Tuesday, May 09, 2006

Daði í Köben

Þá er hvíti hvalurinn lentur á danskri jörð og hreyfingar stjarnanna búnar að breyta um sporbauga til að aðlaga sig að því. Þetta þýðir að sjálfsögðu dagleg bjórdrykkja og erfiðir vinnudagar út vikuna og e.t.v. eitthvað í þeirri næstu. Bara jákvætt.

Á fimmtudaginn þarf ég að mæta í ljósri skyrtu í vinnunna til að einhver ljósmyndarabjáni geti tekið myndir af verkfræðinördunum fyrir einhvern bækling. Ég er búinn að hóta að mæta í Slipknot-bolnum góða (takk Soffía) eða Better Dead Than Red peysunni og uppskorið blendin viðbrögð. Sjáum hvað setur.

Vinnufótboltinn var góður og erfiður og ég er alveg útkeyrður. Hann var einmitt það sem ég þurfti. Geggjuð sól úti og blóðþorsti í mannskapnum og tilheyrandi bjórþorsti eftir á. Gút.

2 comments:

Anonymous said...

Jæja Dr. Geir, varstu stilltur og prúður í hvítri skyrtu eða með uppreisn?

Geir said...

Bæði rétt!