Þá eru bara nokkrir tímar í rútuna góðu til Berlínar, og örfáir tímar þaðan í frá til sjálfrar borgarinnar. Þetta verður hressandi. Ég kem með skorpulifur til baka (ásamt fleiri sjúkdómum vonandi).
Að sjálfsögðu var seinasti dagurinn fyrir frí (þótt stutt sé) stressandi og hressandi og endaður á haug af uppsöfnuðum verkefnum sem ég verð að fresta til næstu viku. Engin leið að fara í frí öðruvísi, þótt stutt sé.
Aldrei þessu vant sendi ég grein á Moggann núna, og þá fyrst og fremst af því ég veit að afar mínir lesa hann spjaldanna á milli alla daga. Mikið er maður góður í sér. Sniðugt kerfi hjá Mogganum með greinaskil. Vonandi að það sé jafnskilvirkt og það lítur út fyrir að vera.
Eiturklár, duglegur, frumlegur og hress einstaklingur með háskólagráðu í íslensku og stjórnmálafræði og góð meðmæli frá öllum vinnustöðum er að leita að vinnu. Einhverjar hugmyndir?
Daði, við erum komnir með guide í Vilnius, Litháen, ef við förum þangað í haust. Hafðu það í huga.
Transformers - The Movie er betri í minningunni en í alvörunni. Hafið það í huga.
Þegar það tekur bara 20 mínútur að pakka þá hlýtur eitthvað mikilvægt að hafa gleymst. Tíminn leiðir í ljós hvað það er.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Skorpulifur er ekki sjúkdómur, heldur lífsstíll.
Þessi vinnuleitandi, er þetta falleg, grönn, einhleyp og lauslát stúlka?
Vinnuleitandinn er svo sannalega falleg, grönn og einhleyp stúlka.. en lauslát er snótin ekki..
Post a Comment