Hamrandi þreyttur! Samt svo ferskur. Blóðþyrstir piltar í fótbolta eru næring í æð. Öl með góðum piltum á eftir verður enn meiri næring í æð.
Rigning í Kaupmannahöfn í dag. Manni líður bara eins og á Íslandi fyrir utan skortinn á rokinu.
Örlagaríkt samtal við banka mun eiga sér stað á morgun. Eftir það verða ákvarðanir teknar og aðgerðum hrundið af stað.
Ég er að hugsa um að breyta þessu í blaðagrein og reyna að koma á prent fyrir kosningar. Ekki vanþörf á í geldri umræðu, a.m.k. eins og hún blasir við úr fjarlægð erlenda netnotandans. Öll gagnrýni velkomin fyrirfram.
Nú lítur út fyrir að ég verði kominn með tvö hjól til ráðstöfunar áður en þessi mánuðir er úti. Þetta mun létta líf mitt mikið. Verkföll, lestarkerfi sem má treysta jafnvel og vísindamönnum í loftslagsvísindum, strætókerfi sem tekst að vera alveg rétt mátulega óhentugt hvað vinnustaðinn varðar, verkföll, vélabilanir, bilanir í merkjakerfi, forföll vegna veðurs og annarra fyrirbæra og svona má lengi telja hafa rænt af mér ófáum klukkutímunum. Sökudólgurinn er auðvitað leti mín að verða mér úti um reiðhest, en sú tíð er senn á enda, sinnum tveir!
Voðalega eru Daði og Svenni lengi að melta. Ætli stærð maga sé áhrifavaldur?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment