað komu sína til Köben fyrstu helgina í desember og það vekur upp mikla tilhlökkun enda er þetta með eindæmum hressandi félagsskapur, þessi hjú. Þau eru að ég held einu hjónin sem ég þekki sem eiga ekki að sækja um skilnað hið fyrsta.
Mér tókst að lauma inn örlítilli frjálshyggju (á íslenskan mælikvarða) inn í félagsfræðiritgerð ónefnds háskólanema. Ekki spurja mig hvernig.
Ljón hafa gott bragðskyn. Því miður, fyrir suma ferðalanga.
Voðalega hressist MSNið við þegar ég er byrjaður að hugleiða svefn undir hlýrri sæng. Sem betur fer eru verkefni vinnudagsins á morgun frekar heilalaus (að einu undanskildu) svo fórnin við að eiga mannleg samskipti umfram eiturhressan morgundag er lítil.
Ég bít mig alltaf í tunguna þegar ég sýg sjálfan mig inn í umræðu sem endar líklega aldrei þannig að báðir aðilar geti fundið sameiginlegan flöt.
Af hverju finnst mér þetta vera skemmtilegt áhorfs?
Veðurfar Köben er tvískipt um þessar mundir: Heiðskýrt, logn og ííííískalt, eða rigning, rok og hlýtt. Maður saknar næstum því Íslands á haustin/vorin/sumrin/veturnar í seinna tilvikinu!
Talandi um veður, ég þekki myndarlegasta veðurfréttamann Íslandssögunnar. Húrra fyrir því!
Að banna fíkniefni er eins og að gefa mafíósa þróunaraðstoð til að fullkomna verklag sitt.
Mikið hlýtur að vera þægilegt að vera í stjórnarandstöðu. Fyrst er að styðja á-þeim-tíma-vinsælt málefni og hljóta hrós fyrir. Þegar deilur byrja að blossa upp vegna þess, og þegar árangur lætur á sér standa, þá er manni í lófa lagt að skipta um skoðun og vera þá sá sem hefur "rétt" fyrir sér á meðan sitjandi stjórnvöld súpa seyðið af upphaflegu ákvörðuninni.
Lítil tilvitnun, bara fyrir mig: "Now the unhappy libertarian voters are threatening Republican congressional seats in the Mountain West. Republicans will warn about the high taxes voters can expect from a Democratic Congress, and that will keep some libertarian voters in the GOP camp. But war, corruption, overspending, and an excess of social conservatism will cause many others to stay home or vote Democratic."
En ætli það sé ekki kominn háttatími núna og rúmlega það.
Monday, November 06, 2006
Langblogg á løngum degi
Þá fylltust næstu tvær vikur upp á einu bretti. Oft er mikið að gera en nú er það mjög mikið!
Ég þarf að ná öllum vinnutímum vikunnar fyrir fimmtudaginn kl 17:30 (og helst meira ef síbreytilegur verkefnabunkinn er jafntímafrekur og hann er hár). Þannig fæ ég að sleppa vinnu á föstudaginn án þess að stjóri geti sagt nokkurn skapaðan hlut (að hans sögn). Á fimmtudagskvöldið tek ég á móti móður minni í Köben og helgin skipulögð út frá því. Á mánudaginn fer ég til Noregs á fjögurra daga vinnutengt námskeið. Líklega bíður mín vænn stafli af verkefnum eftir það sem ég þarf að dreifa yfir helgina þar á eftir og fram á fimmtudag vikunnar eftir þegar strákarnir mínir byrja að streyma til Köben til að eyða helginni hér. Törnin er hafin og endar mánudaginn 27. nóvember með hressandi "venjulegum" mánudagsmorgni í vinnunni.
Þetta verður hressandi rússíbanareið, erfið og skemmtileg á sama tíma, og félagsskapurinn tilvonandi er ekki til að keppa við!
Lýsi í leiðinni eftir Burkna og konu til Köben fyrstu helgina í desember og Stebba og konu aðra helgina í desember.
Í gærkvöldi var rykið dustað af greinaskriftunum og löng færsla send út í netheima. Svona til að toppa sjálfhverfu mína ætla ég að vitna í sjálfan mig: "Atvinnurekendur og launþegar eru samstarfsaðilar, ekki óvinir eða keppinautar. Velgengni eins hjálpar öðrum að ganga vel líka."
Sniðugt. Ekki bara í S-Afríku.
Þróunaraðstoð Kínverja til Afríku er svolítið sniðug og felst í því að stórauka fríverslun við álfuna (henda vitaskuld einhverju í fjárstuðning og annað eins til að kaupa sér ákveðna ímynd). Auðvitað alltaf hægt að gagnrýna hitt og þetta og nota til þess pólitískan rétttrúnað og ofurtrú á heilagleika Evrópu en aukin fríverslun er staðreynd og því ber að fagna!
Orðið voðalega dimmt úti og klukkan bara rétt að verða fimm. En leiðinlegt.
Það var mikið að manni var boðinn vinnu(far)sími.
Núna er ég aleinn á "skrifstofunni" sem ég deili með þremur öðrum. Freistingin að kveikja sér í einni rettu hérna inni er mikil en ég held ég láti mig hafa það að labba 30 metra og frjósa í 3 mínútur.
Jess hún lifir! Þá get ég hætt að halda niðrí mér andanum í bili.
Gaui þó.
Ótrúlegt en satt: Sex Danir eftir á hæðinni og klukkan orðin rúmlega 18! Einn ætlar meira að segja að sækja eitthvað að borða. Mjögott því ég er ennþá starfhæfur í hausnum og um að gera og nýta tímann vel.
Svei'attan, bara þrír Danir eftir á hæðinni nú þegar klukkan slær 19 og nú fyrst verið að keyra á eftir matnum og hausinn minna starfhæfur en hann var.
Mér finnst skrif-eins-og-þessi (sem sagt, skrif flokksbundinna manna um meint vandræði innan annarra flokka) alveg óendanlega fráhrindandi og þreytandi og tilgangslaust lesefni (les þó sumt til að geta verið fúll á móti). Af hverju að eyða púðrinu í að fjalla um innanhúsmál annarra flokka? Á Íslandi er enginn skortur á lélegum hugmyndum í stjórnmálaumræðunni og því ráð að byrja á að tækla þær áður en prófkjörsslagir og innanhúsmál hjá öðrum verða aðkallandi umræðuefni, og hananú!
Matur!
Ég þarf að ná öllum vinnutímum vikunnar fyrir fimmtudaginn kl 17:30 (og helst meira ef síbreytilegur verkefnabunkinn er jafntímafrekur og hann er hár). Þannig fæ ég að sleppa vinnu á föstudaginn án þess að stjóri geti sagt nokkurn skapaðan hlut (að hans sögn). Á fimmtudagskvöldið tek ég á móti móður minni í Köben og helgin skipulögð út frá því. Á mánudaginn fer ég til Noregs á fjögurra daga vinnutengt námskeið. Líklega bíður mín vænn stafli af verkefnum eftir það sem ég þarf að dreifa yfir helgina þar á eftir og fram á fimmtudag vikunnar eftir þegar strákarnir mínir byrja að streyma til Köben til að eyða helginni hér. Törnin er hafin og endar mánudaginn 27. nóvember með hressandi "venjulegum" mánudagsmorgni í vinnunni.
Þetta verður hressandi rússíbanareið, erfið og skemmtileg á sama tíma, og félagsskapurinn tilvonandi er ekki til að keppa við!
Lýsi í leiðinni eftir Burkna og konu til Köben fyrstu helgina í desember og Stebba og konu aðra helgina í desember.
Í gærkvöldi var rykið dustað af greinaskriftunum og löng færsla send út í netheima. Svona til að toppa sjálfhverfu mína ætla ég að vitna í sjálfan mig: "Atvinnurekendur og launþegar eru samstarfsaðilar, ekki óvinir eða keppinautar. Velgengni eins hjálpar öðrum að ganga vel líka."
Sniðugt. Ekki bara í S-Afríku.
Þróunaraðstoð Kínverja til Afríku er svolítið sniðug og felst í því að stórauka fríverslun við álfuna (henda vitaskuld einhverju í fjárstuðning og annað eins til að kaupa sér ákveðna ímynd). Auðvitað alltaf hægt að gagnrýna hitt og þetta og nota til þess pólitískan rétttrúnað og ofurtrú á heilagleika Evrópu en aukin fríverslun er staðreynd og því ber að fagna!
Orðið voðalega dimmt úti og klukkan bara rétt að verða fimm. En leiðinlegt.
Það var mikið að manni var boðinn vinnu(far)sími.
Núna er ég aleinn á "skrifstofunni" sem ég deili með þremur öðrum. Freistingin að kveikja sér í einni rettu hérna inni er mikil en ég held ég láti mig hafa það að labba 30 metra og frjósa í 3 mínútur.
Jess hún lifir! Þá get ég hætt að halda niðrí mér andanum í bili.
Gaui þó.
Ótrúlegt en satt: Sex Danir eftir á hæðinni og klukkan orðin rúmlega 18! Einn ætlar meira að segja að sækja eitthvað að borða. Mjögott því ég er ennþá starfhæfur í hausnum og um að gera og nýta tímann vel.
Svei'attan, bara þrír Danir eftir á hæðinni nú þegar klukkan slær 19 og nú fyrst verið að keyra á eftir matnum og hausinn minna starfhæfur en hann var.
Mér finnst skrif-eins-og-þessi (sem sagt, skrif flokksbundinna manna um meint vandræði innan annarra flokka) alveg óendanlega fráhrindandi og þreytandi og tilgangslaust lesefni (les þó sumt til að geta verið fúll á móti). Af hverju að eyða púðrinu í að fjalla um innanhúsmál annarra flokka? Á Íslandi er enginn skortur á lélegum hugmyndum í stjórnmálaumræðunni og því ráð að byrja á að tækla þær áður en prófkjörsslagir og innanhúsmál hjá öðrum verða aðkallandi umræðuefni, og hananú!
Matur!
Sunday, November 05, 2006
Hótel Geir stóðst fyrstu lotu
Þá er löng helgi senn að baki. Hótel Geir var vel bókað, meira að segja tvíbókað eina nóttina. Svefnsófinn dugði ágætlega með nýju yfirdýnunni og gestasæng og koddi leystu teppið góða af hólmi. Hlyni er þakkað fyrir prufutíma sinn á Hótel Geir. Margar endurbætur hafa nú verið gerðar sem féllu í ágætan jarðveg.
Innkaupalisti fyrir Hótel Geir nú kominn á blað og sumt komið af honum aftur:
-Kaffi
- Krydd
- Kaffirjómi/mjólk
- Aukaljósaperur
Eitthvað djamm en hef þó verið harðari í þeirri deild. Vinnufélagar drukku jólabjór á föstudaginn og Daði og Svenni voru síþyrstir alla helgina hvenær sem bærinn kallaði. Kvenkynsgestir Hótel Geir voru líka í ljómandi góðu stuði og voru duglegir að sulla í sig ölinu. Gauja náði ég samt aldrei að hitta en ég tek alveg á mig sökina þar.
Nóvember sæmilega þétt bókaður á Hótel Geir sem að sjálfsögðu er hið besta mál.
Ég þakka fyrir helgina, þið fólk!
Innkaupalisti fyrir Hótel Geir nú kominn á blað og sumt komið af honum aftur:
-
- Krydd
- Kaffirjómi/mjólk
- Aukaljósaperur
Eitthvað djamm en hef þó verið harðari í þeirri deild. Vinnufélagar drukku jólabjór á föstudaginn og Daði og Svenni voru síþyrstir alla helgina hvenær sem bærinn kallaði. Kvenkynsgestir Hótel Geir voru líka í ljómandi góðu stuði og voru duglegir að sulla í sig ölinu. Gauja náði ég samt aldrei að hitta en ég tek alveg á mig sökina þar.
Nóvember sæmilega þétt bókaður á Hótel Geir sem að sjálfsögðu er hið besta mál.
Ég þakka fyrir helgina, þið fólk!
Thursday, November 02, 2006
Bjórsala á föstudegi
Ungir frjálshyggjumenn selja bjór: "Ungir frjálshyggjumenn munu selja bjór á morgun, föstudaginn 3. nóvember kl. 14. Salan fer fram á Lækjartorgi og er í mótmælaskyni við einokun hins opinbera á sölu áfengis í landinu. Bjór verður seldur öllum sem náð hafa 20 ára áfengiskaupaaldri. Ungir frjálshyggjumenn vilja með þessu hvetja alþingismenn til að afnema lög um einokun ríkisins á sölu áfengis."
Hvernig væri að mæta og hvetja kappana? Bjórsalan stendur ekki lengi yfir en verður táknrænt vonandi lengi í minnum.
