Núna er ég búinn að eiga símann minn í rúmlega ár, ca 14 mánuði, sem þýðir að hann mun fljótlega tapast í gólfið og eyðileggjast, týnast á djamminu eða verða stolið (þótt ég sjái enga sjónræna ástæðu á símanum til þess). Núna er ég því farinn að kíkja eftir nýjum síma og að þessu sinni langar mig í myndavélasíma (ég og myndavélablogg verður hressandi blanda). Ég vil samt ekki eyða miklum pening í kvikindið enda er líftími síma hjá mér í styttra lagi. Hugmyndir?
Getraun dagsins: Hvað mælti eftirfarandi orð (í lauslegri þýðingu minni) og hvar?
Engar af okkur fara í iðnaðinn fyrir tilviljun. Með þessu meina ég að við fundum allar kynlíf áður en við fundum klám - og það var eitthvað sem við nutum vel, meira en hin venjulega kona. [...] Og ég get bara talað fyrir sjálfa mig en hver einasta stuna er 100% ekta.Sum tímarit á maður bara að kaupa og senda á femínistasamtök í góðgerðarskyni.
Myndasíður kvenfólks eru hressandi. Eðlilega skiptast þær í tvennt:
- Myndasíður mynda(r?)legs kvenfólks
- Myndasíður ómyndalegs kvenfólks
Svo virðist sem þessar myndasíður séu sjálf-reglandi - myndalegu stelpurnar taka mikið af sjálfsmyndum (oft í félagsskap einhverrar annarrar manneskju) sem gerir myndasíðurnar skemmtilegri áhorfs, en þær ómyndalegu eru sparsamari á sjálfsmyndirnar og þar með eykst hlutfall myndalegs fólks á myndunum. Þetta er að vísu ekkert sem ég hef skoðað skipulega. Meira svona tilfinning. Er þetta alrangt? Hvað segir kvenfólkið um myndasíður stráka?
5 comments:
Tera Patrick.
Ég styð myndasíður stráka. Þeir taka oft svo krassandi djammmyndir á meðan stelpurnar eru uppteknar af því að mynda hvor aðra.
Hvernig væri nú ef þú myndir setja upp myndasíðu? :-) Ég styð það!!
Setja upp (opna) myndasíðu? Já maður hlýtur að geta skoðað það.
mér finnst bara gaman að skoða myndir af sjálfri mér;)
Arnar: Rétt!
Katrín: Skiljanlega!
Post a Comment