Wednesday, January 18, 2006

Note to self

Intellectuals = "fræðingar".

Er það ekki bara ljómandi þýðing og einföld í þokkabót? Ef einhverjum vantar skilgreiningu á orðið þá er t.d. ein hér í annarri efnisgrein.

Stutt skilgreining úr mínum vasa: "Fræðingur" er sá sem hefur (góða) menntun og telst almennt greindur, hefur alla tíð átt gott með að læra og fyrir vikið notið virðingar og aðdáunar af kennurum og skólafólki, en vantar bara eitthvað til að stíga til æðstu metorða á frjálsum markaði (ekki mikið fyrir hart viðskiptalífið og vill yfirleitt lítið hugsa um lífsviðurværið sem leið til að afla tekna).

Ætli sé ekki auðvelt að giska á almenna stjórnmálahneigð fræðinganna?

Ef svarið kemur ekki strax þá kemur hér dæmi um fræðing: Ármann og Sverrir Jakobssynir.

2 comments:

Burkni said...

Veit ekki um það fyrra, en hið seinna virðist eiga við um mig ... er ég þá ekki amk hálffræðingur?

Geir said...

Hálf-VITI er það eina viðurnefnið sem ég hef óyggjandi sannanir fyrir.