Stúlka nokkur fékk frábæra hugmynd um "aktivisma" í Danmörku sem hún deildi með póstlista nokkrum sem ég er skráður á. Sagan er sú að Danir borga afnotagjöld til síns ríkisútvarps, -sjónvarps og -heimasíðu (sem núna á að byrja rukka af tölvu- og farsímaeigendum) og er svo sagt að þeir verði jú að borga fyrir það sem þeir eru að fá (sem sagt, aðgang að dagskrá ríkismiðlanna). En hver bað um aðganginn? Eiga að fylgja gíróseðlar með auglýsingaruslpóstinum því hann var jú afhentur og maður á að borga fyrir það sem maður fær? Þetta má benda fólki á og kannski búa til einhverja sniðuga herferð í kringum það (samanber þessi).
En úr því stjórnmál ber á góma þá eru nú miklar umræður um örlög hafarnarstofnsins í Danmörku þessa dagana, en hann er víst voðalega viðkvæmur og fámennur þótt hann hafi náð að rétta örlítið úr sér á seinustu árum. Hafernir hérna drepa sig reyndar með því að fljúga inn í dönsku sjávarvindmyllurnar en það er önnur saga.
Í Danmörku eru til lög um verndun stofna í útrýmingarhættu (eins og Íslendingar þekkja). Þau geta valdið því að ríkið þarf að loka heilu landflæmunum ef t.d. hafarnarpar tekur upp á því að verpa eggi innan ákveðins svæðis. Eignarréttur landeigenda er með öðrum orðum háður því að hafernir haldi sig fjarri. Í Bandaríkjunum kallast slík löggjöf "the three S's" - "shoot it, shuffle it and shut up", því hún veldur því að ef dýr í útrýmingarhættu kemur á land þitt þá er langbest að losa sig við það strax til að halda í eignarréttinn á landinu.
Danski haförninn þarf líklega að finna fyrir dýraverndunarlöggjöf eins og aðrir. Ætli að sé ástæða vindmyllusjálfsmorðanna?
Í öðrum fréttum: Óvenju viðráðanleg þynnka í dag sem þýðir bara eitt - drekka meira í kvöld!
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment