- Innivinna er reykingaletjandi: Það er þreytandi að þurfa standa upp og fara út í kuldann til að fá sér eina. Skrifstofufólk tyggur frekar nikótíntyggjó og notar plástra og mun mjög eðlilega með tímanum byrja reykja minna og jafnvel hætta alveg.
- Skrifstofufólk er vel menntað: Góð menntun þýðir yfirleitt þægileg skrifstofuvinna með hóflegu líkamlegu álagi og puði. Þetta gerir reykjandi skrifstofufólki léttara að reykja minna eða hætta en t.d. verkamanninum í "the dead end job" og 12 tíma vöktunum.
- Skrifstofufólk á auðveldara með að eyða tíma og hugsun í heilsuna: Vel menntað fólk með sæmilegar tekjur getur eytt meiri orku og hugsun í að passa upp á heilsu sína, og reykir áberandi minna en ómenntað eða lítt menntað fólk. Löng skólavist er ákveðið merki um ákveðna ábyrgð sem smitar ekki bara út frá sér þegar kemur að því að velja menntun frekar en enga menntun, heldur að velja tóbakið frá frekar en að velja það sem ávana.
- Skrifstofufólk hefur gott sjálfsálit: Þetta þýðir ákveðið sjálfstraust gagnvart skoðunum sínum og oft á tíðum vanvirðing fyrir skoðunum annarra, t.d. þessara láglaunaplebba sem voga sér að kvarta undan tóbaksverði. Getur þetta fólk ekki bara hætt að reykja eins og ég, ha?
Af þessum ástæðum og fleiri er ekki að furða að jafnvel hörðustu vinstrimenn og "talsmenn lágtekjustéttanna" sjá ekkert að því að kvelja láglaunaða og lítt menntaða skjólstæðinga sína með himinháum tóbaksgjöldum og botnlausum "lýðheilsu"áróðri, jafnvel þótt raunveruleikinn sé hinum lítt menntuðu reykingastéttum mjög óhagstæður þegar kemur að aðlögun að þessari forsjárhyggju.
2 comments:
Þessvegna átt þú að hætta að reykja og byrja að taka í vörina, eingöngu.
Þess vegna áttu að hætta að reykja og eyðileggja þig á íþróttum, því það er uppbyggileg eyðilegging.
Mótsögn dagsins var í boði Burkna Helgasonar ...
Post a Comment