Hvernig væri að mæta og hvetja kappana? Bjórsalan stendur ekki lengi yfir en verður táknrænt vonandi lengi í minnum.
Tuesday, October 31, 2006
Það reddaðist
Það fyrsta sem ég sá í metró-stöðinni í morgun var tilkynning til farþega (á rúllandi skilti): "Strætóar, lestir og metro keyra samkvæmt tímaáætlun í dag." Já vissara að setja þetta á tilkynningatöfluna því annars mundi fólk halda að það væri eitthvað að!
Sæta spænska stelpan í "system design" er svo ágæt og svo virðist sem hún komist til og frá vinnu með sama hætti og ég. Ágææææætt.
Utanáliggjandi harður diskur kostaði mig næstum því geðheilsuna í morgun. Sem betur fer fann ég kæruleysisgírinn og síðan hefur allt verið í himnalagi.
Borat í gærkvöldi var góð skemmtun og félagsskapurinn líka svona ágætur.
Fleira er ekki í fréttum í bili.
Sæta spænska stelpan í "system design" er svo ágæt og svo virðist sem hún komist til og frá vinnu með sama hætti og ég. Ágææææætt.
Utanáliggjandi harður diskur kostaði mig næstum því geðheilsuna í morgun. Sem betur fer fann ég kæruleysisgírinn og síðan hefur allt verið í himnalagi.
Borat í gærkvöldi var góð skemmtun og félagsskapurinn líka svona ágætur.
Fleira er ekki í fréttum í bili.
Sunday, October 29, 2006
Laugardagur til .. rigningar?
Kominn með sýningargrip fyrir J-dag. Gott mál.
"Á sunnudag er spáð rigningu, en ég set samt fyrirvara á það því danir segja daginn vera rigningardag þó aðeins rigni bara í 10 mínútur yfir daginn." Nákvæmlega!
Núna á ég öskubakka (í fleirtölu) og strigaskó og sitthvað fleira. Gott. Senn á ég dýnu og gestasæng og kodda og það allt. Gott. Maður getur kannski bráðum byrjað að kalla þetta heimili sitt.
Neits, ég er ekkert orðinn gamall neitt.
Ég fyrirlít ritstjórnarpartý (sumra).
Mig vantar "porn-buddy" - einhver sem fær forgang á að komast í tölvu manns að manni látnum til að eyða út klámi og öðru vafasömu áður en fjölskyldan fær hana í hendurnar. Trúnaði auðvitað heitið og það allt. Í hvaða kvikmynd sá ég eitthvað sem fjallaði um eitthvað svipað?
Helgarplanið heldur nokkurn veginn: Bilka, þvo, vinna, svefn og djammleysi. Ágætt. Næsta helgi verður gjörólík. Nóvember verður gjörólíkur.
Núna byrjar sama gamla sagan. Sjallar segja að það séu hlutfallslega margar konur í efstu sætunum á sínum framboðslista, og aðrir benda á að margar þeirra séu tiltölulega neðarlega. Þá umræðu ætla ég alveg að láta framhjá mér fara, viljandi.
Urgh, ég og mitt gullfiskaminni! Sem betur fer fann ég upp kerfi í vinnunni til að tækla það. Því miður er það eini staðurinn sem ég hef fundið leið til að tækla það. Fyrir vikið getur framkoma mín við fólk oft virst hrokafull, fjarlæg og áhugalaus. Sem er ekki endilega alltaf viljandi.
Hvenær kemur Brain Police til Köben?.
"Á sunnudag er spáð rigningu, en ég set samt fyrirvara á það því danir segja daginn vera rigningardag þó aðeins rigni bara í 10 mínútur yfir daginn." Nákvæmlega!
Núna á ég öskubakka (í fleirtölu) og strigaskó og sitthvað fleira. Gott. Senn á ég dýnu og gestasæng og kodda og það allt. Gott. Maður getur kannski bráðum byrjað að kalla þetta heimili sitt.
Neits, ég er ekkert orðinn gamall neitt.
Ég fyrirlít ritstjórnarpartý (sumra).
Mig vantar "porn-buddy" - einhver sem fær forgang á að komast í tölvu manns að manni látnum til að eyða út klámi og öðru vafasömu áður en fjölskyldan fær hana í hendurnar. Trúnaði auðvitað heitið og það allt. Í hvaða kvikmynd sá ég eitthvað sem fjallaði um eitthvað svipað?
Helgarplanið heldur nokkurn veginn: Bilka, þvo, vinna, svefn og djammleysi. Ágætt. Næsta helgi verður gjörólík. Nóvember verður gjörólíkur.
Núna byrjar sama gamla sagan. Sjallar segja að það séu hlutfallslega margar konur í efstu sætunum á sínum framboðslista, og aðrir benda á að margar þeirra séu tiltölulega neðarlega. Þá umræðu ætla ég alveg að láta framhjá mér fara, viljandi.
Urgh, ég og mitt gullfiskaminni! Sem betur fer fann ég upp kerfi í vinnunni til að tækla það. Því miður er það eini staðurinn sem ég hef fundið leið til að tækla það. Fyrir vikið getur framkoma mín við fólk oft virst hrokafull, fjarlæg og áhugalaus. Sem er ekki endilega alltaf viljandi.
Hvenær kemur Brain Police til Köben?.
Wednesday, October 25, 2006
Já, Danmörk vantar verkfræðinga
Úr tilkynningu á innranetinu í vinnunni:
NKT Flexibles-medarbejdere der henviser en erfaren kandidat (mindst 2 års erfaring som ingeniør eller med anden for funktionen relevant erfaring), som efterfølgende ansættes, får udbetalt et engangsbeløb på 10.000 kr. Beløbet er skattepligtigt efter gældende regler.Sem sagt, ef ÞÚ ert verkfræðingur með minnst 2ja ára reynslu, býrð á Stórkaupmannahafnarsvæðinu og vilt vinna hjá þessu fyrirtæki (sem sagt, með nördum)skaltu endilega hafa samband!
Tuesday, October 24, 2006
Langblogg (bara fyrir þolinmóða og/eða geðtruflaða)
Það er eins og alltaf: Ef mikið gengur á og vel gengur þá eykst orkan til fleiri hluta og enn meira gerist og gerist vel. Húrra fyrir því þótt þreytan í skrokknum sé mikil.
Svo virðist sem litla heimasíðan mín sé orðin að viskubrunni googlaranna þegar kemur að ýmsum háværum deiluefnum í samfélaginu. Ljómandi.
Þeir sem sækja kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsþætti á netinu án þess að hika við það, en hafa samt slæmt samviskubit yfir því, ættu að smella sér á þetta lesefni. Svolítill doðrantur að lesa en a.m.k. áhugaverður doðrantur (segi ég).
Á fimmtudagskvöldið ætla nokkrir vinnufélagar að hittast á netkaffihúsi og spila Battlefield. Að spila með eða ekki, það er spurningin.
Skondið: "Það er látið eins og það breyti einhverju hverjir kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Og í því felst sennilega að einhverju skipti hvað flokksmenn kjósi í prófkjörinu. Það er sem sagt látið eins og niðurstaða prófkjörsins breyti einhverju um röðun á listann." (#)
Tengill dagsins: Heimasíða danska kommúnistaflokksins.
Núna er atvinnuveitandi minn líklega að fá verkefni í Norðursjó sem heitir "Skarv" og hvorki ég né Færeyingurinn í deildinni minni eigum að vinna í því. Skandall!
Hvurslags að vera boða mann í bridge núna þegar maður er kominn á brækurnar einar fata, byrjaður að geispa og úti rignir eins og hellt sé úr fötu. Skamm!
Myndir af frambjóðendum eru alltaf annaðhvort kjánalega eða skondnar, þó yfirleitt hvoru tveggja.
Undur og stórmerki! Ögmundur Jónasson og pólitískt verkfæri hans, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, lýsir yfir stuðningi við skattalækkanir! Þetta eru undur og stórmerki og nú er lag að lækka og jafnvel fella niður alla aðra skatta og vörugjöld á þjónustu og allan annan varning sem fæst í íslenskum verslunum. Svo virðist sem lausnarorðið sé ekki "frelsi" heldur "lækkun á útgjöldum íslenskra heimila". Hið sama á væntanlega líka við um skatta á tekjur af hverju tagi, og sparnað, og flugferðir, og áfengi og tóbak. Frasinn sem virkar er fundinn og því lag að ganga á sem flesta skatta og hægt er á meðan tíðarandinn leyfir.
Alltaf gaman að sjá Ísland nefnt í dönskum fjölmiðlum. Ég get sagt ykkur (þér?) það að ímynd Danans af Íslandi er vægast sagt... sérstök, m.a. vegna frétta eins og þessarar og auðvitað stanslausra uppkaupa Íslendinga í Danmörku auk hinna vel þekktu sagna af náttúrunni, kvenfólkinu og djamminu.
Eitthvað fyrir dömurnar að kíkja á/lesa daglega.
Eitthvað fyrir Daða.
Hressandi: "We do, however, get the added bonus that pregnancy gives to most women. And no, I'm not talking about the glow..." (#)
Svona til að vera í takt við tíðarandann þegar kemur að umræðuefni: "Students of government can hardly be surprised that a government program ends up creating the very opposite of what it purported to accomplish. Welfare increases poverty, the minimum wage boosts unemployment, prohibition promotes the banned behavior, and, just as we would expect once we understand the logic, the war on terror has created and encouraged the rise of more terrorism and the ideology that backs it." (#)
Hvalveiðar eða ekki eru ekki pólitískt deilumál, heldur eitthvað allt annað, segi ég. Mér finnst a.m.k. ekki að hvalveiðar ættu að vera bannaðar.
Ég sé fyrir mér ónefnda vinnustofu sem vettvang koddaslags og blautbolskeppni. Ég held ég hafi rétt fyrir mér
14 ára frænka mín notar orðatiltækið "ekkert mál fyrir jón pál" sem mér finnst svolítið magnað því stúlkan var örugglega ekki fædd þegar Jón Páll var meðal lifandi manna (a.m.k. ekki með meðvitund um umhverfi sitt sem telur). Íslenska er svo ágætt tungumál.
Lexía dagsins: Ekki fara í doktorsnám í Bandaríkjunum. Maður gæti byrjað að stunda Járnmanns-keppnir og klifra fjöll. Reyndar er hvort tveggja (doktorsnám og Járnmanns-keppni) jafnólíklegt hjá mér en allur er varinn góður. Flöskugangur er meira við mitt hæfi (eða var það áður en ég hætti að vinna hann).
Endir.
Svo virðist sem litla heimasíðan mín sé orðin að viskubrunni googlaranna þegar kemur að ýmsum háværum deiluefnum í samfélaginu. Ljómandi.
Þeir sem sækja kvikmyndir, tónlist og sjónvarpsþætti á netinu án þess að hika við það, en hafa samt slæmt samviskubit yfir því, ættu að smella sér á þetta lesefni. Svolítill doðrantur að lesa en a.m.k. áhugaverður doðrantur (segi ég).
Á fimmtudagskvöldið ætla nokkrir vinnufélagar að hittast á netkaffihúsi og spila Battlefield. Að spila með eða ekki, það er spurningin.
Skondið: "Það er látið eins og það breyti einhverju hverjir kjósa í prófkjöri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi. Og í því felst sennilega að einhverju skipti hvað flokksmenn kjósi í prófkjörinu. Það er sem sagt látið eins og niðurstaða prófkjörsins breyti einhverju um röðun á listann." (#)
Tengill dagsins: Heimasíða danska kommúnistaflokksins.
Núna er atvinnuveitandi minn líklega að fá verkefni í Norðursjó sem heitir "Skarv" og hvorki ég né Færeyingurinn í deildinni minni eigum að vinna í því. Skandall!
Hvurslags að vera boða mann í bridge núna þegar maður er kominn á brækurnar einar fata, byrjaður að geispa og úti rignir eins og hellt sé úr fötu. Skamm!
Myndir af frambjóðendum eru alltaf annaðhvort kjánalega eða skondnar, þó yfirleitt hvoru tveggja.
Undur og stórmerki! Ögmundur Jónasson og pólitískt verkfæri hans, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, lýsir yfir stuðningi við skattalækkanir! Þetta eru undur og stórmerki og nú er lag að lækka og jafnvel fella niður alla aðra skatta og vörugjöld á þjónustu og allan annan varning sem fæst í íslenskum verslunum. Svo virðist sem lausnarorðið sé ekki "frelsi" heldur "lækkun á útgjöldum íslenskra heimila". Hið sama á væntanlega líka við um skatta á tekjur af hverju tagi, og sparnað, og flugferðir, og áfengi og tóbak. Frasinn sem virkar er fundinn og því lag að ganga á sem flesta skatta og hægt er á meðan tíðarandinn leyfir.
