Thursday, January 12, 2006

Þreytudagur

Þreyttur dagur en ekkert leiðinlegur. DV heldur áfram að hrella landsmenn með nærveru sinni. Hvernig væri að nota atkvæðisrétt sinn og sniðganga blaðið? Besta leiðin til að segja skoðun sína á fyrirtækjum er með því að kjósa með debetkortinu.

Í gær las ég hina einu sönnu rökréttu og skotheldu kenningu um efnahagssveiflur í kapítalískum ríkjum (já svona fullyrðir maður grimmt). Sjá hér. Ætli nokkrum komi á óvart að heyra að ríkisafskipti leika þar lykilhlutverki?

Hérna er sniðug síða um baráttu yfirvalda í Danmörku gegn "svartri" vinnu (lesist: vinnu sem er eingöngu unnin og greidd, í stað þess að vera unnin, greidd og síðan greidd aftur). Stundum er svo ágætt að efast um réttmæti og nytsemi þess að vera rændur í hverri útborgun manni sjálfum til góða.

Reyndar voru nokkrir allsósíalískir vinnufélagar að ræða um skatta í gær og töluðu lengi og vel um hvar þeir vissu að menn borguðu lága skatta (annaðhvort sem almennur þegn eða "sérfræðingur") eða enga skatta og engin laumung að þeir voru ákaflega heillaðir af lægri skattbyrði. Á öðrum dögum tala þeir um að ríkið eigi nú að fara sinna þessu eða hinu og að annað gangi nú ekki. Hvenær ætli þeir tali um samhengið þarna á milli?

3 comments:

Anonymous said...

Þú værir kannski til í að reifa þessa kenningu í örfáum setningum þannig að maður þurfi ekki að berjast í gegnum ritverkið stóra.

Geir said...

Veistu, korter af lífi þínu fyrir næstum 100 ára kenningu sem hefur aldrei átt betur við en í dag er varla svo stór fórn. Ef þú vilt hoppa beint í kjarna málsins þá byrjaru ca rétt fyrir neðan miðju þar sem segir: "Building on the Ricardians, on general "Austrian" theory, and on his own creative genius, Mises developed the following theory of the business cycle:"

Anonymous said...

Ég hef aldrei keypt þetta blað og bara dettur það ekki til hugar. - Rebekka