Já ég er búinn að sjá DV í gær og lesa um viðbrögð, afleiðingar og sjá afsakanir ritstjóra. Ég er hér með hættur að skrifa mitt vikulega innlegg í DV. Hér með er það skjalfest.
Ég má til með að segja áhugamönnum um stjórnmál að lesa þessa litlu ritgerð. Fyrri hluti hennar lofar a.m.k. mjög góðu um seinni hlutann. Þarna er t.d. útskýrt hvers vegna menningarelítan og þeir sem kallast "intellectuals" á enskri tungu eru, í hlutfalli við aðra þjóðfélagshópa, mjög vinstrisinnaðir.
Dæmi um ástæðu: Kapítalískt markaðssamfélag verðlaunar þá sem skapa verðmæti og sinna eftirspurn, en ekki þá sem setja saman fallegar ritgerðir um bókmenntir, kenna samfélagsfræði eða flytja ljóð á kaffihúsum. Þar með verða listhneigðu húmanistarnir og menningarelítan svolítið útundan í lífsgæðakapphlaupinu og þar sem þessi hópur hefur vanist hrósi og aðdáun í t.d. skólakerfinu, og finnst hann eiga virðingu og velmegun skilið, þá er eðlilegt að hann myndi ákveðna andúð á frjálsu markaðshagkerfi.
Sniðugt... finnst mér.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Gott hjá þér að gefa skít í dv.
Þrándur
Góður.
Gott mál
Mér skilst (á meintum ummælum forráðamanna DV) að þeir sem eru ekki hlynntir umfjöllun DV um þetta mál séu hreinlega hlynntir barnaníðingsskap!!
Post a Comment