Alltaf gaman að sjá Ísland nefnt í dönskum fjölmiðlum. Ég get sagt ykkur (þér?) það að ímynd Danans af Íslandi er vægast sagt... sérstök, m.a. vegna frétta eins og þessarar og auðvitað stanslausra uppkaupa Íslendinga í Danmörku auk hinna vel þekktu sagna af náttúrunni, kvenfólkinu og djamminu.
Eitthvað fyrir dömurnar að kíkja á/lesa daglega.
Eitthvað fyrir Daða.
Hressandi: "We do, however, get the added bonus that pregnancy gives to most women. And no, I'm not talking about the glow..." (#)
Svona til að vera í takt við tíðarandann þegar kemur að umræðuefni: "Students of government can hardly be surprised that a government program ends up creating the very opposite of what it purported to accomplish. Welfare increases poverty, the minimum wage boosts unemployment, prohibition promotes the banned behavior, and, just as we would expect once we understand the logic, the war on terror has created and encouraged the rise of more terrorism and the ideology that backs it." (#)
Hvalveiðar eða ekki eru ekki pólitískt deilumál, heldur eitthvað allt annað, segi ég. Mér finnst a.m.k. ekki að hvalveiðar ættu að vera bannaðar.
Ég sé fyrir mér ónefnda vinnustofu sem vettvang koddaslags og blautbolskeppni. Ég held ég hafi rétt fyrir mér
14 ára frænka mín notar orðatiltækið "ekkert mál fyrir jón pál" sem mér finnst svolítið magnað því stúlkan var örugglega ekki fædd þegar Jón Páll var meðal lifandi manna (a.m.k. ekki með meðvitund um umhverfi sitt sem telur). Íslenska er svo ágætt tungumál.
Lexía dagsins: Ekki fara í doktorsnám í Bandaríkjunum. Maður gæti byrjað að stunda Járnmanns-keppnir og klifra fjöll. Reyndar er hvort tveggja (doktorsnám og Járnmanns-keppni) jafnólíklegt hjá mér en allur er varinn góður. Flöskugangur er meira við mitt hæfi (eða var það áður en ég hætti að vinna hann).
Endir.
Saturday, October 21, 2006
Skrifað frá skrifstofunni
Mér tókst að drullast á vinnustaðinn, hreinsa skrifborðið af smotteríi (mun hraðar en ég reiknaði með) og auka líkurnar á góðri byrjun á vinnuviku á mánudaginn. Ljómandi.
Atlas Shrugged, 1200 blaðsíðna bók, á hvíta tjaldið? Af hverju var enginn búinn að segja mér frá því!? Þetta er bók sem hreinlega breytti því hvernig ég lít á samfélagið (sama hvað fólk annars segir um rithöfundinn sjálfan, heimspeki hennar almennt og önnur verk hennar). Aðalhlutverkið ekki illa skipað: Angelina Jolie! Gott því hún er flott, vont því hún mun ekki geta annað en dregið athyglina frá boðskap myndarinnar, sem er e.t.v. sá að "A is A", sama hvað fólki svo sem finnst um það.
Í dag birti Mogginn litla grein eftir mig. Húrra fyrir því!
Atlas Shrugged, 1200 blaðsíðna bók, á hvíta tjaldið? Af hverju var enginn búinn að segja mér frá því!? Þetta er bók sem hreinlega breytti því hvernig ég lít á samfélagið (sama hvað fólk annars segir um rithöfundinn sjálfan, heimspeki hennar almennt og önnur verk hennar). Aðalhlutverkið ekki illa skipað: Angelina Jolie! Gott því hún er flott, vont því hún mun ekki geta annað en dregið athyglina frá boðskap myndarinnar, sem er e.t.v. sá að "A is A", sama hvað fólki svo sem finnst um það.
Í dag birti Mogginn litla grein eftir mig. Húrra fyrir því!
Friday, October 20, 2006
Föstudagur til friðar
Heima á föstudagskvöldi eins og planið segir til um. Ég er samt farinn að sakna Barbanna og held ég verði að gera eitthvað í því fljótlega. Er þetta ekki ágæt afsökun til að svíkja edrú-loforð og fagna því að ég mun ná a.m.k. 5 vinnandi klukkutímum á morgun? Líka stutt að fara sem skemmir ekki (þó aldrei fótgangandi).
Fokkings klóett, hættu að sturta niður (án þvingunar)!
Í dag heyrði ég hvorki meira né minna en þrjá Dani tala um að þeir hefðu fengið eða ætluðu að fá iðnaðarmenn til að gera eitthvað fyrir sig, t.d. smíða gluggaramma, tengja rafmagn eða gera við þak. Í öll skiptin spurði ég, innblásinn af herferð yfirvalda gegn svartri vinnu, hvort þeir hefðu borgað iðnaðarmönnunum svart. Allir sögðu já. Tilviljun? Kannski ég skrifi blaðagrein: "Könnun segir: 100% Dana segjast hafa greitt vísvitandi fyrir svarta atvinnustarfsemi", og kem þannig engum á óvart nema stjórnmálamönnum. Úrtak er heldur aldrei gefið upp í dönskum fréttum svo það spillir ekki.
Dagurinn í dag byrjaði á miklum pirring út í Dani. Þeir geta verið algjör sauðnaut. Bókstaflega vilja þeir bara drekka kaffið, ekki hella upp á það. Líkingarlega gildir þetta líka um þá - þeir vilja borða kökuna en ekki baka hana. Kannski eru þeir viljandi að búa sér til umkvörtunarefni? Allir vita jú að Danir þrífast á bakstungum og tuði.
"Ekkert kaffi!"
Gettu af hverju, Danadjöfull!
"Lestin er alltaf sein!"
Auðvitað er lestin sein þegar fólkið sem vill inn stendur fyrir þeim sem vilja út (fyrir utan þann augljósa seinkunarvald að ríkið á lestarfélagið).
"Skattar eru of háir!"
Auðvitað eru skattar alltof háir þegar alltaf er verið að heimta að skattfé sé notað til að borga hitt og þetta.
"Innflytjendur aðlagast ekki!"
Hver aðlagast þegar honum er borgað fyrir að sitja heima og bora í nefið? Ekki arabar og ekki Binni og yfirleitt enginn.
Jæja nóg um það.
Dexter = snilld.
Ég var að lesa snilldarskrif um danska strætóa sem ég gæti, með örlitlum breytingum á smáatriðum, alveg sagt í fyrstu persónu líka. Eina leiðin til að lifa af í dönskum strætó er að vera annaðhvort öskrandi ölvaður eða hálfdauður úr þreytu.
Einn af hverjum tíu verkfræðingum í Danmörku er lagður í einelti, segir í fréttum. Ég og Óli vinnufélagi urðum því að vera extra duglegir að leggja í einelti í dag til að tryggja að hlutfallið sé örugglega til staðar á okkar vinnustað líka. Danir tækla vandamálið eins og önnur vandamál: Með því að halda langa fundi, hella áfengi í fólk og tala út í eitt þar til næsta fyrirsögn nær athyglinni. Að leysa vandamálið er yfirleitt látið liggja á milli hluta.
Hvernig er hægt að kalla skattahækkun "leiðréttingu"? Jú, með því að sitja í sæti móttakanda skattgreiðslanna. Dæmi: Fulltrúi æskulýðssamtaka kallar á að "leiðrétting verði gerð á fjárveitingu til æskulýðssamtaka" (úr aðsendri grein í Mogganum á fimmtudaginn). Oj bara.
Mikið er þetta eitthvað bitur færsla? Enginn yndislestur en á móti kemur að biturðin skrifast í burtu og er því ekki til staðar að færslu lokinni.
Gott ef eðaleinstaklingarnir Arnar og Ingigerður frænka eru ekki nágrannar í Bryggjuhverfinu. Heppið hverfi.
Netto er svo ágæt verslun. Vodkaflaska, kassi af bjór, matur fyrir viku, hreingerningarvökvi einhver; 290 danskar krónur. Gott að vera fyllibytta í Danmörku.
Mangó er ekki bara ávöxtur. Magnó er líka mjög sláanlegur rass.
George og Ringo eru vinir mínir.
Mig langar í veggspjald, u.þ.b. 60 cm breitt, hæðin er aukaatriði, og þarf að vera flott. Uppástungur? Búinn að eignast tappatogara sem kemur í veg fyrir að mig langi í fleiri veggspjöld á næstunni.
Fokkings klóett, hættu að sturta niður (án þvingunar)!
Í dag heyrði ég hvorki meira né minna en þrjá Dani tala um að þeir hefðu fengið eða ætluðu að fá iðnaðarmenn til að gera eitthvað fyrir sig, t.d. smíða gluggaramma, tengja rafmagn eða gera við þak. Í öll skiptin spurði ég, innblásinn af herferð yfirvalda gegn svartri vinnu, hvort þeir hefðu borgað iðnaðarmönnunum svart. Allir sögðu já. Tilviljun? Kannski ég skrifi blaðagrein: "Könnun segir: 100% Dana segjast hafa greitt vísvitandi fyrir svarta atvinnustarfsemi", og kem þannig engum á óvart nema stjórnmálamönnum. Úrtak er heldur aldrei gefið upp í dönskum fréttum svo það spillir ekki.
Dagurinn í dag byrjaði á miklum pirring út í Dani. Þeir geta verið algjör sauðnaut. Bókstaflega vilja þeir bara drekka kaffið, ekki hella upp á það. Líkingarlega gildir þetta líka um þá - þeir vilja borða kökuna en ekki baka hana. Kannski eru þeir viljandi að búa sér til umkvörtunarefni? Allir vita jú að Danir þrífast á bakstungum og tuði.
"Ekkert kaffi!"
Gettu af hverju, Danadjöfull!
"Lestin er alltaf sein!"
Auðvitað er lestin sein þegar fólkið sem vill inn stendur fyrir þeim sem vilja út (fyrir utan þann augljósa seinkunarvald að ríkið á lestarfélagið).
"Skattar eru of háir!"
Auðvitað eru skattar alltof háir þegar alltaf er verið að heimta að skattfé sé notað til að borga hitt og þetta.
"Innflytjendur aðlagast ekki!"
Hver aðlagast þegar honum er borgað fyrir að sitja heima og bora í nefið? Ekki arabar og ekki Binni og yfirleitt enginn.
Jæja nóg um það.
Dexter = snilld.
Ég var að lesa snilldarskrif um danska strætóa sem ég gæti, með örlitlum breytingum á smáatriðum, alveg sagt í fyrstu persónu líka. Eina leiðin til að lifa af í dönskum strætó er að vera annaðhvort öskrandi ölvaður eða hálfdauður úr þreytu.
Einn af hverjum tíu verkfræðingum í Danmörku er lagður í einelti, segir í fréttum. Ég og Óli vinnufélagi urðum því að vera extra duglegir að leggja í einelti í dag til að tryggja að hlutfallið sé örugglega til staðar á okkar vinnustað líka. Danir tækla vandamálið eins og önnur vandamál: Með því að halda langa fundi, hella áfengi í fólk og tala út í eitt þar til næsta fyrirsögn nær athyglinni. Að leysa vandamálið er yfirleitt látið liggja á milli hluta.
Hvernig er hægt að kalla skattahækkun "leiðréttingu"? Jú, með því að sitja í sæti móttakanda skattgreiðslanna. Dæmi: Fulltrúi æskulýðssamtaka kallar á að "leiðrétting verði gerð á fjárveitingu til æskulýðssamtaka" (úr aðsendri grein í Mogganum á fimmtudaginn). Oj bara.
Mikið er þetta eitthvað bitur færsla? Enginn yndislestur en á móti kemur að biturðin skrifast í burtu og er því ekki til staðar að færslu lokinni.
Gott ef eðaleinstaklingarnir Arnar og Ingigerður frænka eru ekki nágrannar í Bryggjuhverfinu. Heppið hverfi.
Netto er svo ágæt verslun. Vodkaflaska, kassi af bjór, matur fyrir viku, hreingerningarvökvi einhver; 290 danskar krónur. Gott að vera fyllibytta í Danmörku.
Mangó er ekki bara ávöxtur. Magnó er líka mjög sláanlegur rass.
George og Ringo eru vinir mínir.
Mig langar í veggspjald, u.þ.b. 60 cm breitt, hæðin er aukaatriði, og þarf að vera flott. Uppástungur? Búinn að eignast tappatogara sem kemur í veg fyrir að mig langi í fleiri veggspjöld á næstunni.
