Wednesday, April 05, 2006

Semíslappleikinn

Það var mikið að maður náði helgarslappleikanum úr sér. Gríðarlega ofsaleg drykkja og mikill umgangur með góðu fólki tekur á. En núna loksins getur maður byrjað að fóðra dagblöð með lesefni og sötra öl.

Húsvarðarstarfið er tímafrekt þessa dagana. Rafmagnið fór í rugl um daginn og drap þvottavélina okkar. Símtöl við leigjanda, borgun reikninga og rukkun leigu hafa tekinn sinn toll umfram hið venjulega. En þetta er nú ágætt þegar maður er á leið upp í sófa og horfa á mynd með einni norskri og einni sænskri.

Á morgun eftir hádegi tekur hlutverkið "fulltrúi fyrirtækis míns" við. Sem betur fer slepp ég við skyrtu og bindi. Bara jakki með fyrirtækjalógóinu og örlítill sölumannsstíll á manni og þá er hlutverkinu sinnt.

En þær skandinavísku bíða víst. Verst að maður fær ekkert að r*** þessu...

2 comments:

Anonymous said...

... thad stoppadi thig samt ekki i ad vera med Sanne i 2 ar.

Nei, djok! -dadi

Geir said...

Í því tilviki var kynlífið á kostnað alls þess sem fylgir sambúð með kvenmanni. Ég læt þau orð duga sem nægjanlega lýsingu á því.