Monday, January 16, 2006

Á leiðinni

Þessi elska verður vonandi og líklega komin í hendur mínar áður en vika er liðin. Húrra fyrir því!

Annars er heilsan ekki alveg upp á sitt besta í dag. Líklega má þakka stífri helgi fyrir það. Sérstakt hrós fær Svenni fyrir laugardagsfrumkvæði sitt á fleiri en einni vígstöð og hvetjandi þorsta langt fram á nótt.

Ég sagði DV að ég myndi byrja skrifa fyrir þá aftur. Ég held að ritstjóraskipti og "kikkið" sem ég fæ útúr skrifunum vegi upp á móti viðburði sem mjög ólíklega kemur til með að endurtaka sig aftur.

3 comments:

Anonymous said...

Laugardagskvöldið var í meira lagi hressandi... sunnudagurinn var það hins vegar ekki.

Burkni said...

Zepto? Er þetta nýr tyrkneskur tölvuframleiðandi?

Geir said...

Nauhauts!

http://www.hardware-test.dk/ht/test_show.asp?id=4324