Thursday, October 19, 2006
Óli vinnufélagi
Þessi færsla er mikið til skrifuð í vinnutíma og er sjálfsagt eintómt froðusnakk að mati flestra. Hún hefur það þó sér til ágætis að vera að mestu laus við pólitík!
Mikið getur góður samstarfsfélagi gert vinnustað að skemmtilegum stað. Verkefnishópurinn sem ég tilheyri er "lokaður" af í stórri skrifstofu með fjórum plássum og ég og Óli (Ole) yfirleitt einir í henni enda hin tvö dugleg að skiptast á að vera í fríum, veikindum (sinna eða barna sinna) og erindagjörðum (vinnu- og óvinnutengdum). Mikill og súr einkahúmor er byrjaður að þróast á milli mín og Óla og greyið annað fólk sem stingur nefinu hingað inn. Miskunnarlaus kaldhæðni, brandarar sem spanna allt sem ekki má segja, hárbeittar móðganir, vinnustaðaeinelti og hreint og klárt bull og lygi um sig og aðra er uppistaðan í 90% okkar samskipta. Afgangurinn fer svo í að vinna ákaflega vel saman og vera nokkurn veginn á svipaðri bylgjulengd með það sem þarf að gera til að vinna fyrir laununum.
En ég er einmitt með kenningu um hvað veldur: Pilturinn veit að húmor er nauðsyn alls staðar og að það þýðir ekkert að taka sig of hátíðlega þótt maður taki vinnuna hátíðlega. Hann Óli er líka gagnrýninn piltur, bæði á torskildar ratleiðir í gegnum frumskóg pappírsvinnu og ferla sem óhjákvæmilega fylgja olíu- og gasiðnaðinum, og tortryggni á fjárþorsta og fyrirferð ríkisvaldsins; að mínu mati mjög skyldar efasemdir á yfirborðinu (þótt pappírskröfur olíufyrirtækja annars vegar og ríkisins hins vegar séu af MJÖG ólíkum toga og gjörólíku eðli).
Hann hefur einnig vit á því að halda sér frá föstu sambandi við kvenfólk. Hugsanlega liggja samt aðrar ástæður á bak við einhleypni hans en mína - ég kýs að vera laus við reglulegt samneyti við hitt kynið (sosem enginn þrýtingur í áttina að öðru) en hann hefur ekki gefið neitt upp um það, hvorki af eða á.
Óli er hress og minnir mig á margt sem ég sé í hinum ágætustu vinum mínum. Er það ekki hreinlega uppskriftin að góðum vinnufélaga? Einhver sem minnir mann á vini sína? Það held ég. Ég á heldur ekki leiðinlega vini. Ef Óli minnir mig á vini mína þá er hann skemmtilegur.
Mikið getur góður samstarfsfélagi gert vinnustað að skemmtilegum stað. Verkefnishópurinn sem ég tilheyri er "lokaður" af í stórri skrifstofu með fjórum plássum og ég og Óli (Ole) yfirleitt einir í henni enda hin tvö dugleg að skiptast á að vera í fríum, veikindum (sinna eða barna sinna) og erindagjörðum (vinnu- og óvinnutengdum). Mikill og súr einkahúmor er byrjaður að þróast á milli mín og Óla og greyið annað fólk sem stingur nefinu hingað inn. Miskunnarlaus kaldhæðni, brandarar sem spanna allt sem ekki má segja, hárbeittar móðganir, vinnustaðaeinelti og hreint og klárt bull og lygi um sig og aðra er uppistaðan í 90% okkar samskipta. Afgangurinn fer svo í að vinna ákaflega vel saman og vera nokkurn veginn á svipaðri bylgjulengd með það sem þarf að gera til að vinna fyrir laununum.
En ég er einmitt með kenningu um hvað veldur: Pilturinn veit að húmor er nauðsyn alls staðar og að það þýðir ekkert að taka sig of hátíðlega þótt maður taki vinnuna hátíðlega. Hann Óli er líka gagnrýninn piltur, bæði á torskildar ratleiðir í gegnum frumskóg pappírsvinnu og ferla sem óhjákvæmilega fylgja olíu- og gasiðnaðinum, og tortryggni á fjárþorsta og fyrirferð ríkisvaldsins; að mínu mati mjög skyldar efasemdir á yfirborðinu (þótt pappírskröfur olíufyrirtækja annars vegar og ríkisins hins vegar séu af MJÖG ólíkum toga og gjörólíku eðli).
Hann hefur einnig vit á því að halda sér frá föstu sambandi við kvenfólk. Hugsanlega liggja samt aðrar ástæður á bak við einhleypni hans en mína - ég kýs að vera laus við reglulegt samneyti við hitt kynið (sosem enginn þrýtingur í áttina að öðru) en hann hefur ekki gefið neitt upp um það, hvorki af eða á.
Óli er hress og minnir mig á margt sem ég sé í hinum ágætustu vinum mínum. Er það ekki hreinlega uppskriftin að góðum vinnufélaga? Einhver sem minnir mann á vini sína? Það held ég. Ég á heldur ekki leiðinlega vini. Ef Óli minnir mig á vini mína þá er hann skemmtilegur.
Tuesday, October 17, 2006
Vefritid.is
Það tók vefritið Vefritid.is hvorki meira né minna en eina viku að koma sér á (sjá) og svo af (sjá) leslista mínum. Þá veit alþjóð það.
Sól og blíða í Baunalandi
Óneitanlega hressandi dagur í dag. Margir af "hausunum" í haustfríi og mikill hasar og margar spurningar og eilífar truflanir. Fyrir vikið er einbeiting á bak og brott og eirðarleysi fylgir í kjölfarið.
2 GB í innra minni eru óneitanlega betri en 0,5 GB.
Umhverfisstefna Vinstri-grænna er einföld: Mannaverk eru alltaf verri en ekki-mannaverk. Alltaf. Næstum. Oftast. Ekki þegar á að byggja tónlistarhús fyrir 10+ milljarða. Bara þegar á að reisa virkjunina sem skaffar því rafmagn.
Ég er ekki frá því að af því ég var svona allt að því edrú eiginlega mest alla helgina þá hafi ég minnkað svefnþörf mína á virkum dögum, jafnvel umtalsvert. Það væri athyglisverð uppgötvun.
Ég nenni ekki í IKEA en neyðist eiginlega til þess. Djöfull.
2 GB í innra minni eru óneitanlega betri en 0,5 GB.
Umhverfisstefna Vinstri-grænna er einföld: Mannaverk eru alltaf verri en ekki-mannaverk. Alltaf. Næstum. Oftast. Ekki þegar á að byggja tónlistarhús fyrir 10+ milljarða. Bara þegar á að reisa virkjunina sem skaffar því rafmagn.
Ég er ekki frá því að af því ég var svona allt að því edrú eiginlega mest alla helgina þá hafi ég minnkað svefnþörf mína á virkum dögum, jafnvel umtalsvert. Það væri athyglisverð uppgötvun.
Ég nenni ekki í IKEA en neyðist eiginlega til þess. Djöfull.
Monday, October 16, 2006
Sunday, October 15, 2006
Sunnudagsblaðrið
Ég sveik mikil og háfleyg loforð við sjálfan mig um helgina. Næsta föstudag kl 16 ætla ég að slökkva á símanum og ekki kveikja aftur fyrr en kl 9 að morgni laugardags! En steikin var góð og takk kærlega fyrir það.
Skrýtið þegar fólki lætur skattalækkun ríkisstjórnar D+B koma sér á óvart þegar ekkert annað stjórnarmynstur hefur nokkurn tímann í Íslandssögunni lækkað skatta (án þess bara að taka upp eða hækka aðra). Raunar frekar dapurlegt að hugsa til þess. Ef um ranga sagnfræði er að ræða þá er ég meira en lítið til í að vera leiðréttur.
Þörf mín fyrir sjónvarpstæki hefur aldrei verið minni en því miður er heilalaust glápið að í stað heilaleikfimi almennt.
Ef stjórnendur Smáralindar gera samning við öryggisgæslufyrirtæki (í krafti "fulltrúavalds" síns til að gera slíkan samning), en búðareigandi einn í Smáralind telur sig geta varið sína eigin verslun (eða trúir ekki á tilvist stelandi kúnna), ætli viðkomandi búðareigandi muni kalla öryggisgæslumennina "erlendan her" í hans landi? Her sem þurfi að koma á brott hið fyrsta!
Katrín og kaka var hin prýðilegasta blanda.
Kósket í jólapakkann í ár.
Ég vildi að ég gæti en get því miður ekki sótt 53 GB skjalið "Jenna Jameson Collection" en torrentspy listar það hjá sér (að vísu með fáum seeds og helling af leech) og ég hvet hvern sem hefur pláss til og þolinmæði til að slá til og svo koma til mín!
En nóg af sunnudagsblaðri. Góða viku!
Skrýtið þegar fólki lætur skattalækkun ríkisstjórnar D+B koma sér á óvart þegar ekkert annað stjórnarmynstur hefur nokkurn tímann í Íslandssögunni lækkað skatta (án þess bara að taka upp eða hækka aðra). Raunar frekar dapurlegt að hugsa til þess. Ef um ranga sagnfræði er að ræða þá er ég meira en lítið til í að vera leiðréttur.
Þörf mín fyrir sjónvarpstæki hefur aldrei verið minni en því miður er heilalaust glápið að í stað heilaleikfimi almennt.
Ef stjórnendur Smáralindar gera samning við öryggisgæslufyrirtæki (í krafti "fulltrúavalds" síns til að gera slíkan samning), en búðareigandi einn í Smáralind telur sig geta varið sína eigin verslun (eða trúir ekki á tilvist stelandi kúnna), ætli viðkomandi búðareigandi muni kalla öryggisgæslumennina "erlendan her" í hans landi? Her sem þurfi að koma á brott hið fyrsta!
Katrín og kaka var hin prýðilegasta blanda.
Kósket í jólapakkann í ár.
Ég vildi að ég gæti en get því miður ekki sótt 53 GB skjalið "Jenna Jameson Collection" en torrentspy listar það hjá sér (að vísu með fáum seeds og helling af leech) og ég hvet hvern sem hefur pláss til og þolinmæði til að slá til og svo koma til mín!
En nóg af sunnudagsblaðri. Góða viku!
Thursday, October 12, 2006
Þá er það fimmtudagsfærslan
Núna byrja piltar að mæta hvað og hverju til að spila bridge í Holunni. Ég hef blendnar tilfinningar til þess - hér er allt á rúi og stúi, föt hanga til þerris á miðju gólfi, tómar bjórflöskur út um allt, ég í þreyttari kantinum og kann þar fyrir utan ekki neitt í bridge. Á móti kemur að Óli er hress og fallegur maður.
Ónefnd stúlka er á fullu við að skrifa nafn sitt á svarta listann minn. Kvenlesendur, hvernig losnar maður við eina af ykkar kyni? Ég treysti á A.L.K. hér umfram aðrar, að öðrum ólöstuðum (jafnvel í tölvupósti/á MSN ef upplýsingarnar eru trúnaðarmál).
Ég skil ekki gagnrýni á skattalækkanir á matvælum. Fyrir utan hið augljósa að þær lækka matarverð, hvernig stendur þá á því að fólk telur að eyðsla opinberra embættismanna á launum Íslendinga sé minna þensluvaldandi en eyðsla launþega á eigin launum? Þeir sem andmæla Kárahnjúkum af þeirri ástæðu að þeir telja ekki framkvæmdina arðsama ættu sérstaklega að velta þessu fyrir sér því óarðsæm framkvæmd af þessari stærðargráðu hefði tæplega verið ýtt úr vör án þrýstings frá ríkinu og þar með hefðu 100 milljarðar af erlendu lánsfé aldrei náð að streyma inn í hagkerfið og auka peningamagn og þar með ýta undir verðbólgu.
Morgunblaðið hefur verið fóðrað með hugleiðingu um þetta efni. Ekki vel skrifaðri hugleiðingu en nóg til að veita mér ákveðna útrás. Fylgist með!
Ónefndur einstaklingur veldur því að ég er með samviskubit yfir því að vera "bara" í 100% vinnu og engu öðru að ráði. Ekkert fullt nám, engin formennska í félagi, engin vettvangsferð erlendis, engin regluleg skrif í blað, engin seta í nefnd. Bara 100% vinna. Hvað er til ráða? Ég sakna vetursins á Smyrilsvegi: 100% lokaverkefni í svo ljómandi ágætum félagsskap, 40-60% nám í kúrsum, mikil þátttaka í einu ágætu stjórnmálatengdu félagi, og já auðvitað að flytja inn, sjá um og skemmta erlendri stúlku þótt ég sakni þess hluta minna.
