Thursday, January 05, 2006

Einkahúmor?

Mér finnst þetta vera fyndið..

Heimild.

Að hvaða niðurstöðu ætli nefnd um landbúnað og matvælaverð á Íslandi komist að? Að þetta sé allt Jóhannesi í Bónus að kenna? Að þetta sé í raun keppinautum Jóhannesar í Bónus að kenna?

Landbúnaður á Íslandi þjáist af sama kvilla og heilbrigðiskerfið, menntakerfið, vegakerfið, áfengissölukerfið og félagslega stuðningskerfið við þá sem minnst mega sín (og allra hinna). Kvillinn heitir miðstýring, einnig þekktur sem sósíalismi.

Þeir sem berjast gegn einkarekstri í kerfi X gera það ekki með því að berjast fyrir ríkisrekstri heldur með því að uppnefna einkareksturinn og þá sem moka inn seðlunum í því. Af hverju eru stuðningsmenn ríkisreksturs ekki einlægari en svo að þeir berjast fyrir málstað sínum með því að berja á málstað hinna, í stað þess að rökstyðja hina huldu kosti ríkisrekstursins?

1 comment:

Anonymous said...

Þetta er frábært kerfi Geir og þú veist það. Af hverju skyldi Guðni Ágústsson annars hafa fengið stórriddarakrossinn um áramót?

Einhver sagði, árið 2001 að það væri fínt að GuðniÁg. væri landbúnaðarráðherra. Það væri valdaminnsta embættið og því væri skaðinn lágmarkaður.

Því miður var það ekki ég...

Þrándur