Það er naumast maður bloggar núorðið. Er orðinn sjóveikur á að glápa á tölustafafylltan skjá eftir aaaðeins of marga bjóra í gærkvöldi miðað við vikudag og daginn-eftir-skyldur. Lifi samt af og vonandi nógu lengi til að sjá úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld (yfir nokkrum bjórum).
Sum góðlátleg hrósyrði eru í rauninni argasta diss jafnvel þótt ekkert illt hafi verið meint með þeim. Á hinn bóginn eru mörg blóts- og dissyrði hið prýðilegasta hrós.
Ég er ekki frá því að ég geti kennt þessum Dönum í kringum mig eitt og annað. Þeir kunna núna að hella upp á kaffi á mettíma, hafa vit á því að hafa aukastól í nágrenni skrifborða sinna ef gest ber að garði, skrifa rétta ensku, setja upplýsingar fram á máli sem viðskiptavinurinn skilur, spara sér óendanlegt magn handavinnu í Excel með því að læra að fikta í macróum og Visual Basic, og svona má lengi telja. Allt þökk sé MÉR! (Kannski eru það örlitlar ýkjur, en ég á a.m.k. hlut í öllum þessum framfaraskrefum!)
Bankaviðtal nálgast. Spennandi!
Jess! Eða hvað?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Batnandi fólki er best að lifa, gott hjá þér að kenna þessu liði góða siði.
Ég myndi ekki lifa daginn af ef ég fengi ekki skyr - fyrrverandi kúgarar Íslendinga eiga vonandi eftir að segja jössss við þessum búbótum.
Post a Comment