Vinnudagurinn í dag var góður og mikill hasar og meira að segja gómsæt súkkulaðikaka og árangur og niðurstöður og það allt. Ég hlýt að mæta á svæðið á laugardaginn og ná nokkrum tímum í ró og næði með hressandi verkefni sem datt inn í dag. Þá veit alþjóð það. Yfir og út.
Ónefnd stúlka er á fullu við að skrifa nafn sitt á svarta listann minn. Kvenlesendur, hvernig losnar maður við eina af ykkar kyni? Ég treysti á A.L.K. hér umfram aðrar, að öðrum ólöstuðum (jafnvel í tölvupósti/á MSN ef upplýsingarnar eru trúnaðarmál).
Ég skil ekki gagnrýni á skattalækkanir á matvælum. Fyrir utan hið augljósa að þær lækka matarverð, hvernig stendur þá á því að fólk telur að eyðsla opinberra embættismanna á launum Íslendinga sé minna þensluvaldandi en eyðsla launþega á eigin launum? Þeir sem andmæla Kárahnjúkum af þeirri ástæðu að þeir telja ekki framkvæmdina arðsama ættu sérstaklega að velta þessu fyrir sér því óarðsæm framkvæmd af þessari stærðargráðu hefði tæplega verið ýtt úr vör án þrýstings frá ríkinu og þar með hefðu 100 milljarðar af erlendu lánsfé aldrei náð að streyma inn í hagkerfið og auka peningamagn og þar með ýta undir verðbólgu.
Morgunblaðið hefur verið fóðrað með hugleiðingu um þetta efni. Ekki vel skrifaðri hugleiðingu en nóg til að veita mér ákveðna útrás. Fylgist með!
Ónefndur einstaklingur veldur því að ég er með samviskubit yfir því að vera "bara" í 100% vinnu og engu öðru að ráði. Ekkert fullt nám, engin formennska í félagi, engin vettvangsferð erlendis, engin regluleg skrif í blað, engin seta í nefnd. Bara 100% vinna. Hvað er til ráða? Ég sakna vetursins á Smyrilsvegi: 100% lokaverkefni í svo ljómandi ágætum félagsskap, 40-60% nám í kúrsum, mikil þátttaka í einu ágætu stjórnmálatengdu félagi, og já auðvitað að flytja inn, sjá um og skemmta erlendri stúlku þótt ég sakni þess hluta minna.
Vinnudagurinn í dag var góður og mikill hasar og meira að segja gómsæt súkkulaðikaka og árangur og niðurstöður og það allt. Ég hlýt að mæta á svæðið á laugardaginn og ná nokkrum tímum í ró og næði með hressandi verkefni sem datt inn í dag. Þá veit alþjóð það. Yfir og út.
Monday, October 09, 2006
Annar í þynnku nú á enda
Þá er helgin að baki og því enginn Hlynur til að kúra saman með lengur. Heilsan hefur verið betri en hún jafnar sig eftir því sem á líður. Þurrkur er á planinu út mánuðinn! Seinasta "lausa" helgin hjá mér í nóvember var að bókast af hinni ágætu móður minni og mánuðurinn því orðinn ansi þéttur. Gott mál enda allt saman öðlingar á gestalistanum.
Í ár er boðið upp á að velja á milli þriggja jólagjafa frá fyrirtækinu: Kaffisett+kaffi, sex flöskur af "gourmet" bjór eða kryddjurtabakki einhver. Samstarfsmaður hitti naglann á höfuðið:
"Þetta er EKKI val sem maður ber undir konuna sína."
Loksins fer að sjá tímabundið fyrir endann á eilífðarverkefninu sem ég er í í vinnunni. Á morgun eru skil og svo vonandi smá pása frá harkinu. Vinnuvikan lítur strax mun betur út fyrir vikið. Þá veit alþjóð það.
Innkaupalistinn fyrir íbúðina lengist bara eftir því sem ég hegg á hann. Svefnsófinn var keyptur en kallar um leið á aukasæng+kodda og undirdýnu. Nettenging kallar á utanáliggjandi harðan disk því annars fylli ég tölvuna um leið af kl.. bíómyndum og tónlist. Nýtt Netto-blað minnir mig á að ég þarf að kaupa reykskynjara. Eldteppi sem ég fékk gefins í vinnunni heimtar krók til að hengja það í. Svo vantar ýmislegt smálegt: Öskubakka, klakabox, litla gólfmottu, sennilega en ekkert endilega eitthvað potta- og pönnusett. Endar þetta einhvern tímann?
Truflar það engan nema mig þegar stjórnmálamenn tala eins og þeir séu að reka fyrirtæki? Þeir eru ekki að reka fyrirtæki (fara ekki á hausinn ef hugmyndin er slæm, verða ekki fátækir ef þeir sóa ógrynni fjár, verða ekki reknir svo glatt þótt þeir fari mörg hundruð prósent fram úr fjárhagsáætlun, osfrv). Stjórnmálamenn eru að rífast um hvaða ákvörðun á að taka fyrir fyrir alla og knýja alla til að vera aðila að.
Úr því pólitíska vélin er í gangi:
DailyMotion.com er ákaflega hressandi síða fyrir þá sem fíla YouTube en deila ekki siðferðislegum hæðum þeirrar síðu! Fínt að enda langlokufærslu á svoleiðis hressleika.
Í ár er boðið upp á að velja á milli þriggja jólagjafa frá fyrirtækinu: Kaffisett+kaffi, sex flöskur af "gourmet" bjór eða kryddjurtabakki einhver. Samstarfsmaður hitti naglann á höfuðið:
"Þetta er EKKI val sem maður ber undir konuna sína."
Loksins fer að sjá tímabundið fyrir endann á eilífðarverkefninu sem ég er í í vinnunni. Á morgun eru skil og svo vonandi smá pása frá harkinu. Vinnuvikan lítur strax mun betur út fyrir vikið. Þá veit alþjóð það.
Innkaupalistinn fyrir íbúðina lengist bara eftir því sem ég hegg á hann. Svefnsófinn var keyptur en kallar um leið á aukasæng+kodda og undirdýnu. Nettenging kallar á utanáliggjandi harðan disk því annars fylli ég tölvuna um leið af kl.. bíómyndum og tónlist. Nýtt Netto-blað minnir mig á að ég þarf að kaupa reykskynjara. Eldteppi sem ég fékk gefins í vinnunni heimtar krók til að hengja það í. Svo vantar ýmislegt smálegt: Öskubakka, klakabox, litla gólfmottu, sennilega en ekkert endilega eitthvað potta- og pönnusett. Endar þetta einhvern tímann?
Truflar það engan nema mig þegar stjórnmálamenn tala eins og þeir séu að reka fyrirtæki? Þeir eru ekki að reka fyrirtæki (fara ekki á hausinn ef hugmyndin er slæm, verða ekki fátækir ef þeir sóa ógrynni fjár, verða ekki reknir svo glatt þótt þeir fari mörg hundruð prósent fram úr fjárhagsáætlun, osfrv). Stjórnmálamenn eru að rífast um hvaða ákvörðun á að taka fyrir fyrir alla og knýja alla til að vera aðila að.
Úr því pólitíska vélin er í gangi:
In branding profits as excessive and penalizing the efficient entrepreneurs by discriminatory taxation, people are injuring themselves. Taxing profits is tantamount to taxing success in best serving the public. The only goal of all production activities is to employ the factors of production in such a way that they render the highest possible output. The smaller the input required for the production of an article becomes, the more of the scarce factors of production is left for the production of other articles. But the better an entrepreneur succeeds in this regard, the more is he vilified and the more is he soaked by taxation. Increasing costs per unit of output, that is, waste, is praised as a virtue. (#)Nákvæmlega!
DailyMotion.com er ákaflega hressandi síða fyrir þá sem fíla YouTube en deila ekki siðferðislegum hæðum þeirrar síðu! Fínt að enda langlokufærslu á svoleiðis hressleika.
Wednesday, October 04, 2006
Kárahnjúkar
Má til með að, og verð hreinlega að benda á þessa grein eftir Samma "fitness". Bæði stuðningsmenn og andstæðingar Kárahnjúkavirkjunar munu kinka kolli frá upphafi greinar og til enda.
Búhú
París aflýst klukkutíma fyrir brottför á flugvöllinn. Brandararnir fóru strax af stað:
"Nú þá rakaðiru þig án ástæðu!"
"Núna geturu loksins unnið almennilega frameftir með hrein föt með þér í vinnuna."
Brandarakallar.
"Nú þá rakaðiru þig án ástæðu!"
"Núna geturu loksins unnið almennilega frameftir með hrein föt með þér í vinnuna."
Brandarakallar.
Tuesday, October 03, 2006
Tuðgáttin opnast
Í dag var þjóðhátíðardagur vinstrimanna í Danmörku. Mikil mótmæli út um allt land og skólar og skólar sperrtir af af fólki sem klárlega er ekki að farast úr álagi á vinnustöðum sínum. Íslendingar tala um "velferðarkerfið" sem einhvers konar öryggisnet. Í Bandaríkjunum er maður "on welfare" ef maður tilheyrir minnihlutahópi og býr í glæpahverfi. Danir tala um "velfærd" sem magnbundna stærð háða því hvað ríkið eyðir miklu af fé skattgreiðenda í skóla, leikskóla og öldrunarstofnanir. Minna fé í og sérstaklega úr ríkiskassanum = minni velferð, eða svo segir Daninn.
Ekki mörg börn á vinnustaðnum (bara ein 3 ára stúlka hlaupandi um deildina) en það skýrist oft af því að makinn tók sér frídag.
Sem betur fer er einhver mótstaða í Danmörku gegn gengdarlausu kvabbi vinstrisins í Danmörku.
Hvað um það - ég heimsótti IKEA í dag og núna á ég sófaborð og svefnsófa. Mikill munur að vera laus við skrifstofuborðsskrýmslið og hætta að sitja á vondum skrifstofustól (sem skilur eftir nokkrar rispur í gólfinu í kveðjuskyni). Hlynur fær væntanlega að vígja sófakvikindið á föstudaginn. Gott mál í alla staði.
Á morgun eftir hádegi held ég frá vinnustað og upp á Kastrup og flýg til Parísar til að ræða við áhyggjufulla Frakka. Tilhlökkun og kvíði í sömu andrá en óspillt tilhlökkun. Á tímabili var verið að ræða um að hætta við en í kvöld fékk ég símtal og núna er búið að hætta við að hætta við. Gott mál. Er nokkuð búið að afnema einkaeignarrétt kaffi- og veitingahúsaeigenda í Frakklandi eins og víða í Bandaríkjunum, á Írlandi, Noregi og Svíþjóð?
Ég vona að allir séu að fylgjast vel með Celebrity Babe dagsins á Dauðaspaðanum.
Er illa gert af mér að lauma örlitlum áróðri inn í umræðuritgerð frænku sinnar í menntaskóla?
Stundum geta tvær góðar vinkonur verið ólíkar. Á meðan önnur borgar í topp og rukkar aldrei lofar hin að borga en svíkur það svo þrátt fyrir ítrekaðar kurteisislegar áminningar.
Íbúðin mín er hér með nefnd "Holan" (d. Holen, e. The Hole) og ég ætlast til að hún verði nefnd því nafni hér eftir en ekki neitt í ætt við "heima hjá Geir" eða "hjá Geir".
Hressandi tilvitnun í hressan fyrirlesara og almennt magnaðan mann sem hefur svo sannarlega upplifað tímana tvenna: "Jo mere socialisme, jo mindre velstand. I Sovjet havde vi maksimal socialisme, og fik maksimal fattigdom og maksimalt kollaps. I Europa er I ved at indføre gradvis socialisme, og I vil derfor få gradvis fattigdom." (kilde)
Jæja þá best að fara pakka. Yfir og út.
Ekki mörg börn á vinnustaðnum (bara ein 3 ára stúlka hlaupandi um deildina) en það skýrist oft af því að makinn tók sér frídag.
Sem betur fer er einhver mótstaða í Danmörku gegn gengdarlausu kvabbi vinstrisins í Danmörku.
Hvað um það - ég heimsótti IKEA í dag og núna á ég sófaborð og svefnsófa. Mikill munur að vera laus við skrifstofuborðsskrýmslið og hætta að sitja á vondum skrifstofustól (sem skilur eftir nokkrar rispur í gólfinu í kveðjuskyni). Hlynur fær væntanlega að vígja sófakvikindið á föstudaginn. Gott mál í alla staði.
Á morgun eftir hádegi held ég frá vinnustað og upp á Kastrup og flýg til Parísar til að ræða við áhyggjufulla Frakka. Tilhlökkun og kvíði í sömu andrá en óspillt tilhlökkun. Á tímabili var verið að ræða um að hætta við en í kvöld fékk ég símtal og núna er búið að hætta við að hætta við. Gott mál. Er nokkuð búið að afnema einkaeignarrétt kaffi- og veitingahúsaeigenda í Frakklandi eins og víða í Bandaríkjunum, á Írlandi, Noregi og Svíþjóð?
