Þessi færsla er örlítil trúnaðarfærsla sem e.t.v. er afleiðing örlítillar páskabjórsdrykkju en ég ætla að láta hana flakka án þess að lofa eilífri viðveru hennar á opinberum vettvangi (eða óopinberum). Mamma, ekki lesa þetta of hátíðlega!
Ég ákvað fyrir nokkrum mánuðum að ég ætli að verða einstæður faðir. Ég vil ekki búa með kvenmanni. Ég vil hins vegar vera pabbi. Nú hef ég fengið óformlegt vilyrði fyrir leigu-legi sem mun útvega barnið. Gallinn er sá að leigu-legið krefst 50% forræðis, en kosturinn er góður þrátt fyrir það.
Hins vegar þykist ég líka vera búinn að finna konuna. Þetta er a.m.k. kvenmaður sem gerir allt þetta tilfinningalega fyrir mig, og gott ef eitthvað af því er ekki gagnkvæmt. Á persónulegu nótunum sæi ég sambúðar- og barnapakkann ekki neikvætt fyrir mér í tilviki þessa kvenmanns (sem líklega yrði þá líka lífmóðir barnsins). Á ópersónulegu nótunum erum við samt að tala um kvenmann, og sambúð með kvenmanni er óhugsandi, eða a.m.k. á meðan ég bý ennþá yfir þeim fordóm (og hví ætti það að breytast?).
Ef það er til eitthvað sem heitir voðalega nútímalegt lífsmunstur í voðalega nútímalegu og frjálslegu og óhefluðu samfélagi þá hlýtur blanda af því að vita af konunni og vita af draumnum um einstætt faðernið að flokkast undir eitthvað slíkt. Þessu fylgir enginn hausverkur hjá mér núnu. Ég hef ekki nokkrar áhyggjur af neinu í "fullorðinis"-deildinni (börn, sambúð og það allt), og það ætlar seint að breytast. En eins og ég sé hlutina fyrir mér í dag þá á ég erfitt með að láta þetta tvennt hanga saman.
Maður sér bara til, sér hvað gerist, gerir viðeigandi ráðstafnir og tekur því sem upp kemur. Er það ekki bara?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Kom eg afstad tilfinningaflodi?
Thad tharf godan logmann i thetta mal annars, forum yfir thetta fljotlega...
Konur eru illar
.dadi
Daði: Í þessari hugleiðingu voru engar tilfinningar þótt orðið "tilfinningar" kæmi upp. Maður eru jú þessi harði og kaldi maður.
MGE: Já! Vertu í bandi sjaldséði melur!
Post a Comment