Ég vona að allir séu að fylgjast vel með Celebrity Babe dagsins á Dauðaspaðanum.
Er illa gert af mér að lauma örlitlum áróðri inn í umræðuritgerð frænku sinnar í menntaskóla?
Stundum geta tvær góðar vinkonur verið ólíkar. Á meðan önnur borgar í topp og rukkar aldrei lofar hin að borga en svíkur það svo þrátt fyrir ítrekaðar kurteisislegar áminningar.
Íbúðin mín er hér með nefnd "Holan" (d. Holen, e. The Hole) og ég ætlast til að hún verði nefnd því nafni hér eftir en ekki neitt í ætt við "heima hjá Geir" eða "hjá Geir".
Hressandi tilvitnun í hressan fyrirlesara og almennt magnaðan mann sem hefur svo sannarlega upplifað tímana tvenna: "Jo mere socialisme, jo mindre velstand. I Sovjet havde vi maksimal socialisme, og fik maksimal fattigdom og maksimalt kollaps. I Europa er I ved at indføre gradvis socialisme, og I vil derfor få gradvis fattigdom." (kilde)
Jæja þá best að fara pakka. Yfir og út.
Monday, October 02, 2006
Talað með rassgatinu
Þá er að tala örlítið með rassgatinu (snakke med røven), því það er góð útrás.
Í fyrsta lagi: Minn næsti yfirmaður er að missa stig hjá mér þessar vikurnar. Honum til framdráttar þá er hann alveg rosalega hress náungi og mjög þægilegur í öllum samskiptum. Hins vegar er hann duglegri en flestir við að reka hnífinn í bakið á þeim sem eru ekki viðstaddir. Ákveðinn starfsmaður er mjög góður, "en" hann er ekki nógu mikið svona eða hinseginn. Ég veit ekki hvað hann segir um mig þegar ég er ekki nærri en ég veit (eða grunar sterklega) að það er eitthvað og ekki endilega jákvætt og sú tilhugsun er pínulítið óþægileg því hann talar við alla og hans álit því oft það eina sem heyrist (því fáir eru jafnduglegir að dreifa áliti sínu á hinum og þessum til allra opinna eyrna). Svei.
Í öðru lagi: Parísarferðin á miðvikudaginn nálgast óðfluga og það er hressandi tilhugsun því hópurinn sem ég fer með er með eindæmum skemmtilegur.
Í þriðja lagi: Ég hef ekki náð að horfa á einn Seinfeld-þátt í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Hasarinn er of mikill til þess. Gott mál.
Í fjórða lagi: Til hamingju Sverrir!
Í fimmta lagi: Haustmisserið er of stutt til að gera einhverjar áætlanir. Sumarið er bara nýbúið og jólin eru strax handan við hornið. Ég lofa mér öllu fögru fyrir vormisserið í staðinn.
Í sjötta lagi: Ég þarf að tvímenna í eina nótt. Hvernig ætli það muni ganga?
Í sjöunda lagi: Nóg af hjali, meira sofa!
Í fyrsta lagi: Minn næsti yfirmaður er að missa stig hjá mér þessar vikurnar. Honum til framdráttar þá er hann alveg rosalega hress náungi og mjög þægilegur í öllum samskiptum. Hins vegar er hann duglegri en flestir við að reka hnífinn í bakið á þeim sem eru ekki viðstaddir. Ákveðinn starfsmaður er mjög góður, "en" hann er ekki nógu mikið svona eða hinseginn. Ég veit ekki hvað hann segir um mig þegar ég er ekki nærri en ég veit (eða grunar sterklega) að það er eitthvað og ekki endilega jákvætt og sú tilhugsun er pínulítið óþægileg því hann talar við alla og hans álit því oft það eina sem heyrist (því fáir eru jafnduglegir að dreifa áliti sínu á hinum og þessum til allra opinna eyrna). Svei.
Í öðru lagi: Parísarferðin á miðvikudaginn nálgast óðfluga og það er hressandi tilhugsun því hópurinn sem ég fer með er með eindæmum skemmtilegur.
Í þriðja lagi: Ég hef ekki náð að horfa á einn Seinfeld-þátt í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir til þess. Hasarinn er of mikill til þess. Gott mál.
Í fjórða lagi: Til hamingju Sverrir!
Í fimmta lagi: Haustmisserið er of stutt til að gera einhverjar áætlanir. Sumarið er bara nýbúið og jólin eru strax handan við hornið. Ég lofa mér öllu fögru fyrir vormisserið í staðinn.
Í sjötta lagi: Ég þarf að tvímenna í eina nótt. Hvernig ætli það muni ganga?
Í sjöunda lagi: Nóg af hjali, meira sofa!
Mánudagur til móðu
Hvort er betra; að lágmarka uppvask eða borða alltaf af tandurhreinum diskum með tandurhreinum hnífapörum?
Stórkostleg gleðitíðindi fyrir umheiminn: Atvinnuveitandinn kominn með nýja heimasíðu! Full af göllum og virkar örugglega ekki í neinu öðru en IE, en nýtt er það samt.
Nýja vinnuþemað mitt er "vera alvarlegur" og reyna hræða suma af þessum Baunum sem eru byrjaðir að vera aðeins of afslappaðir í kringum mig. Félagsfræðileg tilraunastarfsemi á Dönum er ákaflega skemmtileg.
Föstudagurinn er dagur hinna mörgu gesta. Þið vitið hver þið eruð. Eftir næstu helgi er ég búinn að lofa mér þurrktímabili eitthvað út október. Þarf bara að sýna staðfestu!
Nú á enn einu sinni að reyna sannfæra Dani um að svört vinna "skaði samfélagið" þótt slíkt sé fjarri lagi. Sagan segir að þeir áætluðu 45 dönsku milljarðar sem ríkissjóður saknar vegna svartar vinnu myndu "bæta velferðarkerfið", "gefa ráðrúm til skattalækkana" (danska ríkið rakaði inn 80 milljörðum umfram eyðslu á seinasta fjárlagaári þökk sé háu olíuverði og skattalækkanir eru að sögn enn of "dýrar"), þýða betrumbætt lestarkerfi og fleiri opinbera starfsmönnum - sem sagt; ríkið gæti þanið sig enn meira út án þess að nokkrum liði betur (skatta lækka þeir ekki). Ætli maður þurfi að hóa í litla stuttbuxnahópinn sinn til að svara þvælunni enn einu sinni?
"Ég prívat og persónulega tek óskynsamlegar ákvarðanir og tel mig ekki geta haft stjórn á mér, eigum mínum, fjármálum og tíma og virði ekki sjálfsstjórn og eignarrétt annarra. Þess vegna tel ég þörf á eftirfarandi reglugerð/skattlagningu svo ég og aðrir megi breyta rétt að mínu mati..."
Dagurinn sem einhver stjórnmálamaður játar þetta er dagurinn sem ég byrja trúa orðum þeirra sem vilja komast á toppinn í pólitík.
Hugarstríð klukkutímans snýst um svefnsófa: Á ég að nenna að ná í Jysk núna eða vinna (afsakið, "vinna") lengur og eiga tíma inni á morgun og hætta strax um kl 15 þá? Ég tek seinni kostinn. Set tvo hersteina af stað fyrir heimför.
Bannað!
Þeir sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun (ýmist sem framkvæmd eða hugmynd) skiptast í þrjá hópa: Unnendur einkaframtaksins sem vilja að ríkið hætti að ráðstafa landi og ráðskast með fyrirtæki sín í pólitískum tilgangi (eða yfirleitt hætti að eiga fyrirtæki), þeir sem eru andsnúnir ákveðnum ríkisafskiptum (þau er taka mikið landrými) en ekki öðrum (köllum þá bara umhverfisverndarsinna), og svo þetta pakk sem ég mun nú kalla umhverfishryðjuverkamenn. Eða svona vil ég reyna draga í dilka og grófflokka.
Myndasýning fyrir þá sem hafa horft of mikið á samsæriskenningamyndir þar sem því er haldið fram að bandarísk stjórnvöld hafi skipulagt 9/11 atburðina. Sé það hins vegar raunin að Bush hafi á 8 mánuðum í embætti náð að draga saman alla þræði og hundruð manna til að sprengja hæstu byggingar New York niður þannig að fólk í bara eina mínútu hélt að flugrán hefðu átt sér stað þá á hann skilið verðlaun fyrir skipulagshæfileika.
Jæja fussumsvei hersteinar komnir af stað og ég ætla heim. Yfir og út.
Stórkostleg gleðitíðindi fyrir umheiminn: Atvinnuveitandinn kominn með nýja heimasíðu! Full af göllum og virkar örugglega ekki í neinu öðru en IE, en nýtt er það samt.
Nýja vinnuþemað mitt er "vera alvarlegur" og reyna hræða suma af þessum Baunum sem eru byrjaðir að vera aðeins of afslappaðir í kringum mig. Félagsfræðileg tilraunastarfsemi á Dönum er ákaflega skemmtileg.
Föstudagurinn er dagur hinna mörgu gesta. Þið vitið hver þið eruð. Eftir næstu helgi er ég búinn að lofa mér þurrktímabili eitthvað út október. Þarf bara að sýna staðfestu!
Nú á enn einu sinni að reyna sannfæra Dani um að svört vinna "skaði samfélagið" þótt slíkt sé fjarri lagi. Sagan segir að þeir áætluðu 45 dönsku milljarðar sem ríkissjóður saknar vegna svartar vinnu myndu "bæta velferðarkerfið", "gefa ráðrúm til skattalækkana" (danska ríkið rakaði inn 80 milljörðum umfram eyðslu á seinasta fjárlagaári þökk sé háu olíuverði og skattalækkanir eru að sögn enn of "dýrar"), þýða betrumbætt lestarkerfi og fleiri opinbera starfsmönnum - sem sagt; ríkið gæti þanið sig enn meira út án þess að nokkrum liði betur (skatta lækka þeir ekki). Ætli maður þurfi að hóa í litla stuttbuxnahópinn sinn til að svara þvælunni enn einu sinni?
"Ég prívat og persónulega tek óskynsamlegar ákvarðanir og tel mig ekki geta haft stjórn á mér, eigum mínum, fjármálum og tíma og virði ekki sjálfsstjórn og eignarrétt annarra. Þess vegna tel ég þörf á eftirfarandi reglugerð/skattlagningu svo ég og aðrir megi breyta rétt að mínu mati..."
Dagurinn sem einhver stjórnmálamaður játar þetta er dagurinn sem ég byrja trúa orðum þeirra sem vilja komast á toppinn í pólitík.
Hugarstríð klukkutímans snýst um svefnsófa: Á ég að nenna að ná í Jysk núna eða vinna (afsakið, "vinna") lengur og eiga tíma inni á morgun og hætta strax um kl 15 þá? Ég tek seinni kostinn. Set tvo hersteina af stað fyrir heimför.
Bannað!
Þeir sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun (ýmist sem framkvæmd eða hugmynd) skiptast í þrjá hópa: Unnendur einkaframtaksins sem vilja að ríkið hætti að ráðstafa landi og ráðskast með fyrirtæki sín í pólitískum tilgangi (eða yfirleitt hætti að eiga fyrirtæki), þeir sem eru andsnúnir ákveðnum ríkisafskiptum (þau er taka mikið landrými) en ekki öðrum (köllum þá bara umhverfisverndarsinna), og svo þetta pakk sem ég mun nú kalla umhverfishryðjuverkamenn. Eða svona vil ég reyna draga í dilka og grófflokka.
Myndasýning fyrir þá sem hafa horft of mikið á samsæriskenningamyndir þar sem því er haldið fram að bandarísk stjórnvöld hafi skipulagt 9/11 atburðina. Sé það hins vegar raunin að Bush hafi á 8 mánuðum í embætti náð að draga saman alla þræði og hundruð manna til að sprengja hæstu byggingar New York niður þannig að fólk í bara eina mínútu hélt að flugrán hefðu átt sér stað þá á hann skilið verðlaun fyrir skipulagshæfileika.
Jæja fussumsvei hersteinar komnir af stað og ég ætla heim. Yfir og út.
Sunday, October 01, 2006
Létt þýðing
Hressandi innsæisfull athugasemd (héðan):
En svo það sé á hreinu þá er ég ekki mikill stuðningsmaður ríkisframkvæmda og Kárahnjúkavirkjun er ríkisframkvæmd. En að ég ætli mér að taka umræðu um burðarvirki virkjana og jarðfræði sprungusvæða við menntaða íslenskufræðinga er ekki alveg á dagskránni (sá einmitt hagfræðing og íslenskufræðing rífast um Hálslónsstæðið í Kastljósi í sumar og þótt skondið).
Umhverfisverndarhreyfingin heldur því fram að ekki sé hægt að treysta á vísindi og tækni til að reka kjarnorkuver á öruggan hátt, framleiða skordýraeitur sem er óhætt að nota, eða jafnvel baka brauð sem er óhætt að borða, ef sá brauðhleifur inniheldur tilbúin rotvarnarefni. Hins vegar þegar kemur að hitnun á lofthjúpi jarðar kemur í ljós að það er ein grein vísindanna sem umhverfishreyfingin sýnir alveg sláandi traust á - grein sem þar til nýlega hefur ekki notið trausts jafnvel hörðustu stuðningsmenn vísinda og tækni. Umhverfishreyfingin vill meina að eina grein vísinda og tækni sem stendur svo vel að vígi að við getum sýnt henni ótakmarkað traust sé sú spá fyrir um veðrið - næstu hundrað árin!Hið sama mætti sennilega segja um þá sem tjá sig hvað háværast um meinta hættu af sprungum í Hálslónsstæðinu; verk- og jarðfræðingum er ekki treyst til að byggja stíflu á sprungusvæði á meðan veðurfræðingum er treyst til að spá fyrir um veðrið, 100 ár fram í tímann!
En svo það sé á hreinu þá er ég ekki mikill stuðningsmaður ríkisframkvæmda og Kárahnjúkavirkjun er ríkisframkvæmd. En að ég ætli mér að taka umræðu um burðarvirki virkjana og jarðfræði sprungusvæða við menntaða íslenskufræðinga er ekki alveg á dagskránni (sá einmitt hagfræðing og íslenskufræðing rífast um Hálslónsstæðið í Kastljósi í sumar og þótt skondið).
Saturday, September 30, 2006
Þá gerðist það loksins: Vinnuferð til útlanda. Ekki mjög löng ferð - réttur sólarhringur, og ekki mjög spennandi dagskrá - langur fundur með yfirverktaka okkar í einu verkefninu, en París, Frakkland er það nú samt. Miðvikudagskvöld-fimmtudagskvöld.
Innflutningsteiti á Barbastöðum í gær var hressandi. Nýr titilhafi að titlinum "leiðinlegasta manneskja heims" fannst. Henni verður skipulega haldið frá mannamótum héðan í frá. Á móti kemur að Ingimar heillaði allt og alla upp úr skónum (sérstaklega Daða) og er hér með settur á skyldumætingarlistann í allt.
Nóvember verður gestkvæmur svo ekki sé meira sagt. Púslin virðast samt ætla raðast rétt og því góðir tímar í vændum. Hlynur mun svo heiðra okkur Dana-raftana um næstu helgi. Ljómandi.
Núna er það sturta og svo afmæli hjá ágætum herramanni í föruneyti ágætrar snótar sem ég erfði af Jóa nokkrum Ben og væntanlegir einnig er Barbafjölskyldan. Yfir og út!
Innflutningsteiti á Barbastöðum í gær var hressandi. Nýr titilhafi að titlinum "leiðinlegasta manneskja heims" fannst. Henni verður skipulega haldið frá mannamótum héðan í frá. Á móti kemur að Ingimar heillaði allt og alla upp úr skónum (sérstaklega Daða) og er hér með settur á skyldumætingarlistann í allt.
Nóvember verður gestkvæmur svo ekki sé meira sagt. Púslin virðast samt ætla raðast rétt og því góðir tímar í vændum. Hlynur mun svo heiðra okkur Dana-raftana um næstu helgi. Ljómandi.
Núna er það sturta og svo afmæli hjá ágætum herramanni í föruneyti ágætrar snótar sem ég erfði af Jóa nokkrum Ben og væntanlegir einnig er Barbafjölskyldan. Yfir og út!
Tuesday, September 26, 2006
Molar í amstri dagsins
Stjóri sannfærði mig um að ég hefði gott af fríi á fimmtudaginn og öli á fimmtudagskvöldið. Ég er hættur að mótmæla kæruleysinu.
Sverrir Jakobsson hlýtur að hafa látið okra á sér þegar hann fór seinast á súlustað.
"Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Sverrir Jakobsson er hræsnari og tilheyrir hreyfingu þeirrar gerðar femínista sem þagði áberandi hátt þegar eiginkonur og mæður Íslands fóru á Broadway að glápa á bera karlmenn. En súludans má aðeins ræða í samhengi að skapi Sverris svo ég hætti núna (er það þess vegna sem Broadway+Chippendales var aldrei rætt? Af því það var ekki í samhengi sem Sverrir samþykkti?).
Skynsemin í góðu stuði í dag og kemur í stað pirrings í gær.
Ég þarf greinilega að passa mig á því hvað ég segi um sumt við suma. Ég er hugsanlega brennt barn en ég gleymi alltaf að forðast eldinn. Titla-, typpa-, tíkóspena- og tekjutog á að vera skemmtilegt, ekki leiða til leiðinda.
Macroar eru snilld.
7 tíma svefn sem hefst fyrir miðnætti er mitt optimum. Verst að svefni verði fórnað fyrir bolta í kvöld.
Ég lærði nýtt orð í gær: Ejerskiftgebyr. Þar áður lærði ég orðið: Ejendomsskat. Ég kann einnig orðið: Fællesudgifter (sem m.a. fara í að borga verkamönnum fyrir að sitja, reykja og drekka í vinnuskúr fyrir utan bygginguna sem ég bý í). Allt mjög góð orð.
Eingöngu danska skattkerfinu dettur í hug að senda manni ítrekun á einhverju sem þeir rukkuðu aldrei fyrir til að byrja með. Ætli þetta sé ný tekjuleið opinberra stofnana til að komast fram hjá skattastoppi yfirvalda?
Í lok dags: Setja einn herstein af stað í tölvunni og vona að eitthvað sé tilbúið í fyrramálið.
Sverrir Jakobsson hlýtur að hafa látið okra á sér þegar hann fór seinast á súlustað.
"Súludans má aðeins ræða í einu samhengi - samhengi frjálsra viðskipta og rétti karla til að hafa lífsviðurværi af því að sýna öðrum körlum berar konur. Sverrir Jakobsson er hræsnari og tilheyrir hreyfingu þeirrar gerðar femínista sem þagði áberandi hátt þegar eiginkonur og mæður Íslands fóru á Broadway að glápa á bera karlmenn. En súludans má aðeins ræða í samhengi að skapi Sverris svo ég hætti núna (er það þess vegna sem Broadway+Chippendales var aldrei rætt? Af því það var ekki í samhengi sem Sverrir samþykkti?).
Skynsemin í góðu stuði í dag og kemur í stað pirrings í gær.
Ég þarf greinilega að passa mig á því hvað ég segi um sumt við suma. Ég er hugsanlega brennt barn en ég gleymi alltaf að forðast eldinn. Titla-, typpa-, tíkóspena- og tekjutog á að vera skemmtilegt, ekki leiða til leiðinda.
Macroar eru snilld.
7 tíma svefn sem hefst fyrir miðnætti er mitt optimum. Verst að svefni verði fórnað fyrir bolta í kvöld.
Ég lærði nýtt orð í gær: Ejerskiftgebyr. Þar áður lærði ég orðið: Ejendomsskat. Ég kann einnig orðið: Fællesudgifter (sem m.a. fara í að borga verkamönnum fyrir að sitja, reykja og drekka í vinnuskúr fyrir utan bygginguna sem ég bý í). Allt mjög góð orð.
Eingöngu danska skattkerfinu dettur í hug að senda manni ítrekun á einhverju sem þeir rukkuðu aldrei fyrir til að byrja með. Ætli þetta sé ný tekjuleið opinberra stofnana til að komast fram hjá skattastoppi yfirvalda?
Í lok dags: Setja einn herstein af stað í tölvunni og vona að eitthvað sé tilbúið í fyrramálið.
Monday, September 25, 2006
Til íþróttaálfanna
Eftirfarandi hugleiðing er stolin af konungi grínþáttanna, Jerry Seinfeld:
Af hverju er fólk að æfa? Eins og ég sé það þá er fólk fyrst og fremst að æfa til að komast í gegnum næstu æfingu. Með því að æfa sig verður væntanlega auðveldara að gera það og til að komast í gegnum þarnæstu er um að gera að mæta á næstu.
Eða þetta voru mín 2 cent.
En núna fæðast spin-off hugsanir: Af hverju reykir fólk? Fólk reykir af því það fann nikótínþörf vegna seinustu sígarettu og þá þarf að reykja til að byggja upp nikótínþörf fyrir næstu sígarettu.
Eru þá íþróttaæfingar og sígarettureykingar ekki bara sitthvor hliðin á sömu vitleysunni - þörfinni til að gera eitthvað svo hringurinn geti haldið áfram?
Nei svo djúpur er ég ekki að geta steypt saman íþróttaiðkun og reykingum en það má alveg eins henda þessu þvaðri út og losna við hugsunina.
Af hverju er fólk að æfa? Eins og ég sé það þá er fólk fyrst og fremst að æfa til að komast í gegnum næstu æfingu. Með því að æfa sig verður væntanlega auðveldara að gera það og til að komast í gegnum þarnæstu er um að gera að mæta á næstu.
Eða þetta voru mín 2 cent.
En núna fæðast spin-off hugsanir: Af hverju reykir fólk? Fólk reykir af því það fann nikótínþörf vegna seinustu sígarettu og þá þarf að reykja til að byggja upp nikótínþörf fyrir næstu sígarettu.
Eru þá íþróttaæfingar og sígarettureykingar ekki bara sitthvor hliðin á sömu vitleysunni - þörfinni til að gera eitthvað svo hringurinn geti haldið áfram?
Nei svo djúpur er ég ekki að geta steypt saman íþróttaiðkun og reykingum en það má alveg eins henda þessu þvaðri út og losna við hugsunina.
Mæðudagur til mikilla afreka
Nei, ekki til mikilla afreka. Samt furðuhress miðað við að helgin fór í fyrirlestra, einhverja en þó hóflega drykkju, lítinn svefn og það allt.
Ég fékk næstum því innblástur til að skrifa grein í gær en endaði þó bara á örlitlum skrifum á netið [1|2] en ég gleð samt fólk með því að segja að grein er handan við hornið!
Textpad hefur sparað mér ófáa tugi klukkutíma.
Einn samstarfsfélagi minn og sessunautur á vinnustaðnum talar endalaust, stundum til mín, stundum til annarra á skrifstofunni og stundum við sjálfan sig. Hvort á ég þá að skrúfa upp í tónlistinni til að heyra ekkert eða niður til að heyra allt ef ske kynni að eitthvað liggi við? Nú eða segja mér eldri og reyndari manni að halda þverrifunni lokaðri. Ég held ég sé of vel upp alinn til þess.
..endaði þó á því að segja honum að velja upphátt sagðar setningar sínar með "omhygge" og hann fattaði skotið og tók vel í það. Þönder.
Íslenskt baktal hefur einn umtalsverðan kost yfir danskt baktal. Í Danmörku baktala allir alla um eiginlega allt og yfirleitt eru skotspónar baktalsins engu nær um hvað er sagt og af hverjum (ég hef í mesta lagi fengið smjörþefinn í mínu tilviki). Á Íslandi eru baktalsumræðuefnin örlítið takmarkaðri og einstaka sinnum kemst upp um allt - hvað var sagt og af hverjum. Sá sjaldgæfi möguleiki gefur íslensku baktali óneitanlega forskot, segi ég.
BP, stundum kallað British Petroleum, voru svo vænir að gefa öllum starfsmönnum atvinnurekanda míns tösku fulla af öryggisbúnaði. Núna á ég hamar til að brjóta rúðu, brunateppi, endurskinsvesti og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hirði auðvitað brunateppið (eða gef Brennu-Daða það) en spurning um að reyna selja hitt? Það eða geymslan.
Stundum er EKKI gott að hafa "skoðanir á öllu", t.d. ekki þegar maður er alltaf sá sem talar meirihlutann af tímanum á öllum fundum, óháð lengd fundar, fjölmenni hans og umræðuefnum.
Tuðgáttin (mjög meðvitaður um leiðinlegheit nöldurs en ég læt það samt flakka):
- Vinnutölvan mín er úrelt fyrir löngu fyrir þessi bévítans forrit sem ég er að keyra, allir vita það, ég hef rætt það en það eina sem gerist er að mér er sagt að réttlæta og bíða. Þetta er byrjað að fara í taugarnar á mér. 80% af þessum degi fer líklega í að bíða.
- Áður en ég fór á fund með deildinni minni áðan hélt ég að eftir vinnu á fimmtudaginn væri stefnan sett á að hittast heima hjá einum í deildinni og grilla saman og drekka bjór. Eftir fundinn komst ég að því að þetta væri orðið að heilsdagsprógrammi með þéttri dagskrá og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var sé eini sem kom af fjöllum (enda haft litla þolinmæði til að fylgjast með á hópfundum). Ég er ekki hress með þetta enda var frí á fimmtudaginn ekki alveg það sem stendur á planinu mínu. Meira að segja frír bjór hljómar ekki nógu vel til að bæta upp röskun plansins. Núna er ferlið samt komið svo langt að ég þarf að melda mig frá og hafa fyrir því ástæðu.
- Þrjóska fjárans verkefni sem ég sit á. Þrír mánuðir af sama hjakkinu taka á.
Mikið er allt neikvætt og ömurlegt í dag ef marka má undangengin skrif. Ástandið er samt ekki alveg svona slæmt. Útrásin birtist hérna. Fólk í kringum mig sér mig í skínandi skapi og spurning um að drulla sér út í skínandi og vart þolanlega heita sólina?
Ég fékk næstum því innblástur til að skrifa grein í gær en endaði þó bara á örlitlum skrifum á netið [1|2] en ég gleð samt fólk með því að segja að grein er handan við hornið!
Textpad hefur sparað mér ófáa tugi klukkutíma.
Einn samstarfsfélagi minn og sessunautur á vinnustaðnum talar endalaust, stundum til mín, stundum til annarra á skrifstofunni og stundum við sjálfan sig. Hvort á ég þá að skrúfa upp í tónlistinni til að heyra ekkert eða niður til að heyra allt ef ske kynni að eitthvað liggi við? Nú eða segja mér eldri og reyndari manni að halda þverrifunni lokaðri. Ég held ég sé of vel upp alinn til þess.
..endaði þó á því að segja honum að velja upphátt sagðar setningar sínar með "omhygge" og hann fattaði skotið og tók vel í það. Þönder.
Íslenskt baktal hefur einn umtalsverðan kost yfir danskt baktal. Í Danmörku baktala allir alla um eiginlega allt og yfirleitt eru skotspónar baktalsins engu nær um hvað er sagt og af hverjum (ég hef í mesta lagi fengið smjörþefinn í mínu tilviki). Á Íslandi eru baktalsumræðuefnin örlítið takmarkaðri og einstaka sinnum kemst upp um allt - hvað var sagt og af hverjum. Sá sjaldgæfi möguleiki gefur íslensku baktali óneitanlega forskot, segi ég.
BP, stundum kallað British Petroleum, voru svo vænir að gefa öllum starfsmönnum atvinnurekanda míns tösku fulla af öryggisbúnaði. Núna á ég hamar til að brjóta rúðu, brunateppi, endurskinsvesti og ég veit ekki hvað og hvað. Ég hirði auðvitað brunateppið (eða gef Brennu-Daða það) en spurning um að reyna selja hitt? Það eða geymslan.
Stundum er EKKI gott að hafa "skoðanir á öllu", t.d. ekki þegar maður er alltaf sá sem talar meirihlutann af tímanum á öllum fundum, óháð lengd fundar, fjölmenni hans og umræðuefnum.
Tuðgáttin (mjög meðvitaður um leiðinlegheit nöldurs en ég læt það samt flakka):
- Vinnutölvan mín er úrelt fyrir löngu fyrir þessi bévítans forrit sem ég er að keyra, allir vita það, ég hef rætt það en það eina sem gerist er að mér er sagt að réttlæta og bíða. Þetta er byrjað að fara í taugarnar á mér. 80% af þessum degi fer líklega í að bíða.
- Áður en ég fór á fund með deildinni minni áðan hélt ég að eftir vinnu á fimmtudaginn væri stefnan sett á að hittast heima hjá einum í deildinni og grilla saman og drekka bjór. Eftir fundinn komst ég að því að þetta væri orðið að heilsdagsprógrammi með þéttri dagskrá og ég veit ekki hvað og hvað. Ég var sé eini sem kom af fjöllum (enda haft litla þolinmæði til að fylgjast með á hópfundum). Ég er ekki hress með þetta enda var frí á fimmtudaginn ekki alveg það sem stendur á planinu mínu. Meira að segja frír bjór hljómar ekki nógu vel til að bæta upp röskun plansins. Núna er ferlið samt komið svo langt að ég þarf að melda mig frá og hafa fyrir því ástæðu.
- Þrjóska fjárans verkefni sem ég sit á. Þrír mánuðir af sama hjakkinu taka á.
Mikið er allt neikvætt og ömurlegt í dag ef marka má undangengin skrif. Ástandið er samt ekki alveg svona slæmt. Útrásin birtist hérna. Fólk í kringum mig sér mig í skínandi skapi og spurning um að drulla sér út í skínandi og vart þolanlega heita sólina?
Saturday, September 23, 2006
Föstudagsblaður
Eins mikill tímaþjófur og MSN Messenger getur stundum verið þá eykur hann óneitanlega sveigjnleika og liðleika í samskiptum, nú þegar flestir eru hvort eð er sitjandi við tölvu meira og minna allar vakandi stundir. Galdurinn er líklega sá að læra stjórna tímaþjófshlutanum. Ákveðinn upptekinn gripur (upplagður til sýningar) segir t.d. blákalt að viðkomandi sé upptekin þegar viðkomandi er það og þannig á það að vera. Hér með tekið til fyrirmyndar. Gefur manni færi á að senda skilaboð án þess að búast við svari undir eins. Ljómandi.
Fólk lætur alltaf koma sér á óvart þegar ég raka mig upp úr þurru. Ætli áralöng taðskegglingsrætkun hafi haft sitt að segja þar?
Skynsemi frá Samfylkingarmanni! Hressandi tilbreyting.
Launamunur "kynjanna" er goðsögn. Hins vegar er launamunur á einstaklingum og ef einstaklingar eru flokkaðir upp eftir t.d. kyni kemur í ljós launamunur. Hið sama gildir ef flokkað er eftir húðlit, búsetu, atvinnugreinum, hæð (=greind?), útliti, menntun,, reynslu, ábyrgð, áræðni, fjölda yfirvinnutíma og svo framvegis. Því miður er einblínt á eina af þessum flokkunum - kynferði. Aðrar flokkanir gleymast. Best væru ef allar gleymdust en að einblína á eina er líklega það versta því þá heldur fólk að kynferði sé það eina sem skiptir máli (eða meira máli en aðrir þættir).
"Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum." (#)
Skiptum út "jafnréttismálum" fyrir "sósíalismavæðingu almennings" og ég held að Lenín hafi fengið tilvitnun.
Ég þurfti að leiðrétta vinnufélaga minn í dag. Hann sagði að það væri alltaf gott að mennta sig (í samhenginu; fara í skóla og sitja eitthvað fag) og að það væri aldrei hægt að mennta sig of mikið. Þetta er misskilningur. Það er alltaf gott að auka við vitneskju sína, þjálfa sig betur og læra. Menntun sem slík er hins vegar mjög misheppnaður mælikvarði á upplýsingaöflun eða bætingu á sjálfum sér og getu til að leysa verkefni. Þessi hugleiðing er innblásin af tilvist RIKK.
Nágranni minn er furðulegt fyrirbæri.
Ég er að ná ágætri æfingu í að "flytja inn" Íslendinga til Kaupmannahafnar og stjóri ef farinn að kalla mig "konsulent" (ráðgjafa) Íslendinga í Köben. Núna vantar bara að ég komist á íslensk eða dönsk fjárlög og leyfi skattgreiðendum að blæða fyrir þekkingu mína og reynslu.
Ég held að Daði sé búinn að setja aðeins of mikið af vímuefnum í sig núna. Þrjú SMS í röð með sama svarinu með sömu spurningunni þegar þetta er skrifað. Daði: kl 17!
Katrín mín, meistaragráða í tölvunarfræði er ekki "M.Sc. in Engineering" þótt VFÍ hafi hleypt þér inn út á skálar, hárlit og brosmildi mikið (og já, pappíra frá DTU). Hér með skjalfest.
Tyrkir og tepokar eru eitthvað sem ég á erfitt með að losna við. Ég hef ekki lygagenið í mér því miður.
Í Berlín er bjór hellt þannig að það komi froða. Í Köben er bjór hellt til að fá froðu. Munurinn er umtalsverður. Sjá mynd fyrir pretty lips að drekka tasty beer.
Á hvaða aldri hættir kærasti/kærasta að flokkast sem "áhugamál" í takt við t.d. golf, fótbolta og tölvuleiki?
Ég hlakka mjög mikið til morgundagsins og sunnudagsins. Fyrirlestrar um stjórnmálaheimspeki úr herbúðum frjálshyggjumanna í 7 klst báða dagana með glósubók í einni og kaffibolla í hinni. Þeir sem til þekkja vita að ég fæ í'ann við tilhugsunina. Ég er meira að segja að gera "heimavinnuna" mína með lestri og hlustun og ég veit ekki hvað.
Yfir og út.
Fólk lætur alltaf koma sér á óvart þegar ég raka mig upp úr þurru. Ætli áralöng taðskegglingsrætkun hafi haft sitt að segja þar?
Skynsemi frá Samfylkingarmanni! Hressandi tilbreyting.
Launamunur "kynjanna" er goðsögn. Hins vegar er launamunur á einstaklingum og ef einstaklingar eru flokkaðir upp eftir t.d. kyni kemur í ljós launamunur. Hið sama gildir ef flokkað er eftir húðlit, búsetu, atvinnugreinum, hæð (=greind?), útliti, menntun,, reynslu, ábyrgð, áræðni, fjölda yfirvinnutíma og svo framvegis. Því miður er einblínt á eina af þessum flokkunum - kynferði. Aðrar flokkanir gleymast. Best væru ef allar gleymdust en að einblína á eina er líklega það versta því þá heldur fólk að kynferði sé það eina sem skiptir máli (eða meira máli en aðrir þættir).
"Ef við ætlum að ná árangri í jafnréttismálum þá verðum við, því miður, að beita sértækum aðgerðum." (#)
Skiptum út "jafnréttismálum" fyrir "sósíalismavæðingu almennings" og ég held að Lenín hafi fengið tilvitnun.
Ég þurfti að leiðrétta vinnufélaga minn í dag. Hann sagði að það væri alltaf gott að mennta sig (í samhenginu; fara í skóla og sitja eitthvað fag) og að það væri aldrei hægt að mennta sig of mikið. Þetta er misskilningur. Það er alltaf gott að auka við vitneskju sína, þjálfa sig betur og læra. Menntun sem slík er hins vegar mjög misheppnaður mælikvarði á upplýsingaöflun eða bætingu á sjálfum sér og getu til að leysa verkefni. Þessi hugleiðing er innblásin af tilvist RIKK.
Nágranni minn er furðulegt fyrirbæri.
Ég er að ná ágætri æfingu í að "flytja inn" Íslendinga til Kaupmannahafnar og stjóri ef farinn að kalla mig "konsulent" (ráðgjafa) Íslendinga í Köben. Núna vantar bara að ég komist á íslensk eða dönsk fjárlög og leyfi skattgreiðendum að blæða fyrir þekkingu mína og reynslu.
Ég held að Daði sé búinn að setja aðeins of mikið af vímuefnum í sig núna. Þrjú SMS í röð með sama svarinu með sömu spurningunni þegar þetta er skrifað. Daði: kl 17!
Katrín mín, meistaragráða í tölvunarfræði er ekki "M.Sc. in Engineering" þótt VFÍ hafi hleypt þér inn út á skálar, hárlit og brosmildi mikið (og já, pappíra frá DTU). Hér með skjalfest.
Tyrkir og tepokar eru eitthvað sem ég á erfitt með að losna við. Ég hef ekki lygagenið í mér því miður.
Í Berlín er bjór hellt þannig að það komi froða. Í Köben er bjór hellt til að fá froðu. Munurinn er umtalsverður. Sjá mynd fyrir pretty lips að drekka tasty beer.
Á hvaða aldri hættir kærasti/kærasta að flokkast sem "áhugamál" í takt við t.d. golf, fótbolta og tölvuleiki?
Ég hlakka mjög mikið til morgundagsins og sunnudagsins. Fyrirlestrar um stjórnmálaheimspeki úr herbúðum frjálshyggjumanna í 7 klst báða dagana með glósubók í einni og kaffibolla í hinni. Þeir sem til þekkja vita að ég fæ í'ann við tilhugsunina. Ég er meira að segja að gera "heimavinnuna" mína með lestri og hlustun og ég veit ekki hvað.
Yfir og út.
Subscribe to:
Posts (Atom)